19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 69

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 69
taka. Síðast í nóvember voru lögð fram frumdrög að efnisskiptingu í væntan- legri greinargerð og 15. desember fengu nefndarmenn í hendur „Bráða- birgðaniðurstöður á athugun á launa- málum kvenna". Endanlegri greinar- gerð skiluðu þær 21. janúar ásamt til- lögum að efni í bækling, þar sem nokkur atriði úr könnunum eru dregin fram. Ber hann yfirskriftina „Nokkrar staðreyndir um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum“ og var gefinn út í 10 þús. eintökum og dreift á vinnustaði og á fundum. Útgáfan vakti athygli. Skulu hér til- færð fáein atriði úr greinargerð þjóð- félagsfræðinganna: „Atvinnuþátttaka kvenna hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1960. Á árinu 1982 voru rúmlega 67 þús- und konur með einhverjar launa- tekjur eða 80% kvenna (16 ára og eldri)“. f flestum atvinnugreinum hafa konur skemmri vinnudag en karlar. En þegar lagður er saman vinnutími heima og heiman er heildarvinnu- tími kvenna síst styttri en karla“. „Starfsval kvenna hefur verið og er enn mjög einhliða miðað við fjöl- breytileika vinnumarkaðarins. Konur eru fjölmennar í tiltölulega fáum starfsstéttum, þar sem karlar eru ekki eða eru í miklum minni- hluta". „Meðallaun kvenna á ársverk eru hæst hjá ógiftum konum 25-44 ára og samsvara þau meðallaunum 15- 19 ára ókvæntra karla og 70-74 ára kvæntra karla“. „í fjórum stærstu launþegasam- tökunum, ASÍ, BSRB, SÍB og BHM eru um 40 þúsund konur. Það samsvarar 48% félagsmanna við- komandi samtaka". í þessum niðurstöðum fengnum, var raunhæfur grundvöllur að starfi nefnd- arinnar lagður. Fjölmiðlar - Fjármál Þegar Framkvæmdanefndin var full- skipuð í lok október var fréttatilkynn- ing send fjölmiðlum og grein gerð fyrir nefndinni. Einstakir nefndarmenn fylgdu þessu eftir með stuttum greinum í helstu dagblöðum í Reykjavík. Hinn 21. nóvember 1983 undirrituðu allir aðalfulltrúarnir bréf sem sent var stéttarfélögum og samtökum launa- fólks, alls um 180 talsins. Gerð var grein fyrir tilurð og skipan nefndar- innar, markmiðum og leiðum og fyrstu verkefnum, m.a. að fyrirhuguð væru fundahöld víða um land á fyrri hluta ársins 1984. Mælst var til samstarfs og þess jafnframt getið að án fjármagns yrði fátt aðhafst. Síðan segir í bréfinu: „Með vísan til alls þess fjölda kvenna sent er innan raða verkalýðs- félaganna og þeirrar fullvissu okkar að launajafnrétti kynjanna í reynd sé eitt af sameiginlegum baráttumál- um allra stéttarfélaga í landinu, leyfum við okkur að snúa okkur til stéttarfélaga um land allt, heildar- samtaka launafólks, svo og kvenna- samtakanna í landinu, með ósk um framlag til stuðnings því málefni sem Framkvæmdanefndin hyggst beit sér fyrir.“ Bókmerkið sem Framkvæmdanefndin hefur látið búa til. Starfsmannafélagið Sókn og Verka- kvennafélagið Framsókn urðu fyrst til að svara málaleitan nefndarinnar og sendu hvort um sig fjárupphæð til starf- semi hennar, nokkrir aðrir hafa síðan fylgt á eftir. í desember lét Framkvæmdanefndin gera bókamerki úr silki með mynd af karli og konu á bát merktum vinnu- markaðinum, segjandi: „Róum jafnt á bœði borð“. Hefur sala gefið drjúgan skilding. Fundir með konum í samninga- nefndum Með tilliti til þess að kjarasamningar stóðu yfir á seinasta ársfjórðungi 1983 var afráðið að boða konur er sæti áttu í samninganefndum eða unnu að kjara- málum í sínum stéttarfélögum til sam- ráðsfunda. Dagana 9. og 12. janúar voru haldnir fundir með konum úr BSRB, BHM, ASÍ og SÍB. Fyrri dag- inn voru 3 fundir með 18 konum úr samninganefndum og síðari daginn 2 fundir sem 15 konur sóttu. Nefndar- menn skiptu með sér að sitja fundina og stýra þeim, voru oftast 4-5 fulltrúar Framkvæmdanefndar á hverjum fundi. Vegna eindreginna óska efndi Fram- kvæmdanefndin til sameiginlegs fundar með konum sem unnu að kjaramálum í stéttarfélögum. Laugardaginn 21. janúarsóttu hann um lOOkonur. Vegna þess hve skammur tími var til stefnu var aðeins unnt að boða konur af höfuð- borgarsvæðinu og nærliggjandi byggð- arlögum. I boðsbréfi sem sent var stjórnum félaga er meginviðfangsefni fundarins lýst svo: 1. Er launamisrétti kynjanna ríkj- andi innan aðildarfélaga þinna samtaka og í hvaða mynd birtist það? 2. Er um að ræða sameiginlegt bar- áttumál er snerta launamisrétti kynjanna og þá hver, sem konur innan allra heildarsamtaka launa- fólks geta beitt sér fyrir sameigin- lega? 3. Hvernig getur Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna best stutt við bakið á konurn í verka- lýðshreyfingunni og hvert á hlut- verk og verkefni Framkvæmda- nefndar að vera til að uppræta launamisrétti kynjanna? 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.