19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 38

19. júní - 19.06.1987, Síða 38
við hljóðnemann. Mér finnst ekkert erfiðara að tala við hann en þig.“ - Hvað er þér minnisstæðast frá þessum fyrstu árum þínum í KRFÍ? „Það má nefna fertugsafmæli KRFÍ í janúar 1947. Þá sýndi Ríkis- útvarpið félaginu þann sóma að leyfa því að flytja samfellda dagskrá í eina og hálfa klukkustund. Ég var í nefndinni sem undirbjó dagskrána. Það var mjög skemmti- legt starf. Hinn ötuli formaður Sigríður J. Magnússon stjórnaði liðinu með frá- bærum dugnaði. Svo komu til liðs við okkur bæði konur og karlar og okkur fannst dagskráin heppnast vel.“ - Þú hefur oftar komið við sögu á afmælum félagsins? „Já, 1957 þurftum við að gera okk- ur dagamun í tilefni af 50 ára afmæli KRFÍ. Þá héldum við sýningu í Boga- salnum. Þar sýndum við verk kvenna í bókmenntum, myndlist og listiðn- aði. Tíu konur lásu úr verkum sínum á sýningunni sem stóð í viku. Ég tók saman skrá yfir bækur kvenna frá 1800 til 1956. Þessi bóka- skrá var prentuð í sýningarskránni. Auðvitað var töluverð vinna að tína þetta saman, en mér fannst gaman að fást við það. Ég hef stundum haldið því fram að þessi sýningarskrá sé mitt merkilegasta ritverk.“ FLÓTTAMAÐUR ÚR KENNARASTÉTT r það ekki rétt hjá mér að þú hafir verið kennari? „Jú. Ég tók kennarapróf 1934. Ég er af þeirri kynslóð sem ekki gat nema að litlu leyti látið menntunardrauma sína rætast. En ég kenndi stuttan tíma. Ég hætti að kenna vegna þess að ég veiktist af berklum og þurfti að fara á heilsu- hæli.“ - Bríet talaði um launamisrétti karla og kvenna við kennslu þegar hún var kennari um aldamótin. Var launamisrétti þegar þú varst að kenna? „Nei, í kennarastétt hefur verið jafnrétti í launum milli karla og kvenna allt síðan 1919. Þá var það að framsýnn fræðslumálastjóri kom svo- hljóðandi grein inn í „Lög um skipun barnakennara og laun þeirra“: „Öll ákvæði um kennara í lögum þessum eiga og við kennslukonur.“ Þegar ég tók kennarapróf voru 15 stúlkur og 15 piltar í bekknum. Flest af þessu fólki fór að kenna.“ - En þú hvarfst ekki aftur til kennslu eftir veikindin? „Nei. Ég fór fyrir tilviljun að vinna á Veðurstofu íslands árið 1946 og vann þar síðan í 35 ár. Mér féll vel að vinna á Veðurstof- unni. En kennararstarf er lifandi og skemmtilegt og það höfðaði til mín. - Fékkstu betri laun á Veðurstof- unni en kennarar höfðu þá? „Fljótlega fékk ég það, svo ég hafði ekki efni á að snúa til baka. Svo segja má að ég sé einn af flótta- mönnunum úr kennararstétt vegna þess hve kennaralaun voru lág og fóru sífellt versnandi miðað við aðrar stéttir. Því miður eru kennarar enn illa launaðir. Það er ömurlegt til þess að vita hve verðmætamat ráðamanna virðist brenglað. Það er hreint hneyksli að flest störf skuli betur launuð en þau að koma ungu kyn- slóðinni til manns. Á Veðurstofunni hafði ég allmikið með peninga að gera. Það var ívo miklu meira virði að varðveita peninga ríkisins og velta þeim handa milii en að koma ungu kynslóðinni til þroska að ein vesæl kona hafði ekki efni á að fara aftur í starf sem hún hafði menntun til. Þrátt fyrir innbyrðis jafnrétti voru launin svo lág vegna vanmats á gildi starfsins. En það eru allmargir flótta- menn úr kennarastétt og er eftirsjá að mörgum.