19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 87

19. júní - 19.06.1987, Page 87
sjötta áratugnum hitti ég Jón Leifs á götu. - Pú ert tekjuhæsta tónskáld á íslandi, sagöi hann. Viltu ekki bara ganga í Tónskáldafélagið? Og ég gerði það. Ég hef aldrei haft minnimáttar- kennd gagnvart körlum á neinu sviði og aldrei þurft að berjast fyrir að fá jafn há laun og þeir. í mínu fagi erum við öll á sama báti, - illa launuð. Mínir einu „komplexar'1 eru ef ég geri ekki nógu vel. í því efni getur enginn í raun sagt manni til. Það veit maður alltaf best sjálfur. Ég tel líka að maður geti ekki alltaf verið að gera kröfur til annarra og styrkja- pólitík er mér ekki að skapi. Ég vil vinna fyrir mér sjálf. En mér finnst Kvenréttindafélagið hafa unnið ákaflega gott og mikilvægt starf. Framan af voru þessar konur mjög virkar og létu ekkert á sig fá þótt þær væru hæddar og smáðar. Þær stóðu sig samt. Seinna kom lá- deyðutímabil, en síðustu tíu ár hafa veriö stórkostleg. Ég dáist að dugn- aði þessara kvenna.“ INNBLÁSTUR Eftir Jórunni liggur mikill fjöldi tónverka, þar á meðal konsert fyrir píanó og hljómsveit sem hún frumflutti sjálf með Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir nokkrum árum, ballettarnir Eldurinn og Ólafur liljurós, kammertónlist og fjöldi sönglaga. Hún er spurð hvernig hún vinni að tónsmíöum. „Stundum geng ég að því eins og hverri annarri vinnu, en hinn raun- verulegi innblástur kemur oftast óboðinn með litlum eða engum fyrir- vara. Þetta er eins konar þrýstingur, hugarástand sem kemur stundum, en varir ekki. Þetta er kall sem maður kemst ekki hjá að svara. Stundum heyrir maður ljóð sem hefur sérstak- an blæ sem höfðar til manns og þá verður að nota þcnnan blæ. Stundum kemur þetta til mín þegar ég er í miðju kafi að spila eða æfa og þá verð ég að sinna því. Maður hcndir öllu frá sér til að grípa svona innblástur. Annars missir maður af honum. Þctta er ekki eitthvað sem hægt er að leggja til hliðar og grípa til þegar tími gefst, heldur gjöf, sem verður að þiggja þcgar hún stendur til boða. Jakobína Sigurðardóttir hefur lýst þcssu stórkostlega í Ijóðinu Heim- sókn gyðjunnar. Þessi skáldkona sem jafnframt er bóndakona og hlaðin störfum sem ekki er hægt að hlaupa frá, yrkir um hvernig innblásturinn, skáldagyðjan, vitjar hennar þcgar síst skyldi. Þú stendur í kjallarastiganum miðjum og þú starir í augu mér hljóð. Bóndakonan er á þönum, soðning- in í pottinum og hungrað fólkið henn- ar bíður þegar hún mætir skáldagyðj- unni fyrirvararlaust í miðjum kjall- arastiganum. Mér fannst ég skynja alveg til fulls líðan Jakobínu þegar ég las þetta ljóð. Ég gat séð fyrir mér viðbrögð hennar, „æ, ertu komin. - ekki núna, ekki núna“. Og síðar í Ijóðinu eru þessar hendingar: Víst horfðirðu á mig með ásökun, gyðja, en uppþvottur bíður mín nú. Ég bcr til þín hug, þótt ég svaraði synjun, er samfylgdar leitaðir þú. Stundum festist í manni ljóðlína og maður Iosnar ekki við hana. Innihald ljóðsins kallar á undirleik. Þannigvar það með ljóð Halldórs Laxness, úng- lingurinn í skóginum, sem á sínum tíma varð til þess að skáldastyrkur til hans var felldur niður. Mér þótti þetta ljóð dýrðlegt og einhvern veg- inn glampandi af fantasíu. Orðin „Eia! vatn! Eiaperlur!“, kveiktu í mér. Mcð þessum orðum byrjar vatn- ið að streyma og píanóið verður að kalla það fram. Söngvarinn getur það ekki. Ég hef alltaf haldið mikið upp á Stein Steinarr, - líka þegar allir voru á móti honum. Ég gerði lag við eitt af ljóðum hans, 77/ minningar um mis- heppnaðan tónsnilling, sem hefst á orðunum: Vort líf, vort líf Jón Pálsson er líkt og nóta fölsk. Þetta ljóð snerti í mér einhverja taug af því það er svo lifandi og mannlegt. Maður sér fyrir sér þennan mann sem reynir að spila allt, Taran- tella, Nocturne og La Campanella, en spilar alltaf vitlaust. En niðurlag ljóðsins gefur fyrirheit um viðurkenn- ingu fyrir hina einlægu viðleitni: GREIN: JÓNÍNA MIKAELSDÓTTIR Án efa í æðra Ijósi expert og vitruose mun Hcrrann hærra setja eitt hjarta músíkalskt. Þetta gaf mér tilefni til að gera mikla dúllu kringum orðið „músík- alskt“, alveg eins og viðvaningur eða frummaður myndi semja. Lagið við Kall sat undir kletti samdi ég á einum degi. Halldóra B. Björns- son samdi ljóðið og kom með það til mín blautt úr pennanum. - Jórunn, gerðu lag við þetta, sagði hún, og lágði áherslu á að fyrsta orðið væri skrifað kall en ekki karl. Um leið og ég las fyrstu hending- una, „Kall sat undir kletti og kordur sínar sló“, varð ég hugfangin af orð- inu kordur, sem er stytting úr orðinu akkord, sem þýðir hljómur. Ég hafði aldrei heyrt þetta orð áður og það varð lykill að laginu. Svona gerist þetta oft.“ ÆTLAÐI EKKI AÐ VERA VIÐVANINGUR Jórunn Viðar er komin af lista- fólki í báðar ættir og alin upp við tónlist. Faðir hennar, Einar Viðar, lést þegar hún var barn að aldri en móðir hennar, Katrín Viðar, kenndi á píanó og rak auk þess eigin hljóðfæraverslun. Systurnar Jórunn og Drífa sem báðar áttu eftir að verða þekktir listamenn voru frá blautu barnsbeini að spila á hljóðfæri, teikna, mála, dansa eða skrifa. „Við Drífa vorum saman í herbergi og eitt af því fyrsta sem ég man eftir var að hún skrifaði svo mikið að ég gat ekki sofnað fyrir krafsinu í penn- anum. Hún skrifaði heilu reyfarana, en vildi að ég teiknaði og málaði fyrir sig því henni þótti ég gera það betur. Það átti þó fyrir henni að liggja að verða málari. Ég dróst strax að píanóinu, en kornst ekki að því eins oft og ég vildi því mamma var oftast með tuttugu til þrjátíu nemendur. Rétt fyrir jól þeg- ar ég var þriggja ára spilaði ég Heims um ból á píanóið. Barnfórstrunni krossbrá og hljóp fram í eldhús til mömmu. - Katrín, hún Jórunn kann að spila á píanó, sagði hún uppnumin. Mamma vann óskaplega mikið og hafði engan tíma til að kenna okkur, en ég sætti mig ekki við það. Ég sett- ist með nótnabók á stól í herbergið þar sent nemendur hennar biðu, og sagðist vera mætt í tíma. Hún lét undan, en tveimur áruni síðar vildi ég skipta um kennara og valdi hann 87

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.