19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 26
□□□□ OG KEPPNISÍ ÞRÓTTIR OKKUR VANTAR VERKEFNI Sitt sýnist hverjum um ágæti þess að stúlkur iðki og leiki knappspyrnu en staðreyndin er sú að íslandsmót í meistara- flokki kvenna hefur verið haldið allar götur síðan 1972. Erfitt og ósann- gjarnt er að bera knattspyrnu kvenna saman við knattspyrnu karla því líkamsstyrkur stúlknanna, hraði, snerpa og tækni er engan veginn sam- bærilegur við styrk karlanna. Móðir náttúra hefur séð fyrir því. En vita- skuld eiga allir rétt á því að stunda sín áhugamál og metnaður stúlkn- anna er áreiðanlega engu minni en drengjanna. Sjálfum finnst mér kvennaknattspyrna oftast vera „al- vöru“ knattspyrna sýnd hægt. Á sínum tíma var mikill uppgangur í kvennaknattspyrnu á íslandi, Breiðablik hafði frábæru liði á að skipa en nú virðist sem Valsliðið sé að taka við því hlutverki því rauð- klæddu stöllurnar urðu Reykjavíkur-, íslands- og bikarmeistarar á síðast- liðnu keppnistímabili. En hvert stefnir? Hvað er að gerast í landsliðs- málunum? Hvaða markmið eru sett? - í hvaða mótum á að taka þátt? Verða engir landsleikir í framtíðinni? Við leituðum til Ragnheiðar Vík- ingsdóttur fyrirliða íslandsmeistara Vals og inntum hana eftir því hvað væri að gerast í knattspyrnu kvenna á íslandi? „Landsliðsmálin voru á réttri leið fyrir nokkrum árum, eða þar til við lukum þátttöku í Evrópukeppni landsliða árið 1983, að ég held. Síðan hefur ekki verið stefnt að þátttöku í neinu stórmóti og við stöndum uppi nánast verkefnalausar. í fyrra feng- um við ekki að vera með í Evrópu- keppni landsliða og bar KSÍ fyrir sig að við ættum ekkert erindi þangað sem stendur. Þá hefði maður haldið að við fengjum einhver verkefni til þess að eiga erindi í Evrópukeppni, en staðreyndin er sú að landsliðsmál- in hafa verið mjög laus í reipunum. Við vitum ekkert hvað framundan er - hvort það er yfirhöfuð nokkur skapaður hlutur. Fyrir þátttöku í síðustu Evrópu- keppni var mjög markviss uppbygg- 26 Hvað er að gerast í kvennaknattspyrnu á íslandi? Rætt við Ragnheiði Víkingsdóttur landsliðsstúlku úr Val. VIÐTAL: ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON ing hjá landsliðinu og sú uppbygging er í raun til staðar hjá nokkrum félög- um, en þessar stúlkur verða að fá verkefni og landsleiki til að halda sér við efnið. í fyrra lékum við reyndar við Svisslendinga og Vestur-Þjóð- verja en það er ekki nóg. Skipuð hef- ur verið kvennanefnd í landsliðinu en síðan hefur ekkert gerst. Við erum orðnar allt of seinar að sækja um þátttöku í helstu mótunum. Með þessu áframhaldi fer kvennaknatt- spyrnu á íslandi hrakandi. Breiðabliksliðið er t.d. nú í upp- lausn því margar stúlkur eru hættar eða hafa skipt um félög. Reyndar hafa verið stofnaðir 2. og 3. flokkur kvenna hjá mörgum félögum og er það mjög jákvætt en þessar stúlkur verða að fá viðurkenningu og hvatn- ingu. Það er ekki nóg að leika í flokk- um og deildum - stúlkurnar hafa mik- inn metnað og vilja ná langt og þar kemur landsliðið til sögunnar. Við hjökkum endalaust í sama farinu ef ekki verður breyting hér á. Þjálfarar hafa talað um að setja á leiki fyrir stelpurnar - Reykjavík gegn landinu, bara til þess að skapa þeim verkefni. Pá leggja þær sig fram og vilja komast í þessi lið.“ Þó nokkuð hefur verið um það að íslenskar stúlkur hafi leitað út fyrir landsteinana og reynt fyrir sér með erlendum liðum. Það hefur gengið upp og ofan, en flestar eru komnar aftur til landsins. Ragnheiður sagði að knattspyrnustúlkur á Ítalíu væru hreint ótrúlega góðar og hefðu cngu minni tækni en karlarnir. Knattspyrnukonur hafa eignast börn eins og aðrar konur en þær hafa jafnharðan byrjað að æfa og leika aft- ur að sögn Ragnheiðar. Hún sagðist ekki vita um neina sem hefði hætt að æfa eftir barnsburð. „Vitanlega eru stelpurnar sem hafa verið að eignast börn aðeins hægari en við þegar þær mæta aftur á æfingar en það er ein- göngu sökum æfingaleysis. Þær eru fljótar að ná upp fyrri getu og hefur fjölgun í fjölskyldunni því engin áhrii' á getu þeirra á knattspyrnuvellinum," sagði Ragnheiður að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.