19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 40
Bókmenntir SÉRHERBERGI SÉRHERBERGI (A Room of One’s Own) eftir Virginiu Woolf Þýðing: Helga Kress Útg.: Svart á hvítu, Reykjavík 1983 166 bls. „En við báðum þig að tala um konur og skáldsögur, kynnuð þið að segja, - og hvað kemur það sérherbergi við? Ég ætla að rcyna að útskýra það.“ Á þessum orðum byrjar bókin „Sérherbergi" eftir enska rithöf- undinn Virginiu Woolf, sem Svart á hvítu gaf út um síðustu jól í þýðingu Helgu Kress. „Sérherbergi" er fyrir löngu sígilt verk um stöðu kvenna í bókmenntum og þýðing bókarinnar og útgáfa hlýtur að teljast bók- menntaviðburður og mikið fagnaðarefni okkur öllum. Efni bókarinnar voru upphaf- lega tveir fyrirlestrar um konur og skáld- sögur, sem Virginia hélt í kvennaháskól- unum Newnham og Girton í Cambridge árið 1928 en bókin kom svo út árið eftir. Og hvað kemur sérherbergi svo konum og skáldsögum við? Jú, í bók sinni setur Virg- inia fram þá skoðun, að konum sé því aðeins unnt að skrifa, hafi þær sjálfstæðar tekjur og - en ekki hvað síst - eigið herbergi, þar sem þær geta lokað sig af frá önnum dagsins og kanna hvar sé nú þegar samfelldur skóladagur, hverju þurfi að breyta til að ná því takmarki. Vinnuhópur þessi hefur gert samanburð á skólum með samfelldan skóladag og ósamfelldan. Reynt hefur verið að gera grein fyrir hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að koma á samfelldum skóladegi og hver tilkostnaður yrði. Hefur vinnuhópur- inn haft samband við skólastjóra, kennara, fræðslustjóra, forráðamenn foreldrafélaga í skólum og fleiri aðila sem lið hafa lagt. Sérstakar skoðana- kannanir hafa farið fram á meðal for- eldra og nemenda á samfelldum skóla- degi og tengslum heimila og skóla. Mjög margt athyglisvert hefur komið fram í könnunum og viðræðum sem vinnuhópurinn hefur átt við hina ýmsu aðiia. Hugsanlegt er að þegar þetta blað kemur út að áfangaskýrsla frá vinnuhópnum hafi verið birt. Sé ekki svo er hún væntanleg. Þó að með vissu notið þess frelsis, sem hverjum listamanni er nauðsynlegt. Ástæðurnar fyrir því, að kvennabækur hafa ekki blómstrað í bók- menntagarðinum eru, að félagslegar og fjár- hagslegar aðstæður kvenna hafa verið á þá lund að hefta sjálfstæði þeirra, gert þær háðar öðrum; körlunum og karlasamfé- laginu. Sérherbergið er meira en kompa með skrifborði og ritföngum, það er það afdrep, sem konur verða að hafa til að mega loka dyrunum á skyldur og kvaðir, sem þær taka á sínar herðar vegna kynferðis síns. En áður en ég held áfram við að reyna að gera grein fyrir hugmyndum Virginiu Woolf um konur og bókmenntir, er skylt að gera nokkra grein fyrir henni sjálfri. Virginia Stephens fæddist í London árið 1882. Hún gekk árið 1912 að eiga Leonard Woolf. Fyrsta bók hennar, The Voyage Out kom út árið 1915, sú síðasta, Between The Actsárið 1941, rétt eftirdauða Virginiu. Alls urðu bækur hennar hátt á annan tug talsins auk þess sem hún skrifaði fjölda greina um bókmenntir og gagnrýni, dagbækur og sendibréf, mest hvert hefur verið útgefið. Hún er án tvímæla talin í hópi merkustu rit- höfunda á enska tungu á þessari öld og brautryðjandi nýrrar stefnu, en um þá stefnu, modernismann, kemst Helga Kress svo að orði í inngangsorðum sínum f bókinni megi fullyrða að nokkuð hafi áunnist í þessum tilteknu málum grunnskóla- nema, þá eru margir endar enn óhnýtt- ir. En unnið er að málinu. Skólanestið hefur verið reynt og vonandi í fram- haldi af fenginni reynslu verður fram- hald byggt. Nú þegar