19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 22
essi tilbúnu dæmi gætu öll verið
sönn. Þær eru margar Guggurnar í
sveitum, kauptúnum og kaupstöð-
um landsins sem flytja „suður“ til að læra, leita sér að
vinnu eða sjá heiminn. Sumar fara einar, aðrar taka með
sér kærastana, fæstar snúa heim aftur. Og Sigurbjargirn-
ar, sem hafa menntast og gjarnan vildu staðfestast í
heimasveit en geta ekki af því að makinn fær ekkert starf
þar við sitt hæfi, eru líka orðnar nokkuð margar. Þeim,
eins og Guggunum, fer íjölgandi. Á síðastliðnum áratug
hefur fólksíjölgun nær eingöngu átt sér stað á höfuðborg-
arsvæðinu eins og 1. tafla ber með sér.
1. tafla. Fólksfjölgun 1970-1989.
Svæði 1970-1980 1980-1989
Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin 12 460 50.6% 1214949.4% 22166 91.2% 2 147 8.8%
Þess ber að gæta að frjósemi og viðkoma er meiri á
landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur
sýna að gríðarlegir fólksflutningar hafa verið af lands-
byggðinni á höfuðborgarsvæðið á níunda áratugnum.
Og þar hafa Guggurnar verið margar. Nú eins og undanf-
arna áratugi flytjast fleiri ungar konur á aldrinum 15 til
24 ára brott en ungir karlmenn. Meðal karla eru flutning-
ar mestir á aldrinum 20-29 ára. Þeir skila sér fremur
heim aftur en konurnar.
Kvennafæö á landsbyggðinni
Ekki verður kvennafæðin til að laða
að Ingólfana, ungu höfuðstaðabú-
ana, sem annars gætu hugsað sér
að setjast að úti á landi ef þeir fyndu félagskap við sitt
hæfi. Lóurnar, sem eru átthagabundnar vegna eigna sinna,
eru e.t.v. ekki svo margar. Fráskildu konurnar og ekkj-
urnar virðast fremur kjósa að fara að dæmi ungu kvenn-
anna og flytjast í margmennið suður ef dæma á af skýrsl-
um Hagstofunnar sem sýna að hlutfall fráskilinna og
ekkna er óeðlilega hátt í höfuðborginni. Eftir sitja Haflið-
arnir einir á búum sínum og þeir eru fleiri en margur
heldur eins og 2. tafla ber með sér.
2. tafla. Hlutfall kvenna af 100 körlum eftir landshlutum
1990.
1) af heildaríjölda, 2) á aldrinum 20-34 ára , 3) ógiftar á
aldrinum 20-34 ára /100 ókvæntum.
Landshluti Konur/ 20-34 ára 100 karlar 20-34 ára ókvæntir
Landið 99 97 82
Reykjavík 106 102 90
Höfuðborgarsvæðið 100 98 81
utan Reykjavíkur
Suðurnes 95 96 75
Vesturland 92 93 78
Vestfirðir 91 88 71
Norðurland vestra 92 91 77
Norðurland eystra 98 94 80
Austurland 92 93 78
Suðurland 90 89 70
Þessi tafla sýnir svo ekki verður um villst að konurnar
sækja í þéttbýlið í ríkara mæli en karlmennirnir. I strjál-
býli, þar sem nú búa aðeins 8 af hundraði þjóðarinnar,
bjuggu 1718 fleiri karlmenn en konur árið 1990, þ.e. 84
konur/100 körlum. Meginreglan er því meira strjálbýli
og því fámennara þéttbýli þeim mun færri konur hlutfalls-
lega. Við þetta má bæta því einhæfara atvinnulíf þeini
mun færri konur og gildir þá einu hvort atvinnu- og tekju-
möguleikar kvenna séu sæmilegir eða ekki. Þannig voru
t.a.m. 91 kona/100 körlum í Vestmannaeyjum en 94/100
á Selfossi í árslok 1990. Það eru ekki bara atvinnu- og
tekjumöguleikar sem skipta máli.
Hverra er vandinn?
essar aðstæður eru ekkert sérstakar
fyrir ísland. í öllum vestrænum
löndum og víða í öðrum heimshlut-
um liggur straumur ungra kvenna til borganna og ósjald-
an er litið á þetta sem alvarlegan byggðavanda. Annars
staðar á Norðurlöndum, ekki síst í norðurhéruðum Nor-
egs, Svíþjóðar og Finnlands, hafa menn þungar áhyggjur
af kvennafæðinni á landsbyggðinni og skilgreina hana sem
kvennavandamál. Sænski félagsfræðingurinn Elisabeth
Sundin (1990) hefur bent á að þetta sé fremur vandamál
karlanna sem eftir verða en kvennanna sem fara til að
leita íjölbreyttara lífs og afkomumöguleika sem þeim
hentar betur. Það sé karlmannanna að leysa sinn vanda,
enda séu það yfirleitt þeir sem hafa fjármagn og ráð í
hendi sér
Hér er semsé komið kvennasjónarmiðið í byggðaþróun
og byggðastefnu. Konur eru sjálfstæðir gerendur og vilja,
velja og verða oft að gera annað en karlmenn og það
skiptir máli fyrir búsetu, atvinnu- og menningarlíf engu
síður en það sem karlmenn vilja, velja og verða að gera
þó að því sé oft lítill gaumur gefinn.
í rannsóknum á byggðaþróun og í framkvæmd byggða-
stefnu í nágrannalöndunum, ekki síst í Noregi, hefur
þessu lengi verið veitt athygli. Konur, bæði fræðikonur
og stjórnmálakonur, hafa m.a. séð til þess. Þar er talað
með nokkurri öfund um kvennamilljónirnar sem farið
hafa í byggðaþróunarverkefni sem konur hafa notið góðs
af, t.a.m. beinst að því að auka atvinnutækifæri kvenna
(Birgit Helene Jevnaker 1989).
Konur og byggðastefna á íslandi
w
Aíslandi hefur ekki rnikið farið fyr-
ir umræðum um konur og
byggðamál. Á ráðstefnu sem
Byggðastofnun og Samband íslenzkra sveitarfélaga efndi
til á Selfossi í nóvember 1987 undir fyrirsögninni: Hcfur
byggðastefnan brugðizt? er ekkert minnst á konur, engin
kona er meðal framsögumanna og af 170 þátttakendum
eru aðeins 23 konur. Það þýðir þó ekki að íslenskum
sveitarstjórnarmönnum og öðrum, sem hafa látið sig
byggðamál einhverju skipta, hafi ekki verið ljóst að vandi
væri á höndum. í ársskýrslum Byggðadeildar og síðar
Byggðastofnunar er vikið að því hér og þar en aðeins í
framhjáhlaupi. í hinni miklu Austurlandsáætlun, sem
Áætlanadeild Framkvæmdastofnunar gaf út í tveimur