19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 51

19. júní - 19.06.1987, Síða 51
Anna Siguröardóttir, forstööumaður Kvennasögusafns íslands, hlaut nafnbótina doctor philosophiae honoris causa eöa heiöursdoktor frá heimspekideild Háskóla íslands hinn 4. dag október mánaöar 1986. Sé þaö góðu heilli gert og vel vitað eins og komist var að orði þegar lærdómskonan Anna Siguröardóttir var sæmd hæstum heiðri heimspekideild- arinnar og lýst réttkjörinn doktor, fyrst íslenskra kvenna til að bera heiðurs- titilinn. Aðeins ein kona hérlend, Selma Jónsdóttir listfræðingur, hefur þreytt doktorsvörn við Háskóla íslands, var það hinn 16. janúar 1960. En nokkrar konur íslenskar hafa varið doktorsritgerðir viö erlenda háskóla. Háskóli íslands var sem kunnugt er stofnaður 17. júní 1911 og var 75 ára afmælis hans minnst á háskólahátíð síðastliðið haust. Af því tilefni var tuttugu manns veitt nafnbótin heið- ursdoktor skólanum til sæmdarauka og voru tvær konur í þeim hópi. Auk Önnur Sigurðardóttur var Margrét II Danadrottning til kölluð að auka sóma Háskóla Islands með þessum hætti. Enda þótt hún sé sjálf mennta- kona, og hafi meðal annars lagt stund á fornleifafræði, munu það vera far- sælar lyktir handritamálsins sem réðu að hún varð fyrir vali nú. í ályktunarorðum þeim sem flutt voru á háskólahátíðinni fyrir veiting- unni keniur meðal annars fram að Anna hefur lengi unnið að kvenrétt- indamálum og átt sæti í stjórn Kven- réttindafélags íslands. Hún hefur rit- að fjölda greina um félagsmál og fræðileg efni og sérstaklega er getið tveggja rita hennar. í öðru bindi rit- verksins Ljósmœður á íslandi, sem kom út á vegum Ljósmæðrafélags ís- lands árið 1984, er ritgerð eftir Önnu sem nefnist „Úr veröld kvenna - Barnsburður" og árið 1985 gaf Kvennasögusafn Islands út bók henn- ar Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár. Rit þessi bæði hafa lilotið góða dóma sagnfræðinga sem telja þau grunninn að atvinnusögu kvenna, þau muni koma öðrum höfundum að ómetan- lcgu gagni því með þeim hafi Anna gerst brautryðjandi hér á landi í rann- sóknum á kvennasögu. Orðrétt segir síðan: „Merkasta framlag Önnu til fræðanna er þó sennilega stofnun og starfræksla Kvennasögusafns íslands. Hún setti það á fót 1. janúar 1975 ásamt tveimur konum öðrum, og lagði undir það íbúð sína. Síðan hef- ur hún annast safnið, launalaust, og er jafnan til taks að vcita nemendum og fræðimönnum hvers konar leið- beiningar á fræðasviði sínu.“ Kvenréttindafélag íslands, Kven- félagasamband íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík höfðu boð inni að Hallveigarstöðum síödegis þann 7. október þar sem dr. Anna Sigurðar- dóttir var heiðursgestur. Fjölmenni var og margir urðu til að ávarpa hina nær áttræðu en síungu fræðakonu. Sjálf mælti dr. Anna nokkur orð að lokum og þakkaði þann sóma sem henni hafði verið sýndur. Hún minnti á óskabarn íslenskra kvenna, Kvennasögusafn íslands, og hversu óviss framtíð þess væri meðan því GREIN: BJÖRG EINARSDÓTTIR GÓÐU HEILLI GERT hefði ekki verið fundinn varanlegur staður til frambúðar. Að hennar áliti ætti safnið heima í væntanlegri Þjóð- arbókhlöðu og hún hvatti kvenna- samtökin til að stuðla að því að svo gæti orðið. Dr. Anna Sigurðardóttir vinnur nú að rannsóknum á íslenskum nunnu- klaustrum á miðöldum. Tvö nunnu- klaustur voru starfrækt hér í kaþólsk- um sið, frá 1186 í Kirkjubæ á Síðu og frá 1295 að Reynistað í Skagafirði. Ritaðar íslenskar heimildir virðast í fljótu bragði vera fátæklegar um starfsemi nunnuklaustranna og kon- urnar sem stýrðu þeim. En af elju og þrautseigju við rannsóknir hefur dr. Anna dregið saman allmikið efni við- víkjandi klaustrunum og abbadísun- um, sem án efa mun þykja forvitni- legt þegar það kemur fyrir sjónir manna. Forsmekkinn af því gaf dr. Anna með fyrirlestri sem hún flutti í Háskóla íslands fimm dögum eftir að hún hafði verið sæmd doktorsnafn- bótinni. Segir hún þar frá samskipt- um Halldóru Sigvaldadóttur, síðustu abbadísarinnar í Kirkjubæ, og bróðursonar hennar og fóstursonar Gissurar Einarssonar, sem var fyrsti lútherski biskupinn í Skálholti. Með rannsóknum sínum hefur dr. Anna varpað nýju ljósi á afstöðu Halldóru til Gissurar eftir að hann varð mót- mælendatrúar og hrekur í því efni viðtekna söguskoðun. Án þess að hér sé unnt að fara frekar út í þessar áhugaverðu rannsóknir dr. Önnu má geta þess að hún leiðir rök að því að nunnuklaustrin íslensku hafi stundum verið eins konar kvennaathvarf á miðöldum í kaþólskum sið. Með ævi sinni og starfi hefur dr. Anna Sigurðardóttir orðið íslenskum konum lýsandi fordæmi og hvatning til dáða. Megi hún heil lifa og njóta þess lengi enn að ganga til góðra verka. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.