19. júní - 19.06.1987, Side 23
Sitt sýnist hverjum um þátt
töku kvenna í íþróttum.
Flestir telja þaö sjálfsagt
aö konur skokki, stundi
heilsuræktarstaöi, fari í
sund annað slagið, sem sagt
að þær trimmi. En þegar
komið er út í keppnisíþrótt-
ir skiptist fólk í margar and-
stæðar fylkingar. í kvenna
baráttunni hafa heyrst raddir, sem
fordæma keppnisíþróttir, vegna þcss
að þær nýti karllega árásargirni og
séu ekki í samræmi við rauneðli
kvenna. Samkeppni þykir þeim vera
af hinu illa og viljinn til að sigrast á
mótherjanum ótilhlýðilegur fyrir
kvenfólk. Hjá körlum hefur sú gagn-
rýni verið viðloðandi að ekkert sé
gaman að horfa á konur í boltaíþrótt-
um, en allt í lagi þótt þær stundi
kvennaíþrótt. Að vísu nenni þeir
ekki að horfa á hana. Svo er afstaða
þeirra scm ráðstafa fé til íþrótta, en
hún hefur komið niður á konum í
mörgum íþróttagreinum.
í sérsamböndunum eru margvísleg
sjónarmið gagnvart íþróttafólkinu
innan einstakra greina. í fimleikum
eru stelpur í miklum meirihluta.
Birna Björnsdóttir, formaður Fim-
leikasambands íslands, sagði: „Ég
stend mig að því að tala um „þær“, og
gleymi þá strákunum." í frjálsum
íþróttum er lögð jöfn áhersla á þjálf-
un beggja kynja, en ckki tókst að fá
útskýringu á því hversvegna engar
konur hafi náð nægum árangri til að
komast í stjörnuflokkinn. Júdó virð-
ist ckki vera vinsæl íþrótt hjá konum,
að sögn Hákonar Arnar Halldórsson-
ar, formanns Júdósambandsins, og
formaður Karatesambandsins, Karl
Gauti Hjaltason sagði að þar væru
konur aðeins 20% iðkenda, á móti
40% erlendis. Enn vantaði konur í
landsliðið, þær þyrftu að vera þrjár
og ein til vara, en væru aðeins tvær.
Páll Júlíusson, framkvæmdastjóri
Knattspyrnusambands íslands, sagði
að vaxandi áhersla væri lögð á
kvennaboltann, en félögunum gengi
ekki vel að fá stelpur í liðin. Þar, eins
og í karate og körfubolta, svo dæmi
séu tekin, koma þær of gamlar inn í
íþróttina. Einar Bollason, landsliðs-
þjálfari í körfubolta, sagði að
kvennaboltanum væri lítið sinnt í fé-
lögunum. Þó sér Einar engan mun á
metnaði karla og kvenna. Hann
nefndi þó að togstreita milli maka á
heimilinu gæti valdið því að konur
fórnuðu íþróttinni frekar en karlar.
„Það er ofboðslegt misrétti í bolta-
íþróttum. Það er unnið út frá því að
„Það er ofboðslegt misrétti í
boltaíþróttum. Það er unnið út
frá því að konur séu annars
flokks.“
konur séu annars flokks", sagði Ein-
ar.
Viðbrögð Jóns Erlendssonar,
framkvæmdastjóra Handknattleiks-
sambandins, voru á öðrum nótum.
Honum fannst konur ekki sýna lands-
liðsstarfinu neina virðingu, þyldu
minna álag en strákarnir og leyfðu sér
að fitna milli móta. „Þær eru mjög
gagnrýnar á stjórnina og hrópa alltaf
„misrétti, misrétti." Eftir því sem Jón
segir heimta þær keppnisferðir til inn-
kaupa, og hafa boltann í framhjá-
hlaupum. Aðspurður um fjáröflunar-
starf stelpnanna, svaraði hann að þær
skiluðu engu inn til sambandsins, þar
sem almenningur hefði ekki áhuga á
að horfa á þær og ekki dygði fjáröflun
þeirra mikið heldur. Þótti blaða-
Kvennaknattspyrnan er að skipa sér fastan sess sem keppnisíþrótt hérlcndis. Ákafinn og
kcppnisandinn lcynir sér ckki í þcssari mynd sem er úr lcik Vals og Breiðabliks frá því
í hitteðfyrra. (Ljósmynd Ari).
GREIN OG VIBTÖL
SIGRÚN HARÐARDÓTTIR
23