19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 59

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 59
Danfríftur Skarphéöinsdóttir Margrét Frímannsdóttir Raj>nhildur Helgadóttir Jóhanna Siguröardóttir því að starfið á þeim vettvangi ætti að vera konum í senn góður skóli og hvatning til undirbúnings virkari þátt- töku í landsmálum. Með aukinni reynslu ættu konur að verða í betri aðstöðu til að knýja á unr það innan flokka sinna að komast í öruggari framboðssæti í þingkosningum. FRAMBOÐSLISTAR En lítum þá aðeins á hversu miðar í þeim tröppugangi. Pegar bornir eru saman fram- boðslistar gömlu blönduðu flokkanna fjögurra til þingkosning- anna árin 1983 og 1987 kemur í ljós að í þremur efstu sætum þeirra hefur konum fjölgað úr þrettán í tuttugu og tvær samtals á landinu öllu, þ.e. í öll- um kjördæmum. innan flokkanna hefur þróunin verið sem hér segir: (í samanburði þessum verða til hægðar- auka notaðir listabókstafir flokk- anna). Á A-listum fjölgaði konunum úr fjórum í sex, á B-listum úr einni í fimm, á D-listum úr einni í tvær, á G- listum úr sjö í níu. En sé aðeins litið á tvö efstu sætin dökknar myndin hcldur betur. Þá kenrur í ljós, að eng- inn flokkanna hafði konu í fyrsta sæti árið 1983 og aðeins ein kona komst svo hátt nú, á G-lista í Suðurlands- kjördæmi. í öðru sæti voru sex konur árið 1983, fjórar á G-listum, tvær á A- listum og fjölgaði ekki í kosning- unum nú, - reyndar fækkaði um eina á G-listum cn í staðinn var ein kona í 2. sæti B-lista í ár. Á D-listum var engin kona í 2. sæti. Sú litla fjölgun sem orðið hefur er því aðeins í þriðja sæti og þar fyrir neðan þar sem kjörlíkur eru litlar sem engar nema í Reykjavík. Og þar var staðan í 4.-6. sætum framboðs- lista gömlu flokkanna fjögurra verri í ár en 1983, konunum fækkaði úr sjö í fimm. Á lista Alþýðuflokksins var aðeins eitt þessara sæta, 4. sætið skip- að konu í ár, en flokkurinn var með konur í þeim öllum þremur í síðustu kosningum. Hjá B-listanum voru konur í 4. og 6. sæti í bæði skiptin. Á D-listanum var kona í 5. sæti árið 1983 nú færð upp í 3ja sætið og skip- uðu karlar 4.-6. sæti í ár. Eini flokk- urinn sem hugsanlega hefði fengið sjö þingmenn kjörna í Reykjavík er Sjálfstæðisflokkurinn. Hann setti konu í 7. sæti listans í ár en karl árið 1983. Hvorugt náði kjöri. Á árinu 1983 bauð hver þessara fjögurra flokka fram 98 manns. Þar af voru konur á listum Alþýðuflokks 30, Framsóknarflokks 28, Sjálfstæðis- flokks 20 og Alþýðubandalags 38. Árið 1987 eru konurnar á listum Sjálfstæðisflokksins komnar upp í þá tölu, 38, en í þetta sinn af samtals 124 frambjóðendum - en jafnframt eru konurnar á framboðslistum hinna þriggja flokkanna komnar upp í 46 hjá Alþýðuflokki, 49 hjá Framsókn- arflokki og 57 hjá Alþýðubandalagi, einnig af 124 frambjóðendum hjá hverjum flokki. Framboö annarra flokka er ekki jafn gott að bera saman milli ára en þeir áttu konur í tveimur efstu sæturn í ár sem hér segir: Bandalag Jafnaðarmanna eina konu í 1. sæti, enga í 2. sæti. Flokkur mannsins: þrjár konur í 1. sæti og sex í 2. sæti. Borgaraflokkur enga konu í 1. sæti, en þrjár í 2. sæti. (Eina konan sem náði kjöri á hans vegum skipaði 3. sæti listans í Reykjavík, þar sem vit- að var að fylgi flokksins var mest). Þjóðarflokkurinn átti eina konu í 1. sæti og fjórar í 2. sæti, en Samtök um jafnrétti og félagshyggju átti enga konu í tveimur efstu sætum. Frammistaða sumra þessara flokka í framboðsmálum kvenna er því ögn- inni skárri - en Ijóst er að betur má ef duga skal hjá öllum blönduðu flokk- unum, eigi að stemma stigu við áframhaldandi kyngreiningu stjórn- málaflokka á Alþingi. Svo sem drepið var á í upphafi eru kosningarnar til Alþingis nú athyglis- verðar fyrir margar hluta sakir, sem hér verður að láta liggja milli hluta, en eiga vafalaust eftir að verða þjóð- inni allri íhuganarefni á næstunni. Framtíð kvenna í stjórnun landsins er þar aðeins eitt atriði af mörgum. En hver sem staða þeirra þrettán kvenna verður, sem nú hafa verið kjörnar til setu á Alþingi - hvort sem hún verður utan eða innan stjórnarbúða - virðast þær allar þesslegar að eiga þangað er- indi sem þær muni reka með fullum sóma. Megi þeim öllum vel farnast hvar í flokki sem þær standa. 1. maí 1987 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.