19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 13

19. júní - 19.06.1987, Síða 13
Börnin sýna aft þeim þykir vænt um l'orscta sinn og hún gróöursetur tré með þeim á fcrftum sínum um landift árunum. Hugsaðu þér, ég hef aldrei þurft að afboða ncitt af skylduverk- um í embættinu. Auðvitað fæ ég háls- bólgu og kvef eins og annað fólk en læt rríig þá bara hafa það ef ég er stödd einhvers staðar í opinberum erindagjörðum. í hversdagslífinu er ég vandlát á það sem ég læt ofan í mig. Ég borða hollan mat og hreyfi mig eins mikið og ég get. Ég geng mikið og helst í þýfi til þess að fá hreyfinguna sem mér finnst vera lyk- illinn að andlegri og líkamlegri vellíð- an. Ég lifi tiltölulega reglusömu lífi og síðast en ekki síst set ég mér það að fara nrjög snemma að sofa a.m.k. einu sinni í viku.“ LEIÐIST ALDREI vernig verðu tómstundunum sem gefast? „Þegar ég er ekki að sinna embættisstörfum lifi ég svip- uðu lífi og allir aðrir og ég eyði eins miklum tíma og ég get með Ástríði, dóttur minni. Ég reyni alltaf að forða henni frá-því að þurfa að deila mér með opinberum störfum og held henni utan við opinbert líf eftir bestu getu. Mér jrykir gaman að clda sjálf matinn þegar ég get fyrir okkur mæðgurnar. Mér lciðist aldrei. Ég er mikill lestrarhestur og hef aldrei of mikið af bókum í kringum mig, og er með margt í takinu í cinu. Við förunr í leikhús og í bíó og ég nýt þess að fara á tónleika. Svo hef ég mjög gam- an af að fara á námskeið, fyrirlestra og ráðstefnur. Ég er eins og þyrst nranneskja ef ég kenrst í nýjan fróð- leik og það hef ég erft frá henni móð- ur minni. Hún var stöðugt að kynna sér eitthvað nýtt og var alltaf að skottast út á einhver námskeið. Ég er orðin mjög vandlát á sjónvarpið og nenni ekki lengur að sitja við það, en ég horfi og hlusta á allar fréttir sem ég næ í á öllum stöðvum og blöðin les ég öll eins og ég kemst yfir eða læt vinsa úr þeinr fyrir mig. Mér þykir gaman að hlusta á Ríkisútvarpið af því að það er svo gott. Það er örugg- lega með bestu útvarpsstöðvum. Oft eru þar svo prýðisgóðir fyrirlestrar og þá á ég það til að sitja og bródera. Ég sauma krosssaum og yfirleitt sauma ég mynstur sem búið er að þræða undir, því þá þarf ég ekkert að telja og get einbeitt mér að því scm verið er að spjalla um. Þegar ríkisstjórnin var rnynduð 1983 saumaði ég, meðan ég var að bíða eftir fregnum af gangi mála, það sem ég kalla stjórnarnrynd- unarskammelið. Mynstrið er stærð- fræðilegt kassamynstur og þegar að því kom að stjórnin var mynduð þá saumaði ég punkt með skærum lit og þar með var því lokið,“ segir Vigdís og lítur til mín brosandi með glettni í augum. FRAMBOÐ 1 KJÖLFAR KVENNAFRÍDAGS / nýjársávarpinu 1985 sagðir þú að við íslenskar konur ættuni enn langt í land að ná jafnrétti og þú tókst undir með kerlingunni í Gullna hliðinu sem sagði að það væri langur vegur frá íslandi til himnarík- is. Sýnist þér leiðin nokkuð hafa styst? “Ætli það sé ekki eins og í Sauma- stofunni hans Kjartans Ragnarssonar þegar Didda kemur inn í umræðurnar og segir: „Þetta er nú allt að lagast stelpur,“ segir Vigdís og kímir „og nú ætla ég að koma aftur að henni móð- ur rninni. Eitt af því sem ég dáist svo að í fari hennar er að hún var svo djörf og var hreint ekkert að biðja afsökunar á sjálfri sér og sínum hug- myndum. Samt var hún kona með vissa vanmetakennd líkt og aðrar konur. Þá á ég við að mamma lét til dæmis aldrei frá sér nokkurt skrifað mál án þess að pabbi læsi það yfir og hann bar alla ábyrgð á fjármálum Framhald á bls. 67. 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.