19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 36
SKÓLAMÁLTÍÐ - ein a/ undirstöðum
undir - SAMFELLDAN SKÓLADAG
„Á undanförnum árum hafa á vegum
fræðsluyfirvalda í Reykjavík fariö fram
athuganir á því með hverjum hætti væri
unnt að koma á samfelldum skóladegi
hjá nemendum en eins og kunnugt er
verða nemendur nú alloft að gera sér
fleiri en eina ferð á dag til að sækja
kennslustundir í skólanum eða á hans
vegum“. Þetta er tilvitnun í níu ára
gamalt bréf sem undirritaðri var sent
frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Þá
var gerð könnun á afstöðu foreldra
eða forráðamanna nemenda til skóla-
máltíða sem lið í því að ná samfelldum
skóladegi grunnskólanema.
Skólanesti hefur nú verið reynt í
grunnskólum í Reykjavík, en málið er
enn á tilraunastigi. En á ofangreindri
vitnun í gamla bréfið má sjá að langur
hefur aðdragandinn verið. Og við
getum farið lengra aftur í tímann, því í
maí 1973 var lögð fram skýrsla sem
Fræðsluráð Reykjavíkur lét gera um
samfelldni í skóladvöl nemenda og var
skólamáltíðin tekin til sérstakra athug-
unar.
Þar kom fram að 17,2% nemenda
neyttu ekki morgunverðar áður en þeir
fóru í skólann. Og 35,7% höfðu ekki
með sér nesti í skólann. Þá skal hér
einnig getið neyslukönnunar sem
Manneldisráð gerði 1977-1978 meðal
skólabarna. Niðurstöður könnunar-
innar meðal 10-14 ára skólabarna af
báðum kynjum í Reykjavík voru meðal
annars:
Fæða barnanna var rýr af járni, D-
vítamíni og B-vítamíni. Allt að fjórð-
ungur daglegrar neyslu kom frá sölu-
skálum.
Það var álit Manneldisráðs 1978 að
fæði skólabarna væri ófullkomið að
mörgu leyti og verulega rangt samsett.
Orsakir þótti mega rekja til þess að
börn fengu ekki mat á heimilum fyrri
hluta dags vegna útivinnu húsmæðra,
sem færi vaxandi. Þess vegna yrði skól-
inn að sjá meira fyrir máltíðum skóla-
nema en þá tíðkaðist.
í umræðum um samfelldan skóladag
og skólanesti, hefur mörgum flötum
verið velt upp. Umræðan víða komið
uppá yfirborðið og stundum fundist
lausnir, þó sumar hafi þær verið mis-
jafnlega vel ígrundaðar. En allavega
eru hóparnir margir sem lagt hafa orð í
belg og allir leitast þeir við að bæta
aðstöðu nemenda í grunnskólum í
Reykjavík.
Kvenréttindafélag íslands hefur
tekið þátt í umræðunni. Skemmst er að
minnast þess að í síðasta árgangi 19.
JÚNÍ var málið til umfjöllunar undir
yfirskriftinni - Börnin - Atvinnulífið -
Skólinn. Á ráðstefnunni - Að koma
aftur á vinnumarkaðinn sem K.R.F.Í.
hélt að Kjarvalsstöðum í fyrra var
meðal annars rætt um skipulag skóla-
mála.
Kári Arnórsson skólastjóri í Foss-
vogsskóla var einn frummælenda á ráð-
stefnunni. Hann gerði að umtalsefni
skipulag heimangönguskóla í þéttbýli
og heimavistarskóla og heimanaksturs-
skóla í dreifbýli og reglulegan starfs-
36