19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 49
Jafnréttið og samskipti kynjanna
Helga ræðir við verðandi foreldra. (Ljós-
mynd Anna Gyða Gunnlaugsdóttir).
barnið sé þeirra afkvæmi og þeir beri
ábyrgð á því. Aukin hlutdeild karla í
sambandi við meðgöngu og fæðingu er
svo sannarlega af hinu góða.
Hið stórkostlega undur lífsins
Á fundum sem Jafnréttisráð gekkst
fyrir árið 1979 hafði það mikil áhrif á
mig þegar ég var skömmuð fyrir gam-
aldagshátt og jafnvel misrétti kynja í
sambandi við mæðraskoðun, vegna
þess að feðurnir voru ekki hafðir með.
Ég tók ábendingarnar til greina og lét
prenta á upplýsingablað mæðradeildar
að æskilegt væri að maki fylgdist með
skoðun. Eftir 1979 hefur aukist að
feður kæmu með konum og jafnvel
börnin líka. Sumir eru feimnir en ég
hvet þá til að fylgjast með. Flestar verð-
andi mæður í Reykjavík fara í sónar á
Landspítalanum á 16.-20. viku með-
göngunnar. Feðurnir geta farið með og
séð fóstrið og fylgst með hreyfingum
þess.
Núorðið er einhver nákominn við-
staddur langflestar fæðingar, oftast er
það barnsfaðirinn - ef það er vilji
beggja foreldra - eða þá móðir eða
systir, ef faðirinn er fjarstaddur.
Stundum er faðir við fæðinguna, þótt
parið ætli ekki að taka saman. Sé faðir-
inn viðstaddur eignast hann mun meiri
hlutdeild í barninu og þessi stórkostlegi
og einstaki atburður bindur foreldrana
traustari böndum.“
Fræðslunámskeið - kynfræðsla
Hulda Jensdóttir, ljósmóðir, hélt sín
fyrstu námskeið fyrir verðandi mæður
árið 1953. Árið eftir var feðrunum
boðið að taka þátt í námskeiðunum.
Hulda hefur haldið slík námskeið allar
götur síðan, en hún er brautryðjandi í
þessum málum hér á landi.
Árið 1972 var samþykkt í borgar-
stjórn Reykjavíkur tillaga frá Gerði
Steinþórsdóttur þess efnis að haldin
yrðu fræðslunámskeið fyrir verðandi
foreldra. Strax það sama ár var byrjað
að bjóða upp á slík námskeið á vegum
borgarinnar í mæðradeild Hcilsuvernd-
arstöðvarinnar. Árlega sækja þessi
námskeið mörg hundruð verðandi
mæður auk feðra. Svipuð námskeið
hafa verið á kvennadeild Landspítalans
síðan 1969.
Árið 1964 tók Ráðleggingarstöð
þjóðkirkjunnar til starfa; frumkvæðið
átti Hannes Jónsson, félagsfræðingur,
sem boðaði til fundar með forráða-
mönnum ýmissa félagasamtaka til að
finna leiðir til að ráða bót á vöntun á
fræðslu um getnaðarvarnir. Pétur H.J.
Jakobsson, læknir, starfaði við stöðina
frá upphafi og þar til hann lést árið
1975, þá var stöðin lögð niður. Auk
Péturs störfuðu þar ljósmæður og
prestar.
Árið 1975 tók til starfa kynfræðslu-
deild á vegum mæðradeildar Heilsu-
verndarstöðvarinnar og var það gert
vegna áhuga félagsráðgjafa, heilsu-
verndarhjúkrunarfræðinga og kven-
sjúkdómalæknis sem höfðu unnið að
þessum inálum kauplaust í 6 mánuði
áður en deildin tók formlega til starfa.
Markmið kynfræðslunnar er að koma
með fræðslu og getnaðarvörnum í veg
fyrir ótímabærar þunganir og stuðla að
hamingju og vellíðan þeirra sem leita
aðstoðar.
Ég spyr Helgu hvernig starfsemi kyn-
fræðsludeildar sé háttað.
„Við veitum almennar, hlutlausar
upplýsingar og fræðslu eftir þörfum um
getnaðarvarnir og kynsjúkdóma.
Hingað leita inest ungar stúlkur til að
fá upplýsingar um getnaðarvarnir.
Deildin er opin einu sinni í viku. f
nokkur ár var einnig starfrækt hér svo-
kölluð kynlífsvandamáladeild, en hún
var lögð niður í árslok 1982.“
- Hver voru helstu vandamálin?
„Algengasta kynlífsvandamálið hjá
körlum var of bráð sáðlát, en' hjá
konum voru útrásarerfiðleikar algeng-
asta vandamálið.“
- Hvers vegna var deildin lögð niður?
„Hún þótti of dýr í rekstri og fólk
mætti illa þótt það væri búið að panta
tíma. Seinasta árið sem deildin starfaði
leituðu þangað 17 konur, 10 karlar og
11 pör eða alls 49 manns, en auk þess
höfðu 36 manns pantað tíma en ekki
mætt til viðtals, hvaða skýring sem
kann að vera á því.“
49