19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 27

19. júní - 19.06.1987, Síða 27
/ r □ □ □ □ OG KEPPNISIWOTTIR ÉG ER MAÐUR Jónína Olesen er tuttugu og þriggja ára. Jafnvægið milli mýktar og aga er það fyrsta sem ég tek eftir þegar hún gengur til mín. Ég er ekki alveg handarbrotin eftir handtakið. Staðfestan í augun- um, athyglin í hlustuninni, skýr svörin, sem reynsla og umhugsunin um hana spegla, gefa til kynna að karate er eitthvað meira en íþrótt. Jónína iðkar Goju-Ryu karate, sem fellst í mjúkri vörn og harðri sókn. Hún er enn sem komið er eina konan á íslandi með svart belti. Við leyfum okkur að hrista hausinn saman yfir karlaveldi Japana, því þeir eru fastir í hefðinni. í karate þroskastu úr „dreng" á 10. stigi upp í 1. stigið. Svo ertu „maður". „Ég er sem sagt maður," segir Jón- ína, og við brosum. í>að kostar mikla baráttu að verða „maður". Sérstaklega þegar maður er kona. Þegar hún byrjaði 15 ára gömul voru þær tíu. Eftir árið voru þær tvær. Þær náðu prófinu, en ekki þótti taka því að hækka þær um flokk. Það var ekki vaninn að konur entust í þessu. Hvernig áttu þær að falla inn í efri flokkinn? Aftur og aftur voru þær settar í byrjendaþjálfun. Þótt tæknin batnaði við það, barðist hún við fé- lagið um að hækka í þann flokk sem hún hafði unnið til, og vann. Þá var hún orðin cin kvenna. Hún varð að læra að láta sig hafa klúran húmorinn hjá körlunum, en í staðinn fékk hún tillitssemi, ef hún lét þá heyra í sér um það sem skipti hana máli. VIÐKVÆMIR LÍKAMSHLUTAR Fyrst segir hún að hún finni engan mun á sér og þeim, en svo lýsir hún vandanum sem fylgir því að æfa með körlum. Þeir veigra sér við að æfa á móti henni af ótta við að meiða hana. Ef þeir gleyma sér og meiða hana hætta þcir, áhyggjufullir. Karlar eru oft sterkari, en konur hafa meira úthald. Þó eru vissir líkamshlutir viðkvæmari og þarf að taka tillit til þess. Þannig vegur hún salt milli þess að sanna sig segir Jónína Olesen, svartbeltari í karate og þurfa tillit vegna konulíkamans. Hún veit að þetta eru vandamál. Hún hefur heyrt karl karatemann tauta „þetta kvenfólk á ekki að vera í landsliði", þegar kona hefur fengið högg í brjóst og þurft að fara fram. En Jónína veigrar sér ekki, því bar- áttan fyrir stöðunni í hópnum hefur verið látlaus. Þegar hún var valin í landsliðið heyrði hún stjórnarmann í Karatesambandinu fara niðrandi orð- um um hæfni íslenskra kvenna í karate. Hún hafði verið valin fram yfir karlmann í félagi hans, svo þetta angraði hana ekki. Slík atvik minnka ekki sjálfstraust Jónínu heldur álit hennar á þeim sem hugsa svona. í landsliðsferðum aðlagast hún hópnum: þeir eru í meirihluta. En þegar fleirir konur eru með verða 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.