19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 11

19. júní - 19.06.1987, Síða 11
svo varð útþráin sterkari í mér og mikið er ég nú fegin að ég tók þá ákvörðun. Á heimilinu var endalaust verið að ræða um þjóðfélagsmál og heimsmál- in. Foreldrar mínir höfðu bæði verið við nám erlendis og móðir mín hafði ferðast nokkuð víða eftir að hún lauk hjúkrunarnámi. Hún fór til dæmis til Vínar og Berlínar eftir fyrra stríðið og vann þar við hjúkrun. Hún var svo forvitin hún móðir mín um heims- hagi. Þegar stríðið braust út hafði það ákaflega mikil áhrif á mig og ég man alveg gang stríðsins frá 1939 og þar til því lauk. Það var mikið talað um stríðið heima hjá mér. Alveg frá því ég man eftir mér var ég að hugsa um að ég yrði einhvern tíma að kom- ast út í heim, því ég gat ekki hugsað mér lífið án þess að ég fengi að kynn- ast öðrum löndum. Og mér auðnaðist það. Maður á að reyna að veita sér að læra það sem mann langar til snemma á ævinni ef mögulegt er. Menn eiga ekki að vera bráðlátir á þeim árum og telja sig ekki hafa nægan tíma. Ég sé til dæmis alltaf eftir því að ég skyldi ekki fara í nokkra mánuði til Þýska- lands, en mér fannst þá ég ekki hafa tíma til þess. Hefði ég gert það væri ég hraðfleyg á þýsku núna í stað þess að vera sisona bjargálna. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, en ég veit það núna, að tungumál liggja vel fyrir mér.“ LEIKHÚSIÐ VAR GÓÐUR SKÓLI vernig hafa menntun þín og fyrri störf nýst þér sem undir- búningur undir forsetaembætt- ið? „Ég tel þau hafa komið mér þó nokkuð til góða. Ég lærði tungumál, bókmenntir og leiklistarsögu og ég var leiðsögumaður erlendra ferða- manna pm ísland á sumrin um árabil. í erlendum blaðaviðtölum er ég oft spurð að því hvernig mér, sem var leikhússtjóri, hafi dottið í hug að fara frá því að stjórna lcikhúsi í slíkt embætti. Því svara ég jafnan að þar sem hvergi er til neinn skóli þar sem hægt er að læra til forseta, þá viti ég ekki hvað gæti verið bctri undirbún- ingur vegna þess að í leikhúsinu er maður alltaf að skilgreina mannver- una, bæði andspænis annarri mann- veru, mannveruna í ákveðnum að- stæðum og mannveruna andspænis þjóðfélaginu og þjóðfélagið and- spænis mannverum og þetta er ná- kvæmlega það sem er starf forseta íslands. Það er að reyna að skilja fólk Forsetinn á Bessastöðum. (Ljósmynd Siguröur Þorgeirsson). og þjóðfélagið sem við lifum í og starfa í samræmi við það. í embættinu hef ég lagt mig talsvert eftir því að lesa um stjórnmál og gera mér far um að skilja af hverju stjórn- málin og flokkapólitíkin eru eins og þau eru og af hverju verða í þeint snöggar sveiflur. Stundum tekur allt skyndilega kúvendingu, einn flokkur hrynur og annar verður til. Ég hef ákaflega gaman af að lesa um fortíð- ina og það er ekkert launungarmál að Jón Sigurðsson er sú peróna í íslands- sögunni sem ég dái mest og hef löng- um hugsað mest til enda þótt hann hafi ekki verið alfullkominn fremur en aðrir menn.“ Á BESSASTÖÐUM Bessastaðir á Álftanesi hafa verið nátengdir örlagasögu þjóðarinnar allt frá því á 13. öld er jörðin var í eigu Snorra Sturlusonar, en eftir víg hans 1241 sló Hákon konungur Hákonarson eign sinni á Bessastaði sem þannig varð fyrsta jörðin á íslandi sem komst í konungseign. Saga Bessastaða í ald- anna rás er efni í margar bækur. Embættisbústaður forseta íslands á Bessastöðum er eitt af elstu húsum landsins, en það var byggt 1767 sem stiftamtmannssetur. Á fyrri hluta 19. aldar var lærði skólinn þar til húsa, en síðan voru Bessastaðir í einkaeign í tæpa öld eða þar til íslenska ríkið eignaðist jörðina, hinn gamla kon- ungsgarð, um 1940. Mér leikur forvitni á að vita hvern- ig sé að búa á slíkum stað og spyr því Vigdísi um það og hvort einhverjar af þeim sögufrægu persónum sem tengdar eru sögu Bessastaða séu henni nákomnari en aðrar. „Segja má að maður sofi á fortíð- inni á Bessastöðum og þar er gott að búa. Hugleiknastir allra sem hafa verið á Bessastöðum eru mér Grímur Thomsen, sem fæddist þar og bjó þar lengi, og Jónas Hallgrímsson og þeir Fjölnismenn sem voru í Bessastaða- skóla. Þeir reyndu að hefja hugi ís- lendinga upp til frelsishugsjóna og framtíðarsýnar þótt þeir gerðu sér vel ljóst að frelsisdraumarnir myndu ekki rætast meðan þeir lifðu. Það hefur reynst mér notadrjúgt að fara í smiðju til þessara manna." Vigdís og Jóhanncs Páll páfi II í Vatikaninu í október 1986. Páfi færir henni að gjöf þrjá minnispeninga, sem eru persónutákn hans, úr gulli, silfri og kopar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.