19. júní


19. júní - 19.06.1984, Page 69

19. júní - 19.06.1984, Page 69
taka. Síðast í nóvember voru lögð fram frumdrög að efnisskiptingu í væntan- legri greinargerð og 15. desember fengu nefndarmenn í hendur „Bráða- birgðaniðurstöður á athugun á launa- málum kvenna". Endanlegri greinar- gerð skiluðu þær 21. janúar ásamt til- lögum að efni í bækling, þar sem nokkur atriði úr könnunum eru dregin fram. Ber hann yfirskriftina „Nokkrar staðreyndir um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum“ og var gefinn út í 10 þús. eintökum og dreift á vinnustaði og á fundum. Útgáfan vakti athygli. Skulu hér til- færð fáein atriði úr greinargerð þjóð- félagsfræðinganna: „Atvinnuþátttaka kvenna hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1960. Á árinu 1982 voru rúmlega 67 þús- und konur með einhverjar launa- tekjur eða 80% kvenna (16 ára og eldri)“. f flestum atvinnugreinum hafa konur skemmri vinnudag en karlar. En þegar lagður er saman vinnutími heima og heiman er heildarvinnu- tími kvenna síst styttri en karla“. „Starfsval kvenna hefur verið og er enn mjög einhliða miðað við fjöl- breytileika vinnumarkaðarins. Konur eru fjölmennar í tiltölulega fáum starfsstéttum, þar sem karlar eru ekki eða eru í miklum minni- hluta". „Meðallaun kvenna á ársverk eru hæst hjá ógiftum konum 25-44 ára og samsvara þau meðallaunum 15- 19 ára ókvæntra karla og 70-74 ára kvæntra karla“. „í fjórum stærstu launþegasam- tökunum, ASÍ, BSRB, SÍB og BHM eru um 40 þúsund konur. Það samsvarar 48% félagsmanna við- komandi samtaka". í þessum niðurstöðum fengnum, var raunhæfur grundvöllur að starfi nefnd- arinnar lagður. Fjölmiðlar - Fjármál Þegar Framkvæmdanefndin var full- skipuð í lok október var fréttatilkynn- ing send fjölmiðlum og grein gerð fyrir nefndinni. Einstakir nefndarmenn fylgdu þessu eftir með stuttum greinum í helstu dagblöðum í Reykjavík. Hinn 21. nóvember 1983 undirrituðu allir aðalfulltrúarnir bréf sem sent var stéttarfélögum og samtökum launa- fólks, alls um 180 talsins. Gerð var grein fyrir tilurð og skipan nefndar- innar, markmiðum og leiðum og fyrstu verkefnum, m.a. að fyrirhuguð væru fundahöld víða um land á fyrri hluta ársins 1984. Mælst var til samstarfs og þess jafnframt getið að án fjármagns yrði fátt aðhafst. Síðan segir í bréfinu: „Með vísan til alls þess fjölda kvenna sent er innan raða verkalýðs- félaganna og þeirrar fullvissu okkar að launajafnrétti kynjanna í reynd sé eitt af sameiginlegum baráttumál- um allra stéttarfélaga í landinu, leyfum við okkur að snúa okkur til stéttarfélaga um land allt, heildar- samtaka launafólks, svo og kvenna- samtakanna í landinu, með ósk um framlag til stuðnings því málefni sem Framkvæmdanefndin hyggst beit sér fyrir.“ Bókmerkið sem Framkvæmdanefndin hefur látið búa til. Starfsmannafélagið Sókn og Verka- kvennafélagið Framsókn urðu fyrst til að svara málaleitan nefndarinnar og sendu hvort um sig fjárupphæð til starf- semi hennar, nokkrir aðrir hafa síðan fylgt á eftir. í desember lét Framkvæmdanefndin gera bókamerki úr silki með mynd af karli og konu á bát merktum vinnu- markaðinum, segjandi: „Róum jafnt á bœði borð“. Hefur sala gefið drjúgan skilding. Fundir með konum í samninga- nefndum Með tilliti til þess að kjarasamningar stóðu yfir á seinasta ársfjórðungi 1983 var afráðið að boða konur er sæti áttu í samninganefndum eða unnu að kjara- málum í sínum stéttarfélögum til sam- ráðsfunda. Dagana 9. og 12. janúar voru haldnir fundir með konum úr BSRB, BHM, ASÍ og SÍB. Fyrri dag- inn voru 3 fundir með 18 konum úr samninganefndum og síðari daginn 2 fundir sem 15 konur sóttu. Nefndar- menn skiptu með sér að sitja fundina og stýra þeim, voru oftast 4-5 fulltrúar Framkvæmdanefndar á hverjum fundi. Vegna eindreginna óska efndi Fram- kvæmdanefndin til sameiginlegs fundar með konum sem unnu að kjaramálum í stéttarfélögum. Laugardaginn 21. janúarsóttu hann um lOOkonur. Vegna þess hve skammur tími var til stefnu var aðeins unnt að boða konur af höfuð- borgarsvæðinu og nærliggjandi byggð- arlögum. I boðsbréfi sem sent var stjórnum félaga er meginviðfangsefni fundarins lýst svo: 1. Er launamisrétti kynjanna ríkj- andi innan aðildarfélaga þinna samtaka og í hvaða mynd birtist það? 2. Er um að ræða sameiginlegt bar- áttumál er snerta launamisrétti kynjanna og þá hver, sem konur innan allra heildarsamtaka launa- fólks geta beitt sér fyrir sameigin- lega? 3. Hvernig getur Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna best stutt við bakið á konurn í verka- lýðshreyfingunni og hvert á hlut- verk og verkefni Framkvæmda- nefndar að vera til að uppræta launamisrétti kynjanna? 69

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.