“ - En nú er talað um að rauntekjur kennara séu allháar. „Rauntekjur, þetta snilliyrði stofn- anamálsins, er málblóm sem ráða- menn og talsmenn þeirra fundu upp þegar það kom í ljós að launamenn urðu að verja töluverðu af hvíldar- tíma sínum til fjáröflunar svo fjöl- skyldur þeirra gætu tórt. En það er illt til þess að vita ef kennarar eiga að búa við svo til lífshættulegan vinnu- þrældóm til að geta séð sér og sínum farborða.“ - Þú tekur djúpt í árinni. „Já, ástandið var líka orðið alvar- legt nú á útmánuðum, þegar æsku- menn í höfuðborg landsins lögðust út við dyr ráðamanna til að minna þá á að þeir sem eiga landið að erfa eiga rétt á kennslu og leiðsögn velmennt- aðra kennara, sem ekki þurfi að flýja stéttina vegna lélegra launakjara. Við vonum að sú saga eigi ekki eftir að endurtaka sig.“ AÐ FJÖLGA FARSÆLUM HJÓNABÖNDUM inhvern tíma skrifaðir þú um skattamál og ástamál. Eru það ekki óskildir málaflokkar? „Ekki var það nú svo árið sem ég skrifaði þá grein. Því ég átaldi að vegir ástarinnar væru að stranda í bröttum skattstiga. En skattalögin voru á þeim árum ansi óhagstæð elskendum sem vildu ganga í hjóna- band ef bæði höfðu skattskyldar tekjur. Grein þessi birtist í 19. júní 1951, og ekki bara þar. Dagblað í Reykja- vík hnuplaði henni úr 19. júní og birti hana.“ - Á hvern hátt voru skattalögin óhagstæð hjónum? „Tekjur hjóna voru lagðar saman og af þeim voru tekin opinber gjöld eins og einn hefði unnið. Og þegar skattstiginn hækkaði ört lentu mörg hjón í hæsta skattaþrepi þó ekki væri um háar tekjur að ræða hjá hvoru fyr- ir sig. Þó ekki væri að því hlæjandi gat það komið mönnum til að brosa þeg- ar sárasaklaus launamaður lenti í svokölluðum „stríðsgróðaskatti“, en „stríðsgróði“ hans var sá einn að liann var giftur konu sem hafði allgóð laun. - Hvenær hóf KRFÍ afskipti af þessum málum? Þau bar fyrst á góma hjá KRFÍ á 7. landsfundi kvenna 1948. Framsögu- maður í málinu kom með útreikninga á því hver væru opinber gjöld karls og konu samanlögð ef þau væru í óvígðri sambúð og ef þau væru í hjónabandi. Samkvæmt útreikningum sem framsögumaður hafði látið gera var munurinn það mikill, að ef dæmið var framreiknað með óbreyttum launum í 25 ár, þá hefðu hjónin sem giftu sig á hefðbundinn hátt verið búin að greiða á silfurbrúðkaupsdaginn 100 þúsund krónur fyrir það eitt að heita hjón á opinberum skjölum. 100 þús- und krónur var töluvert fé árið 1948. Þótt nokkuð væri gefandi fyrir gott hjónaband, sagði framsögumaður, þá er þetta fullmikið. Þetta var verra en við höfðum haldið og upp úr þessu má segja að við höfum hafið skæruhernað. Á öll- um landsfundum og fulltrúaráðsfund- um næstu ár voru skattamálin tekin til umræðu. Ályktanir og áskoranir voru sendar ráðamönnum þjóðarinn- ar og málið kynnt í fjölmiðlum bæði með blaðagreinum og útvarpserind- um. Ýmis önnur félagasamtök létu og málið til sín taka. Ég man eftir fjörugum umræðum á þingum BSRB um skattamál hjóna.“ — Hvernig var þessum skæruhern- aði tekið? „Fremur vel. Þetta brann á svo 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.