19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 62

19. júní - 19.06.1987, Page 62
Soroptimista, er lögö áhersla á aö kynnast sent breiöustu sviði meðal starfandi kvenna og er því jafnan reynt að fá til liðs við samtökin konur sem eru brautryðjendur á nýjum starfsvettvangi. Þátttaka er alltaf boðin af samtökunum og er það skil- yrði að konur sem boðin er þátttaka hafi atvinnu sem veitir tekjur þar með talin húsmóðurstörf. Þegar kona í ákveðinni starfsgrein hefur verið 10 ár í samtökunum má bæta við annarri í sömu starfsgrein, þannig eru sjaldn- ast fleiri en 2-3 í sömu starfsgrein í sama klúbbi. Meðal starfsheita í fé- lagatali Soroptimista má sjá tölvu- skrárritara, snyrtifræðing, húsmóður, bónda, bókavörð, símstöðvarstjóra, tollþjón, fóstru, kennara og starfs- mannastjóra svo nokkuð sé nefnt. í innra starfi klúbbanna er stefnt markvisst að því að konurnar kynnist hvor annarri í lífi og starfi. Hver kona heldur erindi um sig og starf sitt. Einnig heimsækja þær vinnustaði allra klúbbfélaga. Konur innan sam- takanna hafa rétt til að sækja fundi hjá öðrum klúbbum en sínum eigin og á það einnig við á alþjóðavett- vangi. Gerður Hjörleifsdóttir, fyrrverandi forseti samtakanna, sagði að það væri sérstök upplifun að heimsækja er- lenda klúbba, því þær fyndu skýrt að þær væru allar hluti af heild og mikil tengsl mynduðust strax milli félag- anna. Eins sagði hún, að það væri mikið öryggi á ferðalögum erlendis, að hafa félagatalið í farteskinu, því ef eitthvað bjátaði á, væri alltaf hægt að hafa samband við soroptimista á staðnum. BÁGSTADDIR í AFRÍKU - ALDRAÐIR Á ÍSLANDI. Hver klúbbur hefur sín rnark- mið að vinna að, sem tengjast þörfum þess samfélags sem klúbburinn er í, en jafnframt er unnið að alþjóðlegum verkefnum. T.d. var ákveðið að verja fé því, sem safnaðist 10. des. sl. á Alþjóðadegi Soroptimista til styrktar bágstöddum konum og börnum á þurrkasvæðinu í Súdan. Á íslandi hefur kröftum og fjár- söfnunum einkum verið beint að heilsufars- og menningarmálum. í þessu skyni hafa Soroptimistar selt alls konar varning, m.a. kerti, serví- ettur, sápur, heimabakaðar kökur og fleira. Á ári aldraðra sameinuðust all- ir íslensku klúbbarnir um það að selja þýska sápu með áletruninni FA eða fyrir aldraða. Varð ofan á að verja söfnunarfénu til þess að gefa Reykja- lundi 40 sjúkrarúm af fullkomnustu gerð og auk þess dýnur og röntgen- tæki. í Póstinum í Mosfellssveit var haft eftir forstöðumanni Reykjalund- ar að þetta væri stórkostlegasta gjöf sem Reykjalundur hefði fengið, þótt þeir hafi oft notið góðs frá almenn- ingi. Evrópuforseti samtakanna er norsk, Eva Skaarberg. Hún hefur lagt mikla áherslu á að koma á sam- starfi milli Soroptimista í Evrópu og Afríku. í þessu skyni hefur hún unnið að því að koma á svokölluðum „twinning-prógrömmum“ sem eru tveggja þjóða samvinna á milli klúbba í þróunarlöndum og klúbbs innan Evrópusambandsins. ísland er fyrsta landið til að fá slíkt verkefni. íslensku Soroptimistarnir koma til með að tengjast klúbbi í borginni Accra í Ghana. Þetta verkefni verður í þágu blindra. Soroptimistaklúbbur- inn í Accra hefur þegar sent óskalista yfir það sem blinda vanhagar mest um. Samskipti við Afríku eru þó erfið, bæði er crfitt að koma tækjum inn í landið og eins hafa Soroptimist- ar þar þurft að hafa hægt um sig, því ekki hefur ríkt skilningur á starfi þeirra. Þurft hefur að senda bréf í pósthólf á flugvellinum. En þetta er nú að breytast og skilningur að auk- ast á þessu starfi. Lúísa sagði, að syst- urnar á íslandi væru afskaplega ham- ingjusamar yfir því að hafa fengið þetta verkefni og væru áhugasamar um að hefja starfið. I.E.G. Ilandinu eru þúsundir vinn- andi kvenna; lögfræðingar, læknar, kennarar, bókasafns- verðir, gjaldkerar sem eru að vinna hver í sínu horni einna líkast því sem þær væru umkringdar þoku. Aflétta verður þessari þoku.“ Þannig var ástandið meðal starfandi kvenna á vinnumörkuðum Bandaríkjanna á árunum í kringum 1920 að áliti Lenu Madesin Phillips, sem var aðalhvata- maðurinn að stofnun BPW sem eru samtök starfandi kvenna, fagiærðra sem annarra. BPW stendur fyrir Business and Professional Women’s Club og í Reykjavík hefur slíkur klúbbur verið starfandi síðan árið 1979. íslenska heitið cr Félag starfandi kvenna í 62 Frá fundi BPW klúbbsins í maíbyrjun. Reykjavík, en í daglegu tali er klúbb- urinn ávallt kallaður BPW klúbbur- inn. Markmiðið er að efla samstarf og gæta hagsmuna þcirra kvcnna sem starfa sjálfstætt eða sem launþegar á vinnumarkaðnum. Reglur félagsins kveða svo á að 75% félagskvenna skuli vera starfandi á vinnumarkaði, BWP KLUBBURINNIREYKJAVÍK Sjálíur Reagan vill ekki móðga BPW konur

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.