19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 55

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 55
Bjarnfríður Leósdóttir, uaraformaður Verkalýðsfélags Akraness segir: Konum uar verulega ógnað í seinustu samningum Ég slæ á þráðinn til Bjarnfríðar Leósdóttur á Akranesi og spyr hvort hún telji að jafnréttisumræðan hafi haft áhrif á samskipti kynjanna. „Já, það held ég að sé óhætt að fullyrða" svarar Bjarnfríður. „Hún hefur haft margvísleg áhrif, bæði jákvæð og neikvæð. Pað er jákvætt að fólk hefur vaknað til umhugsunar um veruleikann. En aftur á móti bryddar á því að karlar séu hræddir og viðbrögðin verði stundum öðru- vísi en þeir hefðu sjálfur viljað. Ótt- inn hefur þau áhrif að þeir skopast að hlutunum. Maður verður oft var við hálfkæringsviðbrögð hjá stálp- uðum strákum. Þeir reyna að ofbjóða stelpunum með karl- mennskutali og látum. Kannski hafa konur líka oft á tíð- um gengið lengra en þær hefðu viljað. Sonum okkar getur fundist að þeim sé ógnað í hita jafnréttis- umræðnanna. Petta verkar sterkt á suma og veldur þjáningu. Ég hef heyrt ungan mann segja við móður sína með undrun í röddinni: „Mamma, er ég virkilega svona?“ Bjarnfríður Leósdóttir. (Tímamynd). Mér finnst vera mikill órói í þjóð- félaginu. Konum var verulega ógnað í seinustu samningum. Kon- urnar sem vinna í bónus eru einu launþegarnir í verkalýðshreyf- ingunni sem settir voru á taxta sem er fyrir neðan iágmarkslaun. Ótti karla brýst út í þeirri óbil- girni sem konum er sýnd og meiri hörku en hægt er að skýra með venjulegum rökum.“ Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar: Félög eins og Framsókn og Dagsbrún verði sameinuð „Já - jafnréttisumræðan hefur út af fyrir sig haft áhrif á samskipti kynjanna. Ef litið er hinsvegar á þann þátt sam- skiptanna sem kjarabaráttan er, þá hafa ekki átt sér stað miklar breytingar, einkanlega ekki hjá almennu verka- fólki,“ segir Pröstur Ólafsson. „Áhrif- anna gætir þó meir hjá samstæðum smærri hópum og einstaklingum, þar sem hefðbundnar aðferðir kjarabarátt- unnar eru auðveldari viðfangs. Ein- stakir hópar kvenna í margskonar þjón- ustustörfum hafa náð nokkrum árangri, en staða kvenna í heild á vinnu- markaðnum hefur ekki batnað nema óverulega. Þar kemur margt til: Lögmál framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaðnum, en vinnuframboð kvenna hefur stóraukist að undan- förnu. Einnig tel ég að jafnréttisum- ræðan hafi snemma farið í óheppilegan farveg, þegar karlmanninum var stillt upp sem höfuðandstæðingi konunnar, en stéttaraðstæðum gleymt. Jafnréttis- umræðan beindist þannig beinlínis gegn karlmanninum en ekki gegn þjóð- félagsaðstæðunum. Kvennabarátta og stétta- barátta eru ekki þad sama „Petta er á vissan hátt skiljanlegt þegar haft er í huga að frumkvöðlar jafnréttisumræðunnar hérlendis voru konur úr millistétt, sem fátt áttu sam- eiginlegt nema löngun og þörf til að hasla sér völl á því sviði vinnumarkaðar- ins, þar sem samkeppnin var þegar hörð milli karlanna sjálfra, sem þar réðu lögum og lofum. Heilsteypt póli- tísk eða stéttarleg afstaða gat ekki myndast undir þeim kringumstæðum. Konur eru ekki og geta ekki orðið þjóð- félagsstétt. - Ég vil minna á að Kvenréttindafélag íslands stofnaði Verkakvennafélagið Framsókn árið 1914, en það var fyrsta verkakvennafélagið hér á landi, og það voru svokallaðar millistéttarkonur í Þröstur Ólafsson. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.