19. júní


19. júní - 19.06.1987, Side 86

19. júní - 19.06.1987, Side 86
Jórunn Viðar aö heimili sínu við Laufásveg í Reykjavík. Ljósmyndir Anna Fjóla Gísladóttir. N w ngum dettur í hug annaö en dæma verk hennar til jafns við verk karlmanna og þar er hún fremst í flokki meðal jafningja" Þessi orð Jóns Ásgeirssonar um Jórunni Viðar í Morgunblaðinu voru skrifuð í tilefni af Listahátíð kvenna á Kjarvalsstöðum í september 1985, en þá voru liðin tíu ár frá kvennafrídeg- inum. Ummælin endurspegla þá virð- ingu sem Jórunn hefur jafnan notið sem tónskáld og píanóleikari. Hún var um langt árabil eina konan í Tón- skáldafélaginu og er óumdeilanlega í hópi bestu listamanna þjóðarinnar. Rætt við Jórunni Viðar tónskáld Blaðið ræddi við Jórunni um list- sköpun hennar, hvernig er að vera kona í karlaheimi, um námsferil, líf og störf. Hún er fyrst minnt á framan- greindan blaðadóm í Morgunblað- inu. „Ég man vel eftir orðum Jóns og kannski hefur mér ekki þótt vænna um önnur ummæli en þessi", segir Jórunn. „Hins vegar hef ég aldrei fundið á sjálfri mér margumrædda mismunum kynjanna. Þess vegna hefur jafnréttisbaráttan ekki snert mig á sama hátt og marga aðra. Eftir að ég komst á legg hef ég meira og minna verið í svokölluðum karla- heimi. í menntaskóla var ég í bekk þar sem strákar voru í meirihluta og í Tónskáldafélaginu var til skamms tíma engin kona nema ég. Tildrögin að því að ég gekk í það félag voru dálítið spaugileg. Einhvern tíma á 86

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.