er samfelldur skóladagur hjá hluta nemenda í grunn- skólunum. í einni skoðanakönnun vinnuhóps mentamálaráðherra, sem áður er getið, kom í ljós að sundur- slitnar stundaskrár eru mest áberandi hjá 9, 10 og 11 ára börnum. Auk skólamáltíða er margt annað sem verður að vera til staðar svo að hægt sé að koma á samfelldum skóla- degi. Til dæmis einsetnir skólar, skóla- söfn og að verk og listgreinar séu kenndar í skólunum. Af því sem hcr hefur verið reifað má ljóst vera að vilji er fyrir hendi hjá yfirvöldum að stuðla að samfelldum skóladegi grunnskóla- nema í Reykjavík. Sérherbergi: „Hann fólst í uppreisn gegn hefðbundnum gildum vestrænnar menningar, jafnt þjóðfélagslegum, trúarlegum sem sið- fræðilegum, og jafnframt í viðleitni til að tefla fram nýjum gildum, nýjum lífsskiln- ingi. Það koma fram ný yrkisefni og form.“ Helga getur þriggja bóka, sem allar konru út árið 1922 og teljast marka tímamót: Ulysses eftir James Joyce, The Waste LandeftirT.S. Eliot og Jacobs Room eftir Virginiu Woolf. Frægust skáldsagna Virginiu er sögð bókin To the Lighthousc (1927). Engin sagna hennar hefur verið þýdd á íslensku. Líf Virg- iniu markaðist mjög af sálrænum átökum, sem leiddu til sjálfsmorðs árið 1941. „Sérherbergið" kom fyrst út árið 1929 (reyndar þ. 24. október). Lesandinn mun finna í bókinni grundvöll að kvennabók- menntarannsóknum eins og Helga Kress bendir á í formála sínum og hann/hún mun einnig finna þar hugmyndir og vísa í þá átt, sem kvennabaráttan hefur verið að benda til lengur en marga grunar. Því fer þess vegna fjarri að einungis áhugafólk um bókmenntir njóti lestursins, skírskotun hennar til stöðu kvenna almennt og viðleitni þeirra til að mega um frjálst höfuð strjúka í samfélagi mannanna er bæði fróðleg og skemmtileg. Þá kenningu sína, að konur þarfnist fjár- muna og sérherbergis til að listrænir hæfi- leikar þeirra nái að þroskast, styður Virginia með vísun til sögunnar. Hún ber saman ólíkt efnahagslegt hlutskipti karla og kvenna í gegn um tíðina, og þau ólíku viðhorf, sem ríkja í garð kynjanna. Hún veitir athygli umhverfinu - háskólabænum „Oxbridge", litast um á bókasafni, ber jafnvel saman matseðla karlaskóla og kvennaskóla, ímyndar sér að Shakespeare hafi átt systur búna jafnmiklum hæfileikum og hann og hvað um hana hafi orðið. Hún segir frá kvenrithöfundinum George Eliot, sem „settist að í skugganum af van- þóknun heimsins" af því að hún lifði í synd með kvæntum manni, og svo frá ungum karl- manni, „sem lifði frjálsu lífi hinum megin í Evrópu ýmist með sígaunastúlkum eða hefð- arfrúni og var á leið í stríð; óhindrað og ámælislaust safnaði hann sér hinni fjöl- breyttu reynslu mannlegs lífs, sem kom honum ágætlega til góða, þegar hann fór að skrifa bækur sínar. Hefði Tolstoi lifað ( ein- angrun í The Priory með giftri konu „skilinn frá því, sem kallað er heimurinn (líkt og Eliot) þá hefði hann þrátt fyrir uppbyggi- legan siðalærdóm, varla getað skrifað Stríð ogfrið." (bls. 99/100). Ólík aðstaða kynjanna, ólíkt gildismat þeirra, reynsla, viðhorf - hvernig skyldi þetta koma fram í ritverkum karla og kvenna? „Skyldi sjálft kynferðið á einhvern hátt verka á heiðarleika kvenrithöfundarins - þann heiðarleika, sem ég held að sé aðal rithöfundarins?" spyr Virginia og hefur þá áður skilgreint heiðarleikann í bókmenntum sem vissuna um að höfundurinn gefi manni sannleikann. Svarið gæti verið já, hin skáld- lega sýn vék stundum fyrir reiðinni yfir því 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.