19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 30
Fyrsta íslenska kennslubókin um tölvumálið BASIC — höfundur er Halla Björg Baldursdóttir, sem nú stundar framhaldsnám í Sviþjóð 19. JÚNÍ komst aö því aö fyrstu íslensku kennslubókina um forritunar- málið „Basic“ skrifaði ung kona. Bókin nefnist BASIC og höfundurinn er Halla Björg Baldursdóttir. Þegar til átti að taka og fá viötal við höfundinn kom í ljós að hún var víðsfjarri, nánar tiltekið í Helsingjaborg í Svíþjóð. Lausnin var því sú að skrifa bréf og brást Halla Björg bæði skjótt og vel við þeirri beiðni að senda okkur smápistil. Halla Björg Baldursdóttir Iauk BS- prófi frá Háskóla íslands árið 1977 í stærðfræði og reiknifræði. Á þessum árum var reiknifræði samheiti yfir hag- nýta stærðfræði og tölvufræði. Jafnhlið námi kenndi hún við Menntaskólann við Tjörnina (nú Menntaskólann við Sund) og varð síðan fastur kennari þar þegar námi lauk. Auk bókarinnar um BASIC hefur Halla Björg skrifað tvær kennslubækur í stærðfræði í samvinnu við Óskar Elvar Guðjónsson kennara. Gefum Höllu Björg orðið um starf sitt og aðdragandann að bókinni. „Fyrst kenndi ég eingöngu stærð- fræði, en haustið 1975 fékk ég minn fyrsta nemendahóp í tölvufræði. Skól- Tölvur eru framtíðin Vantar þig lesefni um tölvur? Skoðaðu úrvalið hjá okkur Auk þess fyrirliggjandi úrval af forritum og jaðartækjum fyrir flestar tegundir heimilistölva Bokabuð ^Braga Laugavegur 118. Símar TOLVUDEILD V/HLEMM Símar: 29311 og 621133 inn hafði haft tölvufræði sem valgrein frá 1972, en kennslan var í mjög nánum tengslum við stærðfræðina. Mér fannst erfitt að taka við þessari kennslu, bæði vegna þess að ekkert íslenskt námsefni var til um tölvur og engar vélar til að æfa sig á. Þessu mætti líkja við að kenna prjónaskap með því að sýna myndir af prjónum og lesa prjónauppskriftir! En kröfurnar voru aðrar en í dag og áhugi bæði nemenda og kennara ódrepandi og á því er víst hægt að komast ótrúlega langt. Rétt er þó að geta þess að við fengum nokkrum sinnum að nota tölvu Háskóla Islands á Iaugardagseftirmið- dögum en þessa sömu tölvu er nú að finna á Þjóðminjasafninu. Næst kenndi ég tölvufræði veturinn 1977-1978 og hafði þá til hliðsjónar bókina „Hvað er tölva?“ eftir Gunnar M. Hansson. Hún dugði hins vegar engan veginn fyrir heilan vetur. Þrauta- lendingin var því að kenna um tölvur og forritun án nokkurra hjálpartækja ann- arra en töflu og krítar og nokkurn veg- inn án þess að koma nálægt tölvum.“ Og Halla Björg heldur áfram: „Næsta vetur fór loks að komast skriður á málin, en þá fyrst komu á íslenskan markað litlar tölvur með lyklaborði og skjá sem voru á viðráðanlegu verði. Skólinn fjárfesti í einni slíkri vél. Mér gekk allvel að læra á vélina, en velti því jafnframt mikið fyrir mér hvernig best væri að kenna nemendum á hana. For- ritunarmálið var BASIC sem þá var ekki orðið jafn þekkt og útbreitt og nú. Því var mjög lítið til af bókum um þetta efni og auðvitað engin bók á íslensku en annað þýddi ekki að bjóða nemendum upp á. Smám saman fór ég því að útbúa námsefni handa nemendunum og fyrr en varði fyllti það heila möppu. Þegar um áramótin þennan vetur fóru aðrir skólar að falast eftir möppunni og það hvatti mig til að vinna hana og útfæra betur. Nú er búið að gefa bókina út einum 6 sinnum og oftast í endurbættri og aukinni útgáfu (nýjasta útgáfan er frá 1981). Fyrst gaf ég hana út sjálf með aðstoð M.S. en síðan tók bókaforlagið Iðunn við útgáfunni. Eg vann bókina að öllu leyti sjálf, vélritaði, handskrifaði og teiknaði. Við þetta varð hún kannske svolítið óvenju- leg í útliti, en að mínu áliti meira lifandi og persónulegri. Námsefni og kennsluhættir hafa breyst mikið á þessum stuttan tíma 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.