19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 36
SKÓLAMÁLTÍÐ - ein a/ undirstöðum undir - SAMFELLDAN SKÓLADAG „Á undanförnum árum hafa á vegum fræðsluyfirvalda í Reykjavík fariö fram athuganir á því með hverjum hætti væri unnt að koma á samfelldum skóladegi hjá nemendum en eins og kunnugt er verða nemendur nú alloft að gera sér fleiri en eina ferð á dag til að sækja kennslustundir í skólanum eða á hans vegum“. Þetta er tilvitnun í níu ára gamalt bréf sem undirritaðri var sent frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Þá var gerð könnun á afstöðu foreldra eða forráðamanna nemenda til skóla- máltíða sem lið í því að ná samfelldum skóladegi grunnskólanema. Skólanesti hefur nú verið reynt í grunnskólum í Reykjavík, en málið er enn á tilraunastigi. En á ofangreindri vitnun í gamla bréfið má sjá að langur hefur aðdragandinn verið. Og við getum farið lengra aftur í tímann, því í maí 1973 var lögð fram skýrsla sem Fræðsluráð Reykjavíkur lét gera um samfelldni í skóladvöl nemenda og var skólamáltíðin tekin til sérstakra athug- unar. Þar kom fram að 17,2% nemenda neyttu ekki morgunverðar áður en þeir fóru í skólann. Og 35,7% höfðu ekki með sér nesti í skólann. Þá skal hér einnig getið neyslukönnunar sem Manneldisráð gerði 1977-1978 meðal skólabarna. Niðurstöður könnunar- innar meðal 10-14 ára skólabarna af báðum kynjum í Reykjavík voru meðal annars: Fæða barnanna var rýr af járni, D- vítamíni og B-vítamíni. Allt að fjórð- ungur daglegrar neyslu kom frá sölu- skálum. Það var álit Manneldisráðs 1978 að fæði skólabarna væri ófullkomið að mörgu leyti og verulega rangt samsett. Orsakir þótti mega rekja til þess að börn fengu ekki mat á heimilum fyrri hluta dags vegna útivinnu húsmæðra, sem færi vaxandi. Þess vegna yrði skól- inn að sjá meira fyrir máltíðum skóla- nema en þá tíðkaðist. í umræðum um samfelldan skóladag og skólanesti, hefur mörgum flötum verið velt upp. Umræðan víða komið uppá yfirborðið og stundum fundist lausnir, þó sumar hafi þær verið mis- jafnlega vel ígrundaðar. En allavega eru hóparnir margir sem lagt hafa orð í belg og allir leitast þeir við að bæta aðstöðu nemenda í grunnskólum í Reykjavík. Kvenréttindafélag íslands hefur tekið þátt í umræðunni. Skemmst er að minnast þess að í síðasta árgangi 19. JÚNÍ var málið til umfjöllunar undir yfirskriftinni - Börnin - Atvinnulífið - Skólinn. Á ráðstefnunni - Að koma aftur á vinnumarkaðinn sem K.R.F.Í. hélt að Kjarvalsstöðum í fyrra var meðal annars rætt um skipulag skóla- mála. Kári Arnórsson skólastjóri í Foss- vogsskóla var einn frummælenda á ráð- stefnunni. Hann gerði að umtalsefni skipulag heimangönguskóla í þéttbýli og heimavistarskóla og heimanaksturs- skóla í dreifbýli og reglulegan starfs- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.