19. júní


19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 88

19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 88
í afmælisfagnaði KRFÍ í janúar sl. Laufey Sigurðardóttir og Jórunni flytja kafla úr Pjóð- lífsþáttum, svítu fyrir fíðlu og píanó, sem Jórunn samdi á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974 að beiðni Ríkisútvarpsins. sjálf. Það var Páll ísólfsson. í fyrsta tímanum spilaði ég fyrir hann lag. - Hvað ert þú að spila þetta lag? Það er allt of létt fyrir þig, sagði hann. Strax sem barn fantaseraði ég mikið á píanóið. Ég lærði auðvitað líka á að hlusta á mömmu og nemendur hennar allan daginn. Ég man eftir tónverki sem ég samdi um mús sem datt í sjóinn og drukknaði og mér þótti það óskaplega átakan- legt því maður hafði svo mikla samúð með litlum dýrum. Það er auðvelt að gera öldurót á píanó og inn á milli heyrðist tístið í músinni, mjög ámát- legt og hátt uppi. Ég samdi líka marsa og dansa og þegar ég var tólf ára samdi ég vals sem enn er í miklu uppáhaldi hjá vinkonum mínum frá þessum tíma. Það voru mikil viðbrigði að koma til Páls. Hann var strangur og kröfu- harður enda hafði hann svo mikið að gera að hann gat ekki verið að eyða tíma sínum í fólk sem hafði ekki áhuga. Hann var alltaf að prófa heyrnina. Þá bað hann mig að snúa mér upp að vegg og sló á tóna hér og þar á hljómborðinu og spurði mig hvaða tónar þetta væru. Ég er með sérstaka heyrn, það er að segja það sem kallað er absolut tóneyra. Á þessari heyrn hef ég komist inn í alla skóla sem ég hef sótt um. Þegar ég var prófuð inn í tónfræði- deild Julliard skólans í New York var ég leidd herbergi úr herbergi þar til ég var komin á efsta stig, sem hét 104. bekkur og þangað var ég sett. Sumum þykir erfitt að þreyta próf inn í þennan skóla, en fyrir mig var það létt og það var fyrst og fremst út af þessari heyrn.“ Jórunn fór í Tónlistarskólann þeg- ar hann var stofnaður og lærði hjá Árna Kristjánssyni sem þá var ný- kominn til landsins. Hún lauk burt- fararprófi frá skólanum og stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík ári síðar. Hún fór til framhalds- náms við Tónlistarháskólann í Berlín, og var þar í tvö ár, eða þar til stríðið braust út. Árin 1943-1945 var hún við Julliard skólann og lærði jöfnum höndum píanóleik og tón- smíðar. Henni var boðið að leika verk eftir sig á nemendatónleikum. Á eftir kom kennarinn hennar í tón- smíðum til hennar. - Ég vissi ekki að þú væri píanó- leikari, sagði hann undrandi. Jórunn segist alltaf hafa verið ákveðin í að læra. „Ég ætlaði ekki að vera viðvaning- ur og semja lög án þess að kunna það,“ segir hún. En hvað tók við þegar hún kom heim í fásinnið með alla þessa tónlist- armenntun í farangrinum? „Ég spilaði og samdi og mér fóru strax að berast verkefni. Eiginlega er merkilegt hvað ég fékk margar pant- anir. Ég samdi balletttónlist í tilefni af opnun Þjóðleikhússins en Sigríður Ármann, sem var nýkomin heim frá námi, samdi dansana. Móttökurnar þegar þetta verk var frumsýnt eru þær stórkostlegustu sem ég hef fengið. Það var líka mjög spennandi að gera tónlist við kvikmyndina, Síðasti bærinn í dalnum. Það er lítið tal í myndinni og tónlistin er sextíu mínút- ur, - eins og tvær sinfóníur. Ég var full af hugmyndum og áhuga og samdi stef fyrir allar aðalpersónur myndarinnar. í myndinni eru líka alls kyns töfrar, fólk hverfur eða birtist skyndilega og þetta þarf tónlistin auðvitað að undirstrika. Þetta var mjög skemmtilegur tími, bæði í starfi og fjölskyldulífi. Ég hafði gifst skólabróður mínum úr menntaskóla, Lárusi Fjeldsted, þegar ég kom frá Þýskalandi og á þessum tíma hafði ég eignast þrjú börn, Lárus, Katrínu og Lovísu. Þau léku sér kringum flygilinn meðan ég var að æfa og löguðu sig fljótt að starfi móð- ur sinnar. SÖNGSKÓLINN Skömmu eftir að Söngskólinn í Reykjavík var stofnaður, hringdi frænka mín og vinkona Þuríður Pálsdóttir, eða Níní, til mín og spurði hvort ég væri ekki til í að skreppa niðureftir til þeirra og vinna með þeim. - Við erum með svo fína nemend- ur og það er svo stutt fyrir þig að fara, sagði hún sannfærandi. Ég sló til og hef setið föst síðan og hjálpað til við að útskrifa nemendur með alþjóðlegt próf í söng. Þetta hef- ur verið yndislegur tími. Þarna er sungið á öllum tungumálum, allir full- ir af áhuga og samstarfið við aðra veitir manni mikla gleði og lífsfyll- ingu. Þetta verða bestu vinir manns. Söngskólinn hefur líka verið lyfti- stöng fyrir mig sem tónskáld. Lögin mín hafa bókstaflega verið rifin út úr höndunum á mér hálfskrifuð. Það mætti ætla að ég héldi þeim að nemendum, en það er nú eitthvað annað. En óneitanlega þykir mér mjög vænt um þetta" segir píanó- leikarinn og tónskáldið Jórunn Viðar. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.