19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 23
Sitt sýnist hverjum um þátt töku kvenna í íþróttum. Flestir telja þaö sjálfsagt aö konur skokki, stundi heilsuræktarstaöi, fari í sund annað slagið, sem sagt að þær trimmi. En þegar komið er út í keppnisíþrótt- ir skiptist fólk í margar and- stæðar fylkingar. í kvenna baráttunni hafa heyrst raddir, sem fordæma keppnisíþróttir, vegna þcss að þær nýti karllega árásargirni og séu ekki í samræmi við rauneðli kvenna. Samkeppni þykir þeim vera af hinu illa og viljinn til að sigrast á mótherjanum ótilhlýðilegur fyrir kvenfólk. Hjá körlum hefur sú gagn- rýni verið viðloðandi að ekkert sé gaman að horfa á konur í boltaíþrótt- um, en allt í lagi þótt þær stundi kvennaíþrótt. Að vísu nenni þeir ekki að horfa á hana. Svo er afstaða þeirra scm ráðstafa fé til íþrótta, en hún hefur komið niður á konum í mörgum íþróttagreinum. í sérsamböndunum eru margvísleg sjónarmið gagnvart íþróttafólkinu innan einstakra greina. í fimleikum eru stelpur í miklum meirihluta. Birna Björnsdóttir, formaður Fim- leikasambands íslands, sagði: „Ég stend mig að því að tala um „þær“, og gleymi þá strákunum." í frjálsum íþróttum er lögð jöfn áhersla á þjálf- un beggja kynja, en ckki tókst að fá útskýringu á því hversvegna engar konur hafi náð nægum árangri til að komast í stjörnuflokkinn. Júdó virð- ist ckki vera vinsæl íþrótt hjá konum, að sögn Hákonar Arnar Halldórsson- ar, formanns Júdósambandsins, og formaður Karatesambandsins, Karl Gauti Hjaltason sagði að þar væru konur aðeins 20% iðkenda, á móti 40% erlendis. Enn vantaði konur í landsliðið, þær þyrftu að vera þrjár og ein til vara, en væru aðeins tvær. Páll Júlíusson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands íslands, sagði að vaxandi áhersla væri lögð á kvennaboltann, en félögunum gengi ekki vel að fá stelpur í liðin. Þar, eins og í karate og körfubolta, svo dæmi séu tekin, koma þær of gamlar inn í íþróttina. Einar Bollason, landsliðs- þjálfari í körfubolta, sagði að kvennaboltanum væri lítið sinnt í fé- lögunum. Þó sér Einar engan mun á metnaði karla og kvenna. Hann nefndi þó að togstreita milli maka á heimilinu gæti valdið því að konur fórnuðu íþróttinni frekar en karlar. „Það er ofboðslegt misrétti í bolta- íþróttum. Það er unnið út frá því að „Það er ofboðslegt misrétti í boltaíþróttum. Það er unnið út frá því að konur séu annars flokks.“ konur séu annars flokks", sagði Ein- ar. Viðbrögð Jóns Erlendssonar, framkvæmdastjóra Handknattleiks- sambandins, voru á öðrum nótum. Honum fannst konur ekki sýna lands- liðsstarfinu neina virðingu, þyldu minna álag en strákarnir og leyfðu sér að fitna milli móta. „Þær eru mjög gagnrýnar á stjórnina og hrópa alltaf „misrétti, misrétti." Eftir því sem Jón segir heimta þær keppnisferðir til inn- kaupa, og hafa boltann í framhjá- hlaupum. Aðspurður um fjáröflunar- starf stelpnanna, svaraði hann að þær skiluðu engu inn til sambandsins, þar sem almenningur hefði ekki áhuga á að horfa á þær og ekki dygði fjáröflun þeirra mikið heldur. Þótti blaða- Kvennaknattspyrnan er að skipa sér fastan sess sem keppnisíþrótt hérlcndis. Ákafinn og kcppnisandinn lcynir sér ckki í þcssari mynd sem er úr lcik Vals og Breiðabliks frá því í hitteðfyrra. (Ljósmynd Ari). GREIN OG VIBTÖL SIGRÚN HARÐARDÓTTIR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.