19. júní


19. júní - 19.06.1987, Side 10

19. júní - 19.06.1987, Side 10
„Ég átti svo fríðan og fallegan bróður.“ Mynd frá árinu 1949 af Vigdísi og Þorvaldi bróður hennar, en hann lést af slysförum árið 1952. ekki upp í neinu dekri en ég var alin upp við mikla kærleika. Það þótti sjálfsagt að maður væri heiðarlegur og duglegur og við áttum að bera okkur vel. Fjölskyldan var mikið saman á heimilinu og pabbi og mamma höfðu fjarska gaman af því ef við krakkarn- ir vorum eitthvað skemmtileg. Ég var mikil hermikráka þegar ég var lítil og ég naut þess að skemmta þeim með því að herma eftir stjórnmálamönn- um og ráðherrunum í ríkisstjórninni. Ég gekk eins og Ólafur Thors, byrsti mig eins og Hermann Jónasson og ég hermdi eftir Jónasi frá Hriflu. Ég hafði heyrt í þessum mönnum í út- varpinu og ég man að ég hermdi eftir þeim eins og ég sá þá á teikningunum í Speglinum. Ég hafði gott minni og mundi afmælisdaga kónga og keisara og gat romsað þessu upp úr mér full- orðna fólkinu til mikillar skemmtun- ar. Ég þótti snemma stjórnsöm og var leiðandi í leikjum og var oft driffjöðr- in í því að leika leikrit í afmælisboð- um. Foreldrar mínir áttu fasta miða í Iðnó og tóku okkur systkinin með í leikhúsið. Það voru dýrlegar stundir. Áhuginn á leiklist vaknaði snemma." Inga og Jón Ólafsbörn í Geldinga- holti í Gnúpverjahreppi voru um tvítugt þegar Vigdís kom þangað fyrst tíu ára gömul árið 1940, en þar dvaldi hún sjö sumur. Þau segja að Vigdís hafi verið glöð og jákvæð og afskaplega skemmtilegt og elskulegt barn. Hún var bæði hispurslaus og ráðagóð og fljót að svara fyrir sig og Inga segir það hafi alltaf verið gaman 10 að fá bréfin frá henni því þau voru svo skemmtilega stíluð. Afar kært var með Pálínu, móður þeirra systkina, og Vigdísi og að sögn Ingu var sú vin- átta gömlu konunni mikils virði, ekki síst hin síðari ár, líkt og akkeri sem hægt var að liggja við. HÚN FRÚ SIGRÍÐUR MÍN Hvaða manneskja hafði mest áhrif á þig í æsku og á þínum mótunarárum? Vigdís hugsar sig um góða stund áður en hún svarar. „Það höfðu sjálfsagt margir áhrif á mig í æsku. Pabbi var ákaflega sterkur persónu- leiki og einlæg gestrisni föðurforeldra minna og föðursystra hafði djúp áhrif á mig. Það var eins og þetta fólk gæti aldrei gert gestum nóg til góða. Áðan talaði ég um hin sterku áhrif hennar fröken Guðrúnar í Landakoti. En ætli það hafi nú ekki fyrst og síðast verið hún mamma sem hafði áhrif á mig. Hún var hugsjónabaráttumann- eskja og sannkölluð heimskona, hún frú Sigríður mín, og hún hafði áhuga á öllu milli himins og jarðar, - nema ef til vill nútímatónlist! Hún hafði feikilegan ræktunaráhuga, var mikill friðarsinni og framúrskarandi hann- yrðakona svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst núna, þegar móðir mín er gengin og ég komin á miðjan aldur, að hún hafi haft miklu meiri áhrif á mig en ég hef viljað viðurkenna til þessa dags. Áhrifin fólust kannske sumpart í því að það fór svo óskap- lega í taugarnar á mér ýmislegt sem hún var að gera. Ég þoldi ekki kven- félög og hét því að ég skyldi aldrei ganga í kvenfélag og ég stóð við það mjög lengi. Ég þoldi yfirleitt ekki fé- lög af því að hún var svo mikil félags- vera. Hún mamma var svo sjálfstæð, hafði svo sjálfstæðar skoðanir og var svo afskaplega dugleg. Hún var for- maður Hjúkrunarfélagsins Líknar í 25 ár og stjórnaði heimahjúkruninni, sem hafði nokkrar hjúkrunarkonur á sínum vegum, og var sú starfsemi rekin árum saman heiman frá mér. Ég var ekki gömul þegar ég fór að skrifa niður í bók beiðnir um heima- hjúkrun og ég man hvað ég þurfti oft að skrifa orðið clysma sem þýðir stólpípa á latínu. Það er annars skrýt- ið hvað maður man,“ segir Vigdís og brosir þegar hún minnist þessara löngu liðnu daga. „Móðir mín var h'ka formaður Félags íslenskra hjúkr- unarkvenna í 36 ár, hún var reyndar fyrsta íslenska konan sem gengdi því starfi, og hún kenndi bæði í Kvenna- skólanum og Húsmæðraskólanum. Hún var alla tíð útivinnandi. Mamma vann líka ákaflega mikið heima og ritvélin var á borðstofu- borðinu og pappírunum raðaði hún á stólana í borðstofunni. Mér þótti þetta ægilega erfitt af því að það var öðruvísi en hjá öðrum þar sem mæð- urnar unnu ekki að svona störfum heima. Þegar foreldrar mínir fengu sér ný borðstofuhúsgögn lét mamma „Er nú litla stúlkan mín orðin forscti,“ varð frú Sigríði að orði þegar úrslit kosn- inganna voru orðin Ijós árla morguns 30. júní 1980. Myndin af þeini mæðgum var tekin á 50 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarkvenna árið 1969. smíða handa sér sérstakt skatthol eða hirslu til þess að geta haft pappírana sína á vísum stað því auðvitað hafði pabbi kontórinn fyrir sig. Það voru alltaf hjá okkur stúlkur vestan af Fjörðum sem höfðu her- bergi og hjálpuðu til á morgnana. Þær voru á einhverjum námskeiðum á kvöldin og það merkilega var að mamma hafði þau áhrif á margar þeirra að þær urðu hjúkrunarkonur.“ - Langaði þig aldrei að verða hjúkrunarkona eins og mamma þín? „Nei, nei, mér datt það aldrei í hug,“ segir Vigdís með áherslu og bætir við brosandi: „Ég gat frekar hugsað mér að verða skipstjóri, þegar ég var lítil, til þess að komast ókeypis út í heim og fá að ráða hvert skipið færi. Seinna var ég reyndar um tíma að hugsa um að læra læknisfræði, en

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.