19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 53

19. júní - 19.06.1987, Page 53
ÞÓRUNN GESTSDÓTTIR RITSTJÓRI STERKARI PÓLITtSK VITUND KRISTÍN EINARSDÓTTIR LÍFEÐLISFRÆOINGUR VERIÐ VELKOMNAR en þið megið engu breyta Einfaldasta svarið er að virkja fleiri konur til starfa innan stjórnmálaflokkanna. En það svar leiðir af sér aðra spurn- ingu. Hvernig á að virkja fleiri konur til starfa? Við þeirri spurningu væri líka hægt að gefa einfalt svar. Vekja konurnar til vitundar um eigin stöðu í samfélaginu. Gott og vel. Petta hefur verið gert. Konur hafa risið upp í auknum mæli, þær sækja á öll svið atvinnulífsins, þær fylla skóla landsins í frum- eða endurmenntun, þær hafa bundist samtökum, þær hafa axlað ábyrgð. En í stjórnmálum sitja konur eftir og í launamálum hafa þær átt við ramman reip að draga. Mér hefur verið tamt að benda á launa- misréttið og sagt að jafnrétti verði ekki í raun í þessu landi fyrr en launamisrétti kynjanna sé að baki. Síðasti hlekkurinn í jafnréttisbarátt- unni að mínu mati eru launakjör kvenna. Standi einstaklingur ekki á eigin fótum efnahagslega á hann í vök að verjast. Þá á hann erfitt með að axla aðra þá ábyrgð sem byggð er ofan á efnhagslega afkomu og öryggi. Samspilið í hversdagslífinu, allir litlu hlutirnir sem verða að ganga upp svo að einstaklingurinn þrífist fyrir sjálfan sig og aðra, afkoma barna, maka og fjölskyldunnar, dagleg lífs- barátta, stendur konum nær en körlum. Þetta eðlislæga mat sem kon- ur leggja á mál, á verk og lífstilgang- inn er öðru vísi en karla. Sem betur fer. En það mat, samspilið, launa- kjörin, sjálfstæðið er allt lagt á vogar- skálarnar þegar konur eiga í hlut. Karlar þrífast í öðrum jarðvegi. Og sá jarðvegur hefur verið pólitískari. Konur eru ekki nægilega meðvitaðar um pólitík. Til skamms tíma hafa pól- itísk kvenfélög haft á sér yfirbragð tertuklúbba. Ég held að það yfir- bragð sé horfið. Pólitíkin hefur kom- ið í staðinn fyrir terturnar. En það er ekki langt síðan og því er staðan í dag sú sem hún er. Konur hafa þurft að heyja marga hildina, fyrir kosningarétti, fyrir ein- staklingsfrelsi og nú fyrir launajafn- rétti. Og það er pólitík að berjast fyr- ir rétti sínum, menntun og stöðu í samfélaginu. Það er stórpólitískt ntál hvernig lífsverðmæti við metum mest, það er pólitík hvað við kaup- um, hvað við borðum, hvernig við lifum. Konur þurfa að hafa sterkari pólit- íska vitund, en þær hafa haft. Það er svarið við spurningunni um leið kvenna inn í stjórnmálin og á þing. Spurningin ætti að snúast um það hver sé best leiðin til að koma kvennasjónarmiðum að á Alþingi. Það ætti öllum að vera Ijóst að sjónarmið kvenna og karla hafa ekki verið jafnrétthá við mótun samfélags- ins. Karlar hafa verið þar allt of ein- ráðir. Við konur hljótum því að hafa það sem stefnumið að reynsla og menning kvenna verði alls staðar metin sérstaklega sem stefnumótandi afl. Á Alþingi hefur hlutur kvenna verið skanimarlega lítill senr er að- eins í samræmi við hlut þeirra annars staðar í þjóðfélaginu. Konur eru hvergi nærri þar sem ráðum er ráðið. Viðhorf til kvenna og mat á þeirra hlut til samfélagsins endurspeglast í mati á störfum kvenna og þeim laun- um sem þær fá fyrir sín störf. íslenskir stjórnmálaflokkur eru um margt ólíkir en það eiga þeir þó sam- eiginlegt að ntiða starf sitt og stefnu fvrst og fremst við karla. Nú hafa karlarnir opnað sínar dyr í hálfa gátt og segja við konurnar: „Verið vel- komnar, en þið megið engu breyta hér.“ Þeim veitist erfitt að skilja að það verður að taka mið af sjónarmið- um beggja kynja alls staðar í þjóðfé- laginu, líka í stjórnmálaflokkunum. Ég held að það sé alveg ljóst að íslenskir stjórnmálamenn hvorki hlusta á konur né vilja konur inn á Alþingi. Það þarf ekki annað en líta á stjórnmálasögu liðinna ára því til staðfestingar. Til að breyta þessu tel ég eina leið vera að konur standi saman og bjóði fram kvennalista til Alþingis. Með því fjölgar þar konunt ekki aðeins vegna velgengni Kvennalistans held- ur fjölgar einnig konum sem hafa kvenfrelsissjónarmið að leiðarljósi á öðrum framboðslistum. Framtíðarsýnin er að sjónarmið kvenna og karla verði jafnrétthá á Alþingi, sem og annars staðar í þjóð- félaginu, og sjálfsagt verði að konur séu þar hclntingur fulltrúa. 53

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.