19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 10
þau störf kvenna sem teljast sjálfsagðir hlutir en ekki vinna. Ég hafði lengi í huga að setja saman bók um störf og stöðu kvenna. Þá hugsaði ég ekki langt aftur í tímann. Seinna fékk ég áhuga á formæðrum okkar allt frá landnámsöld, t.d. fornum lögum sem snerta konur. Konur eru mjög mikið nefndar í gömlu lögunum Grágás og Jónsbók. Það var til að ekki færi milli mála að réttur kvenna væri annar og minni en réttur karla. Mörg ár í smíðutn Frumdrögin að bók minni eru aðal- lega frá kvennaárinu f975. Þá flutti ég fjögur útvarpserindi um Verkakonur á íslandi í ellefu hundruð ár, og um haustið sama ár flutti ég á Kvennaráð- stefnu ASÍ og BSRB í Munaðarnesi er- indi sem nefndist Staða kvenna í at- vinnulífinu fyrr og nú. Ef litið er á efnisyfirlit bókarinnar sést glöggt hversu yfirgripsmikið verk er hér um að ræða. Fyrst er fjallað um stéttaskiptingu á íslandi. Síðan kemur kafli um húsmæður og þeirra störf sem greinist í sex undirkafla. Því næst er kafli um þjónustustörf og segir þar m.a. frá griðkonum, ölseljum, þvotta- og laugakonum, fóstrum og vökukonum. Þá er kafli sem ber yfirskriftina Eldhús og matur og er þar ítarlega fjallað um eitt helsta verksvið kvenna allt fram á okkar daga, en síðan fylgja þættir um ýmis störf kvenna sem nú heyra fortíð- inni til að öllu eða einhverju leyti. Má þar nefna eldsneytisöflun, áburð og vatnsburð, akuryrkju, ölgerð, berja- vinnslu, grasaferðir og matjurtarækt. Áttundi kaflinn heitir „Matarkista við Lýdháskólinn á Hvítárbakka i Borgarfirði var stofnaður árið 1905. Stofnandi skólans var Sigurður Þórólfsson, faðir Onnu Sig- urðardóttur. Húsfreyja skólans var Asdís M. Þorgrímsdóttir, móðir Önnu. 327 nemendur sóttu skólann á þeim 15 árum sem Sigurður rak hann. Ljósmynd Arni Böðvarsson. Myndin er líklega frá 1917. sjóinn" og segir þar frá selverum, reka- fjörum, sölvafjörum, eggverum og fuglaveiðum svo fátt eitt sé nefnt. Þessu næst er fjallað um Sjósókn og er þar að finna frásagnir af þekktum íslenskum sjókonum, svo sem Látra-Björgu. Landbúnaðarstörf skipa enn stærri sess en sjósóknin hvað snertir hlutdeild kvenna í fæðuöflun landsmanna og hér er að finna ítarlegan kafla um eðli þeirra starfa. Segir þar m.a. frá gæslu búpenings, heyskap, selstöðu, mjöltum og framleiðslu mjólkurafurða svo eitthvað sé nefnt. Af upptalningu þess- ari má ljóst vera hversu víða konur lögðu hönd á plóginn við að afla viður- væris og ala önn fyrir skylduliði sínu. Hér yrði of langt mál að rekja öllu frekar efni þessa viðamikla rits. Hefur þá ekki verið drepið á kafla sem greina frá klæðagerð, hannyrðum eða barns- burði, um kjör kvenna og laun frá upp- hafi byggðar allt fram yfir lýðveldis- stofnun 1944. Alls verður bókin milli 400 og 500 blaðsíður og fylgja henni heimildaskrár, nafnalisti og mynda- skrá. Fékk fæðingarorlof í tvo mánuði - Pú segist hafa byrjað að viða að þér efni til bókarinnar austur á Eskifirði. Hvernig bar þig þangað austur? „Ég fluttist austur haustið 1939 með manninum mínum, Skúla Þorsteins- syni, sem bauðst þar skólastjórastaða. Það var hálfu öðru ári eftir að við gift- um okkur. Ég vann þá við skrifstofu- og verslunarstörf og hafði næstum því sömu laun og maðurinn minn sem kennari. Við það að gifta mig datt ég út af skattskrá - og komst ekki á hana aftur fyrr en ég verð ekkja 1973 - en tekjum mínum var bætt ofan á tekjur eiginmanns míns og hann var síðan skattlagður sem einn maður. Þetta og margt fleira varð síðar til þess að skatta- mál hjóna urðu mér mikið umhugs- unarefni sem ég skrifaði greinar um, t.d. í Melkorku. Eftir að ég kom austur vann ég á Það er lán að skipta við SPAR/SJÓÐINN 5PARI5JDÐUR HAFNARFJARÐAR STRANDGÖTU 8-10 5PARI5JDÐUR HAFNARFJARÐAR NORDURBÆR REYKJAVÍKURVEGI66 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.