19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 43
framkomu og útsaum. En Ada Ágústa var orðin vel að sér í stærðfræði a.m.k. fimmtán ára gömul því móðir hennar sá henni fyrir völdum kennurum: sá, er kenndi Ödu stærðfræði var Ágústus de Morgan, þekktur maður á sínu sviði. Auk stærðfræðinnar er vitað, að Ada hafði mikinn áhuga á tónlist. Árið 1835 gistist Ada King lávarði, sem síðar varð greifi af Lovelace og hún þar með lafði Lovelace. Ekki vitum við, hvenær Ada komst í kynni við vísindamanninn Charles Babbage. En víst má telja, að stærð- fræðiþekking hennar hafi orðið til þess að hún gerðist samstarfsmaður hans. Charles Babbage starfaði m.a. að smíði greiningarvélar (Analytical Engine), sem gjarnan er nefnd formóðir nútíma- tölvunnar - reiknivél, sem tók við for- ritun. Pátíma tækni nægði þó ekki til að uppfylla kröfur um getu vélarinnar svo smíði hennar var aldrei lokið og draum- urinn um hana rættist ekki fyrr en með þróaðri tækni 20. aldarinnar. Ada Ágústa þýddi skrif Babbage um vél þessa af frönsku yfir á ensku og lét með fylgja eigin skýringar og athugasemdir, m.a. greinar um forrit fyrir vélina, sem Ada var sjálf höfundur að. Það er vegna þeirra greina, sem hún er talin vera fyrsti forritarinn. Bréfaskipti hennarog Babbage frá þeim tíma, er Ada vann að þessum skrifum, þykja sýna hlutdeild hennar í hönnum vélarinnar og jafn- vægi í samstarfinu. Ada Ágústa lést 36 ára gömul, jafn- gömul og faðir hennar var á sínu dánar- dægri. Af bréfum hennar má merkja, að hún saknaði þess að hafa ekki kynnst Byron og hún var samkvæmt eigin beiðni grafin við hlið hans. Byron orti saknaðarljóð til þessa eina skilgetna barns síns og á að hafa kallað nafn hennar á dánarbeði sínu. I heimild okkar er lítið annað sagt um persónu- legt líf þessarar konu, en til mun vera þó nokkuð af bréfum hennar á breskunt bókasöfnum. E.t.v. verður einhver tímann dustað af þeim rykið svo við fáum nánar að kynnast Ödu Ágústu. Annað eins hefur nú verið gert við ræður og rit brauðtryðjenda í gegn um tíðina! (Sjá: Datanyt, nr. 10, júní, 1983. „Annals of the History of Computing" eftir V.R Huskey ogH.D. Huskey. 43 Tölvufræðsla í skólum Hin öra tölvuvæðing, sem teygt hefur anga sína um allt efnahags- og atvinnulíf nútímans, kallar á breyt- ingar í skólum. Nú er svo komið að enginn getur leitt tölvuvæðinguna hjá sér og það er liðin tíð að tölvur og starfsemi þeirra sé aðeins fyrir fáa áhugasama um vélbúnað og tækni. Því vaknar spurning um hvernig staðið sé að menntun upp- rennandi kynslóðar í tæknivæddu umhverfi. 19. JÚNÍ leitaði upplýsinga um stöðu þessara mála hjá Önnu Krist- jánsdóttur lektor KHÍ og Herði Lárussyni deildarstjóra í mennta- málaráðuneytinu. Að hálfu ráðuneytisins hefur ekki enn verið mótuð stefna hvernig standa beri að fræðslu urn tölvur í skólunum. í kjölfarnefndarfrá 1982 voru á síðastliðnu ári skipaðir þrír starfshópar g vegurn ráðuneytisins til þess að vinna að undirbúningi tölvufræðslu. Hóparnir hafa nýlokið störfum og skilað áliti. Þessa stundina er því lítið vitað en unnið er að stefnumótun og með haustinu eiga línurnar að skýrast. Óráðið er á þessu stigi málsins hvort tölvufræðslan verður hluti af grunnskólanámi nemenda eða hvort tölvurnar verða einskorðaðar við framhaldsskólana. Allt bendir þó til þess að fyrst verði aðaláhersla lögð á að móta stefnuna á framhalds- skólastiginu. Fyrir tveimur árum var gerð könnun á tölvueign skólanna. í Ijós kom að allir stærri framhaldsskól- arnir höfðu tölvur en í grunnskól- unum taldist tölvueign til undan- tekninga. Anna Kristjánsdóttir leggur ríka áherslu á að engin námsskrárdrög verði lögð fram fyrr en kennarar séu betur undirbúnir til þess að takast á við kennsluna. Fyrst verði að mennta kennarana síðan að móta stefnuna. Hún telur að ákvörðun ntegi ekki taka án vandlegs undir- búnings um það hvernig tölvur nýt- ist best í grunnskóla og hvernig sé fjallað um þær. Ennfremur segir Anna: Grundvallarfræðsla fyrir marga er nauðsyn og verður aldrei af hólrni leyst með sérmenntun fyrir fáa. Menntun kennara er því algjört forgangsverkefni. Ráðuneytið undirbýr stefnu- mótun hvert beina skuli tækjabún- aðinum, hvort byrja skuli á framhaldsskólunum eða taka bæði skólastigin samhliða. Ráðuneytið getur þó ekki stjórnað þessum málum alfarið, þar sem ýmsir skólar verða sér úti um tækjabúnað eftir öðrum leiðum. Sveitastjórnarmenn kaupa jafnvel sjálfir tölvur til skól- anna og dæmi eru um að foreldra- félög eða aðrir aðilar hafi gefið skól- unt tölvubúnað. Þrýstingurinn á að innleiða tölvu- fræðslu í skólana er mikill. Spurn- ingin er því ekki hvort heldur hve- nœr tölvufræðslan verður að veru- leika? Því ætti ekki að fara fyrir tölv- unum eins og öðrum nýjungum í skólastarfi, sem íslenskir skólar hafa „næstum því hoppað yfir“. í því sambandi má nefna skólasjón- vörp, tungumálaver, myndbönd og vel útbúin skólabókasöfn. Sigrúti Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.