19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 9

19. júní - 19.06.1987, Page 9
Vigdís forseti í gestastofu í húsi embættis forseta íslands við Laufásveg. (Ljósmynd Rut Hallgrímsdóttir). hingað í starfskynningu? Þær geta valið sér starfskynningu í skólanum. Það kornu margar til mín þegar ég var hjá Leikfélaginu á sínurn tíma og núna óska þó nokkrar stelpur eftir því að fá að fara í starfskynningu á skrifstofu forseta íslands." - Nú ert þú þannig orðin fyrir- ntynd heillar kynslóðar og jafnvel heillar þjóðar. En hvaða fyrirmyndir áttir þú sjálf í æsku? „Ég ólst upp á kreppuárunum og í stríðinu. Ég dáðist að fólki sem var vel að sér og ég dáðist líka fjarska mikið að þessari ímynd fegurðarinnar sem voru leikkonur þeirra tíma. Þær voru ekkert sérstaklega góðar leikkonur. Þær voru bara svo falleg- ar. Ég held að þetta hafi verið svona í og með vegna þess að ég var heldur óánægð með útlitið. Ég átti svo fríð- an og fallcgan bróður en sjálf var ég afskaplega frekknótt og með skakkar tennur og ég var með strítt, renni- slétt, rauðleitt hár og ekkert af þessu þótti sérstaklega fínt í þá daga. Sennilega minnti ég talsvert á hana Línu langsokk. Ef til vill fannst mér ég heldur ekki nógu klár, skemmtileg og sniðug. Ég er af þeirri kynslóð að það var ekkert verið að hæla manni. Ég var ekki alin upp við það að fá sérstaka viðurkenningu. Það var ekki til siðs á mínum bæ. Ég var síðbúið barn en foreldrar mínir, þau Finn- bogi Rútur Þorvaldsson og Sigríður Eiríksdóttir, voru komin fast að fertugu þegar ég fæddist. Þau voru af ungmennafélagskynslóðinni. Ég ólst 9

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.