19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 65

19. júní - 19.06.1987, Síða 65
Samskiptanet kvenna í viöskiptalífinu Ein yngstu, ef ckki yngstu, sam- tök kvenna sem vinna að því að styrkja stöðu kvenna er Netið, sem stofnað var haustið 1986. Tildrög að stofnuninni voru þau að á námskeiði sem Iðntækni- stofnun hélt fyrir konur með áhuga á að stofna fyrirtæki, komust þátt- takendur að þeirri niðurstöðu að þeim fannst þær ekki vita nóg um hvað aðrar konur væru að starfa og fannst þörf á að mynda einhvers konar samskiptanet. Þessar konur, ásamt fleirum, stofnuðu síðan Netið sem hefur það að aðalmarkmiði að stuðla að því konur í ábyrgðar- og stjórnunarstörfum kynnist og geti þannig veitt hvor annarri nauðsynleg- an stuðning. Guðbjörg Ársælsdóttir, deildar- stjóri í Samgöngumálaráðuneytinu, er ein þeirra kvenna sem eru í Netinu og veitti hún fúslega upplýsingar um starfsemina. Netið er óformleg sam- tök kvenna sem í raun er opið öllum konum sem eru lifandi og áhugasam- ar um slík samtök. Fundir eru haldnir á sex vikna fresti og eru meðlimir u.þ.b. 140 talsins. Konurnar skipta sér í hópa, en innan hvers hóps eru konur í skyldum greinum. Nú eru tveir hópar þar sem í eru konur sem starfa við stjórnunarstörf, einn hópur kvenna sem starfar við verslun og síð- an einn hópur kvenna sem starfa við ýntis mismunandi störf. Starfsemin er enn í mótun og engin Mynd frá fundi í Nctinu sem haldinn var í Sóknarhúsinu í vorbyrjun. formleg stjórn er starfandi. I hverjum hópi er tengill og tenglarnir skipta á milli sín að sjá um dagskrá funda. Á hverjum fundi hefur verið um klukkustundarlangur fyrirlestur um mismunandi efni. Að því loknu hefur tíminn farið í almennt spjall. Með- limir greiða árgjald til að standa straum af kostnaði svo sem pósti og pappír. Flestar konurnar eru ánægðar með samstarfið og sérstaklega eru verslun- arkonur áhugasamar. Þær miðla milli sín upplýsingunt t.d. um heildsölur og segja hver annarri frá því hvar þær geta fengið vörur sem þær eru að leita að og geta þannig sparað hvor ann- arri mikla vinnu og fyrirhöfn. Konur í stjórnunarstörfum geta leitað upplýs- inga hver hjá annarri, líkt og tíðkast í hinum ýmsu samtökum karla. Má sem dæmi nefna konu sem er í stjórn fyrirtækis ásamt hópi karla. Á stjórn- arfundum hefur oft komið á daginn að karlarnir cru búnir að mynda sér santeiginlega skoðun á ýmsum mál- um sem eru á dagskránni, fyrir fundinn, þar sem þeir hafa hist nokkrunt sinnum áður í hinum ýms- um sameiginlegu samtökum sem þeir eru meðlimir í. Konur hafa hingað til ekki haft slík samtök og því ekki get- að haft samstarf af þessu tagi. Netið starfar að mörgu leyti á lík- um grundvelli og BPW klúbburinn, en konunum í Netinu finnst full ástæða til þess að fleiri en ein samtök kvenna á vinnumarkaðinum séu starfandi og berjist fyrir stöðu kon- unnar þar. Þær telja að samtökin séu skref í þá átt að efla baráttu kvenna fyrir jafnrétti á vinnumarkaðinum. B.K. KVENFATABUÐIN ÚRVAL AF DAG- OG KVÖLD- KJÓLUM Sumarkjólar, pils og blússur st. 38-60. Fatnaður í yfirstæröum ávallt í úrvali. Litmyndalisti Póstsendum KVENFATABÚÐIN LAUGAVEGI 2 101 REYKJAVÍK S:12123 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.