19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 80

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 80
Bókmenntir Sögur um mig og þig Vigdís Grímsdóttir: TÍU MYNDIR ÚR LÍFI ÞÍNU sögur um þykjustuleik og alvörudrauma. Útgefandi: Svart á hvítu og í samvinnu viö Metra. Rcykjavík 1983. 91 bls. Smásagnasafn Vigdísar Grímsdóttur, sem út kom fyrir jólin síðustu, hefur fengið sér- lega góðar viðtökur lesenda og afbragðs dóma gagnrýnenda dagblaðanna og ekki að ástæðulausu. Þessi fyrsta bók höfundar ber engan byrj- endabrag en er skrifuð af listfengi og ögun. Sögurnar tíu eru tengdar með stuttum ljóðum eða Ijóðabrotum í stað fyrirsagna. Eitt þeirra er svona og fer fyrir sögu af sjálfs- morðshugleiðingu: Ég sé þau flaksast í vindinum lökin þjóta alein að húsabaki alein að húsabaki • eins og orð þín vina mín (39) Allar fjalla sögurnar um konur, konur á ýmsum aldri, konur af ólíkri þjóðfélagsstétt og í margvíslegum kringumstæðum. Sögurnar eru afar hógværar, stundum hlé- drægar, í annan tíma ógnþrungnar, en alltaf persónulegar og næmar. Og viðkvæmar eru þær án væmni, eru fremur á verði gagnvart ofhlæði tilfinninganna, tilbúnar að lokast eins og skel ef einhver ætlar að stinga í rós- rautt hjartakjötið. Sögurnar fjalla með ýmsum tilbrigðum um líf konunnar og drauminn, sem gerir lífið bærilegt. Höfundur notar draumaheiminn við hlið vökuheimsins eins og hann sé jafn- vígur og sýnir okkur raunveruleg dæmi þess að svo sé. Draumurinn læknar hvort sem hann rætist eða ekki. Dagdraumar líka. í inngangi sagnanna talar konan við elsk- hugann eða Iesandann. Höfundur notar þar, eins og í sjálfum sögunum, ofurraunsæi í lýs- ingum, fléttar inn forn minni ævintýra, Rauðhettu, nornina, draumfarir og ástar- leiki og samruna blóðsins í orðsins fyllstu merkingu. Kaflanum lýkur á orðunum: „Ég fel mig á bak við þig og innan í þér.“ (Gæti veri lýsing á KONUNNI frá upphafi í sam- skiptum sínum við MANNINN). „Lestu lengur." (6) segir þar og er það áskorun til lesanda, mannsins, elskhugans, kvalarans eða hvaða myndar sem hann nú velur sér. Að sögunum loknum er spurt: „En hver er ég?“ Þessu leitast höfundur við að svara undanbragðalaust í sjálfum sögunum. í hverri sögu tekst skáldkonan á við næstum óbærilega þraut sögupersónunnar. Það er til dæmis skelfing telpunnar í fyrstu sögunni. Foreldrar hennar eru skilin og hún er hjá móður sinni, sem þarf að vinna utan heimilis og auðvitað þvæla telpunni með sér Vigdís Grímsdóttir. á morgnana í gæslu, hvernig sem viðrar. Telpan vætir rúmið á hverri nóttu, þó hún ætti að vera vaxin upp úr því, og á lesandinn auðvelt með að tengja það atferli óttanum í hug telpunnar sem m.a. birtist í draumum hennar um að mamma hennar liggi dáin í þröngum „blómakassa". í niðurlagi sög- unnar rætist ósk telpunnar í draumi: foreldr- arnir eru ástfangin og sameinuð á ný. Ræður fólk lífi sínu sjálft? Eða er það þol- andi umhverfis og aðstæðna? Um þetta er fjallað í nokkrum sagnanna, m.a. þeirri um „hávöxnu konuna, grönnu og útlimalöngu" sem átti sér einskis vant og var fullkomlega ánægð en sagði þó við sjálfa sig með nokkru stolti: „...hefði ég ekki gifst Páli fyrír 20 árumhefðiégorðiðskáldkona". (20). Hérer hárfín skilgreining og