19. júní


19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 36
Tímabundinn forgangur - réttlæti eða ranglæti? Texti:Vilborg Davíðsdóttir Með hugtakinu tímabundinn forgangur er áttvið að konur hafi forgang fram yfir karlmenn þegar valið er úr hópi umsækj- enda um tiltekið starf7 að því tilskildu auðvitað að þær séu jafnhæfar körlum. Tilgangurinn erað jafna aðstöðumun kynjj- anna til lengri tíma. Reglur um tímabundinn forgang hafa ekki enn verið settar hérlendis svo að mér sé kunnugt en tíðkast víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum og eiga þá einnig við um ýmsa aðra hépa sem á einhvern hétt búa við mismunun, svo sem blökku- menn. Ég tel þörf á því að kven- réttindahreyfingin ræði hug- myndina um forgang kvenna til starfa til fulls og taki til hennar afstöðu. Eftirfarandi grein er mitt framlag til þess að opna slíka umræðu. Misréttið í raun Við þekkjum ótal dæmi þess að konur eiga ógreiðan aðgang að ákveðnum störfum í samfélag- inu og þá helst þeim sem fela í sér einhvers konar völd. Konur eru enn fáar á Alþingi, ein kona gegnir ráð- herraembætti þegar þetta er skrifað, yfirmenn hinna ýiiisu ráðuneyta eru að miklum meirihluta karlar. Ein kona er hæstaréttardómari og tók reyndar við því starfi fyrir fáum mán- uðum. Engin kona hefur enn verið ráðin bankastjóri. Prófessorar við Háskóla Islands eru karlmenn og rektorar háskólans hafa allir verið karlmenn. Ritstjórar og fréttastjórar dagblaðanna eru næstum undantekn- ingarlaust karlmenn og þannig má lengi halda áfram. Afieiðingar þess að mikill meirihluti þeirra sem stýra lífi okkarer karlmenn eru margvíslegar og menn verða seint sammála um þær. Þó er óhætt að fullyrða að stór hópur kvenna hefur verið misrétti beittur vegna þessara aðstæðna. Ástæður þessa ástands eru fjölmarg- ar og í umræðunni um jafnréttismál hafa ýmsar þeirra verið tíndar til. Sá eiginlciki kvenna að ganga með og ala af sér börn hefur jafnan verið tal- inn helsta hindrunin á vegi þeirra á leið til frama. í raun hindrar með- gangan sjálf ekki nema fáar konur í starfi en þegar barnið er komið í heim- inn er það móðurinnar að ábyrgjast velferð þess. Enn þann dag í dag hvíl- ir barnauppeldið að mestu leyti á herðum kvenna og því fylgja ýmsar „aukaverkanir“ sem leiða gjarnan til þess að konur eiga erfiðara með að taka að sér aukavinnu sem oft fylgir ábyrgðarstörfum. Þeim hættir fremur til en karlmönnum að láta þarfir barn- anna ganga fyrir þörfum fyrirtækis- ins, ef svo háðulega má að orði kom- ast. Þá hefur einnig verið nefnt að konur séu einfaldlega ekki eins metnaðar- gjarnar og karlmenn og sækist síður eftir frama. Þær njóti sín betur í umönnunarstörfum ýmiss konar vegna tengsla sinna við börnin. „Breyttur hugsunarháttur“ er við- kvæði sem oft heyrist í umræðum um þessi mál. Þessi lykilorð fela í sér þá skoðun að vandamálin sé auðvelt að 36 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.