19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 17
Hótcl Vík - nú Kvennahúsið. (Tímamynd Róbert). „Við höfðum áður aðstöðu í húsi við Hverfisgötu en fluttum þaðan með allt okkar hafurtask í ágúst 1983 og hóf- umst handa með starfsemi hér.“ - Kvennahús? Hvenœr kviknaði sú hugmynd að Hótel Vík yrði Kvenna- hús? „Frá því að Kvennaframboðið flutti inn hefur verið hér lífleg starfsemi sem síðan jókst með tilkomu Kvennalist- ans. Hér voru haldnir fundir bæði form- legir og óformlegir. Konur litu hér inn til þess að ræða ýmis mál sem voru í deiglunni eða jafnvel aðeins til þess að hitta hver aðra og rabba um daginn og veginn yfir kaffibolla. Húsið er stórt og Kvennaframboð og Kvennalisti nýttu aðeins lítinn hluta þess til að byrja með. Þegar síðan Menningar og friðar- samtök íslenskra kvenna fóru þess á leit að fá aðstöðu í húsinu kviknaði sú hugmynd að gera mætti Hótel Vík að kvennahúsi að erlendri fyrirmynd. Hér gætu hin ýmsu samtök kvenna haft aðstöðu og konur gætu litið hér inn á daginn þegar þær ættu leið hjá hvort sem þær væru aðilar að umræddum samtökum eða ekki. Nú standa málin þannig að sex samtök kvenna hafa aðsetur í húsinu: Kvennaframboð, Kvennalisti, Vera (blað Kvennafram- boðsins), Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna, Konur á vinnu- markaði og Kvennaráðgjöfin. Þessi samtök hafa hvert fyrir sig sitt herbergi í húsinu en síðan er hluti þcss notaður til sameiginlegra þarfa. Hægt er t.d. að hafa þrjá fundi samtímis í húsinu." - Er starfsemin komin i fullan gang? „Að vissu leyti. Það er verið að taka húsið í gagnið smátt og smátt eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Hér eru fundir flest kvöld vikunnar og eitthvað um að vera flesta daga. Konur eru að koma hér við allan daginn og eru það bæði konur héðan af höfuðborgarsvæð- inu og konur utan af landi. Þetta skapar skemmtilega stemmningu og samstöðu meðal kvenna." - Hver er stærsti þátturinn í starfsemi Kvennahússins? „Mest áberandi þátturinn er það sem ég drap á áðan. - Konur koma hér inn, setjast niður og fá sér kaffi og spjalla saman. Ég verð t.d. vör við að konur sem þurfa að hittast t.a.m. eftir vinnu rnæla sér oft mót hér. Mér finnst þetta einn skemmtilegasti þátturinn í starf- seminni." - Hvernig er rekstrarformið? Er ein- hver ákveðin stjórn sem sér um rekstur hússins? „Samdar hafa verið starfsreglur fyrir Kvennahúsið og í þeim koma fram helstu atriði sem varða rekstur þess. Þar kemur fram að stjórn hússins, hús- hópur, skal vera í höndum 6 kvenna: 2 frá Kvennaframboði, 2 frá Kvennalista og 2 frá hinum þremur samtökunum. Starfstími hvers húshóps er 4 mánuðir og skipta meðlimir sjálfir með sér verk- um. Samtök sem fast aðsetur hafa í Kvennahúsinu skulu greiða leigu en leigugjald þarf þó ekki að vera skilyrði fyrir dvöl í húsinu. Slíkt skal metið af húshóp í hverju tilviki fyrir sig enn- fremur koma beiðnir um fast aðsetur m.a. til kastahúshóps. Ætluninersíðan að starfsreglurnar verði endurskoðaðar að þremur mánuðum liðnum frá samn- ingu þeirra svo og ef einhver samtök sem eiga aðild að húsinu óska þess.“ - Verður skipulag á rekstri hússins ekki að vera í nokkuð föstum skorðum? „Að vissu marki. Hér er þó alltaf viss sveigjanleiki fyrir hendi. Starfsmaður hússins annast bókanir fyrir fundi í sameiginlegum herbergjum og reynt er að fara eftir þeim ramma sem þannig er settur um starf í húsinu. Þó er alltaf reynt að hliðra til eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Formfestan ræður ekki ríkjum hér. Það eina sem aldrei er breytt út af er starfsemin í húsinu á þriðjudagskvöldum. Þá er Kvenna- húsið eingöngu notað undir starfsemi Kvennaráðgjafarinnar og engin önnur starfsemi fer fram í húsinu þau kvöld." - Hvernig hefur tekist til? Einhver sér- stök framtíðaráform ? „Það er svo skammur tími liðinn síðan Kvennahúsið tók til starfa og erf- itt er að meta árangurinn af starf- seminni. Þó held ég að óhætt sé að segj a að vel hafi til tekist svo langt sem það nær. Starfsemin er í mótun og sumir aðilarnir varla komnir í fullan gang með sitt starf. Ennþá er rými í húsinu fyrir fleiri samtök sem áhuga hafa. Skilyrði fyrir aðild að Kvennahúsinu cru þau að viðkomandi samtök eða hópar sem hyggjast fá inni í Kvennahúsinu berjist fyrir málefnum kvenna sem stuðla að bættum hag þeirra. Ég vona svo bara að áfram megi verða blómleg starfsemi í Kvennahúsinu við Hallærisplanið.“ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.