fordómalaus á yfir- stéttarkonunni, em margir kvenrithöfundar nota óspart til að skopast að. í sögunni, sem hefst á bls. 63 á Ijóðabrotinu: Elskan visin lilja í jakkavasa karlsins í kassanum. segir frá konunni, sem skrifar karlmann- inum, vini sínum, bréf og sendir honum það sem hún hefur verið að semja og biður hann um álit á skrifunum: „Ég veit líka að þú sem hefur svo fastmótaðar skoðanir og óbrjálaða sannfæringu hugsar með þér að þetta sé enn einn vællinn frá enn einni konunni sem haldi að hafi hún bara nægan tíma, þá geti hún gert næstum hvað sem er.“ (66). Þetta er flott saga um aðstöðuleysið margumtalað, þegar „sérherbergið" vantar. Sagan er þannig upp- byggð að hún orkar sterkt til mótvægis við sífur hins tímahrakta og býr yfir mikilli innri spennu. Höfundur bregöur margs konar ljósi á þykjustuleikinn, þetta aldagamla ráð til að Iifa af. í einni sögunni er það gömul kona, ekkja með allan heimsins tíma, sem byrjar að undirbúa komu sonar síns á mánudegi hafi hann sagst ætla að koma næsta sunnu- dag. Hún talar hljóðlaust við ungan mann sem hímir reykjandi handan götunnar og gónir upp í gluggann til hennar, að hún heldur. Sagan hefst á þessu ljóðkorni: Ég lét sem það sé Ijóð í vasa mínum Uggur og hræðsla eru aldrei fjarverandi í mannlífinu. Ekki heldur í þessum sögum. Óttinn er næstum áþreifanlegur í sögunni um drykkfelldu konuna, sem vanmáttug og niðurlægð mátti þola nauðgun og barsmíð frá hendi ofstopafulls eiginmanns. En samskipti manna eru ekki alltaf óþol- andi. Jafnvel hið illa getur að einhverju leyti verið gott. Sagan um stúlkuna sjö ára, hugar- heim hennar og samlíf með fjölskyldu sinni og þá sérstaklega föður sfnum, er sterk saga og látlaus um ást föður og dóttur. Sögur Vigdísar eru einstaklega þrungnar tilfinningu frásegjenda, kvennanna - ungra og gamalla - sem taka örlögum sínum á mis- munandi hátt: „Ég rugga mér fram og aftur í stólnum og finn glöggt til valds míns og styrkleika." segir bankastýran í sögunni á bls. 79. Þetta er frábær saga um tvær konur, bankastýruna og þvottakonuna, sem báðar sitja og standa í skugga valdsins og eru hræddar við að missa vinnuna, og þar með öryggið. Hræðslan gerir menn vonda. Þær eiga margt sameiginlegt, húsbóndinn og þrællinn. I annarri sögu segir konan: „Þegar mér líður veruleg illa fer ég inn á baðherbergi og loka að mér.“ (73); Þriðja „Það gagnar ekk- ert að drepa sig - segi ég lágt, set bómull í sárið og þurrka blóðið af speglinum. Þegar ég hef gljáfægt hann og pússað stend ég lengi kyrr og horfi á sjálfa mig. Ég rek tunguna framan í spegilinn og gretti mig.“ (45). Hin fjórða: „Þú mátt ekki halda að ég hafi verið óhamingjusöm. Þvert á móti. Við höfðum alla tfð nóg fyrir okkur að leggja." (28). Þessar sögur um þykjustuleiki og alvöru- drauma eru einstaklega áleitnar hugmynda- ríkar og fjölbreyttar, þar sem höfundurinn geymir sig á bak við hinar ólíkustu persónur og bregður víða upp stækkuðum myndum eins og ofurraunsæjunt sem vekja allt að því ofboð manns eins og kíkt sé í smásjá. En engu er þar ofaukið, því allt er ekta - þótt skáldskapur sé - og uppfullt af þessu óskil- greinanlega einhverju sem ljómar af allri góðri list. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.