19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 59

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 59
Jafnréttið og samskipti kynjanna Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur: Ofbeldi gegn konum hefur verið gert sýnilegt „Ég held að kvennabaráttan hafi konrið af stað viðhorfsbreytingu. Kvennarannsóknir, sem eru hluti af kvennahreyfingunni, hafa dregið frani nýjar hliðar á lífskjörum kvenni þjóð- félaginu, svo sem ofbeldi á heimilum og nauðganir, það er að segja ofbeldi sem konur verða fyrir, bæði líkamlegu og andlegu. Það var ekki fjallað um þessa þætti áður, eða þá á annan hátt. Þáttur kvenna sem þolenda hefur verið dreginn fram í sviðsljósið. Við- horf hafa breyst, því áður var hegðun þolandans talin orsaka ofbeldi, t.d. í sambandi við nauðganir, ofbeldi á heimilum, sifjaspell og vændi. Ofbeldi gegn konum hefur verið gert sýnilegt. Áður voru þessi mál tengd sektarkennd og bannhelgi. Núna er farið að tala um hlutina. Þessi þróun hefur verið svipuð í vestrænum löndum. Ofbeldi gegn konum var talið sjald- gæft og einstaklingsbundið en aðsóknin að kvennaathvörfum víða um lönd hefur sýnt að ofbeldi gegn konum er hið almenna, þ.e.a.s. það er bæði útbreitt og algengt. Konur sem hópur eiga frumkvæði að úrlausnum í þessum málum. Við höfum verið tiltölulega fljótar að snúast til varnar hér á landi. Það er sérstakt hér hvað umræðan um ofbeldi stóð stutt og aðgerðirnar konru fljótt. Kvennaathvarfið er að sjálfsögðu hluti af kvennahreyfingunni og ég held að umræðan um stöðu kvenna hafi haft þau áhrif að konur komi frekar í athvarfið. Aðsóknin að Kvennaathvarfinu í Reykjavík, sem opnað var í desember 1982 bendir til þess að mikið sé um ofbeldi á heimilum hér á landi. Meiri- hluti kvennanna sem koma í athvarfið er eldri en 36 ára. Við vitum ekki hvort ofbeldi hefur vaxið eðaminnkað, vegna þess að upplýsingar vantar frá fyrri árum. Hér á landi eru fáar nauðganir kærðar. Ekki hefur orðið sama aukning á kærum hér og erlendis. Það þykir skömm að verða fyrir nauðgun, vekur andúð og konurnar þurfa að berjast gegn miklum fordómum. Margar konur treysta sér ekki til annars en að draga nauðgunarkæruna til baka. Mjög mikil- vægt er að konur sem hafa orðið fyrir nauðgun geti leitað til annarra kvenna og fengið stuðning. Konur verða að læra að slá til baka og búast til varnar. Kvennaathvarfið er liður í þvt'. Hildigunnur Ólafsdóttir. (DV-mynd). Ungar konur og ofbeldið „Kannanir sem gerðar hafa verið í Noregi og Svíþjóð sýna að ungar konur verða fyrir ofbeldi í auknum mæli. Skýringin er talin sú að þær séu óhrædd- ari en áður að skýra frá því. í norskri könnun á skilnuðum kemur fram að meira er um ofbeldi á heimilum þar sem hefðbundin verkaskipting ríkir en minna þar sem verkaskipting er nútímaleg og bæði hjónin afla tekna og sinna heimilisstörfum. Ég held að þetta sé eins hér á landi. Annars hefur lítið verið rannsakað og lítið er vitað um hvaða áhrif útivinna kvenna hefur á heimilishald. Sjálfsagt breytir úti- vinnan sjálfsmynd kvenna.“ - Er ofbeldi gegn konum mismunandi eftir stéttum? „Nei, reynslan af kvennaathvörfum sýnir ekki merkjanlegan mismun á ofbeldi gegn konum eftir stéttum. Konur sem verða fyrir ofbeldi endur- spegla þjóðfélagið í heild. Á hinn bóg- inn er ofbeldið þeim mun duldar því hærri þjóðfélagsstöðu sem fólk hefurog þeim mun fleiri úrræði hefur fólk til að leyna því.“ - Hvers vegna fara konur ekki frá mönnum sem berja þœr? „Hjónabandið er stofnað til fram- búðar. Það eru hömlur á því að hlaupa í burtu. Konurnar eiga engin úrræði og sjá ekki hvernig þær geta konrist af ein- ar. Félagsmótun kvenna hefur sett þær í óvirkt þolendahlutverk. Ofbeldið smánar konurnar og dregur úr sjálfs- virðingu þeirra, sem um leið hindrar þær í að brjótast út. Lág laun, óvirkni og lítil völd ein- kenna stöðu flestra kvenna." - Hefur afbrotum kvenna fjölgað á seinni árum? „Strax eftir aldamót var því spáð að afbrotum kvenna mundi fjölga með auknum kvenréttindum. Þessi spá rætt- ist ekki.“ - Er eitthvað um vœndi á íslandi? „Vændi er ekki algengt hér á landi en ég held að það hafi lengi viðgengist í einhverri nrynd. Alltaf hefur eitthvert vændi verið tengt herstöðinni. Ég held að vændi hafi farið vaxandi nú á allra síðustu árum þótt götuvændi hafi ekki verið stundað hér síðan á stríðsár- unum.“ - Er vœndi afbrot? „Það er afbrot að hagnast á vændi annarra. Hluti kvennabaráttunnar hefur verið að snúa dæminu við, því að litið var á vændiskonuna sem syndara en viðskiptavininn hlutlausum augum. Nú er litið á vændiskonuna sem brota- þola en kaupandann sem afbrotamann, sem arðrænir og misnotar sér aðstöðu illa staddrar konu. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.