19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 77

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 77
Börn hafa mikla ánægju af tölvum. (Ljósmynd Anna Gyða Gunnlaugsdóttir). leika og langanir ráða einhverju um verkaskipti sín við aðdrætti og það hlut- verk að annast um sig og sína. Konur hafa nýtt sér létt vinnuálag inni á heimilum til þess að leita út á almennan vinnumarkað og jafnframt að leita sér meiri menntunar og nýta hana. Heimilin hafa nýtt sér möguleika hljómflutningstækja og myndflutnings- tækja þótt segja megi með sanni að þar hafi ekki alltaf verið mikilli vandfýsni fyrir að fara í vali efnis. Og nú ber tæknin enn að dyrum en í þetta sinn á þeim stöðum sem margar konur afla sér tekna. Störf sem þær hafa unnið eru allt í einu orðin tölvutæk og það sem meira er þau eru stundum betur af hendi leyst þannig. Hvernig bregðast þessar konur við? Ekki er óeðlilegt að sumar spyrji sjálfar sig hvað þær eigi að gera þegar starfið er ekki lengur til sem mannsstarf. Ekki er óeðlilegt að þær spyrji hvaða starf þær geti unnið í stað- inn. Ekki er óeðlilegt að þær spyrji hvernig þær eigi að læra til nýs starfa. Og ekki er óeðlilegt að þær spyrji hver muni hagnast á þvf að breyta starfinu úr mannsstarfi í viðfangsefni tölvu. Og í framhaldi af því erekki óeðlilegt að þær bregðist við á neikvæðan hátt og sakir skorts á upplýsingum og öryggi um framtíðarvinnu standi þær í vegi fyrir framförum sem gætu orðið öllum til góðs ef vel er á málum haldið. En hvaða jákvæðu kostir geta verið samfara tæknibyltingu? Og að hvaða þáttum þurfum við að hyggja í því þró- unarsamfélagi sem fram undan er? Símenntun verður eðlilegur þáttur í lxfi hvers og eins, ekki aðeins nokkurra for- réttindastétta. 'Það verður eðlilegt að skipta um starf oftar á ævinni. Konur fylgist með Við getum vænst þess að tækni- byltingin sem að þessu sinni ræðst gegn allmörgum kvennastörfum verði til þess að rífa niður einhverja þá múra sem verið hafa milli karlastarfa og kvennastarfa. Að hún verði til þess að þrýsta konum frekar en orðið er inn í ýmis þau störf sem verið hafa kennd við karla af gamalli hefð og einnig til að þrýsta körlurn inn í mörg störf sem varða mannleg samskipti svo sem fræðslumál og fleiri slík með aukinni sýn á mikilvægi þeirra. Hvernig geta konur stuðlað að því að svo megi verða? Ýmsum hugmyndum hefur verið haldið á lofti og eru þær mis- hyggilegar. Það er t.d. engin ástæða til þess að allar konur læri að forrita. Það er engin ástæða til þess að allar konur læri rafeindatækni. En það er ástæða til þess að konur fylgist með aðstæðum á vinnustað sínum, setji sig nægilega vel inn í tölvumál til þess að skilja hvers eðlis þau störf eru sem tölvuvæða má og hvaða áhrif slíkar aðgerðir hafi á vinnu- umhverfi þeirra og starfsvettvang. Það krefst nokkurrar innsýni í möguleika tækninnar en þó umfram allt skilnings á eðli þeirra verka sem unnin eru og hvernig vinna megi þau á hagkvæman máta fyrir alla. Tæknivæðingin á heimilum hefur m.a. gengið fyrir sig á jákvæðan hátt vegna þess að stjórnendur heimilanna þekktu verkin sem þar þurfti að vinna og sáu glöggt hvernig mátti hagnýta sér tæknina. Hvaða störf mun verða um að ræða í Texti: Anna Kristjánsdóttir 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.