19. júní


19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 61

19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 61
tala við. Hún trúði sjúkraþjálfaranum fyrir því sem hún hafði ekki haft kjark í sér til að tala um við lækninn - sem þó var ósköp elskulegur en virtist bara hafa svo mikið að gera - að hún vissi hreint ekkert um þessa grindar- botnsvöðva sem hún var komin til að þjálfa. „Hvað ertu að segja?“, sagði sjúkra- þjálfarinn steinhissa. „Ég hélt að allar konur sem orðnar væru þrítugar og þar að auki búnar að eiga börn ættu að vita allt um þessa mikilvægu vöðva! Var þér ekkert sagt þegar þú varst í óiéttuleikfiminni?“ „Ég komst ekki í hana vegna þess að á þeim tíma meðgöngunnar, sem ég átti að vera í leikfími, var hásumar og þá var sumarleyfí hjá þeim sem sjá um þessa leikfimi. Það er auðsjáan- lega ekki ætlast til að maður sé ólétt- ur á sumrin", sagði hún í ögn ásak- andi tón. „En í leikfiminni uppi á fæðingar- deild?“ „Nei. Ég komst ekki heldur í hana, því að hún var bara á morgnana og þá þurfti maður að mæta á fundi, í læknisskoðun eða eitthvað í þá áttina, svo að maður missti alltaf af henni.“ „Ja, hérna“, sagði sjúkraþjálfarinn, en bætti svo við: „Það er reyndar al- veg ótrúlegt hversu margar konur vita ekkert um þessa vöðva en ég hélt reyndar að það væru aðallega eldri konur sem ekki fengu neina fræðslu á sínum tíma. Það er alveg bráðnauð- synlegt fyrir allar konur að vita hversu mikilvægir þessir vöðvar eru því að það eru þessir vöðvar sem halda við líffærin þarna að neðan. Ef þcir slapp- ast þá aflagast líffærin og starfsemin getur farið úr skorðum. Þetta er t.d. ástæðan fyrir blöðrusigi sem hrjáir svo margar konur þegar þær fara að eld- ast og gerir að verkum að þær geta ekki haldið þvagi. Finnst þér þú hafa átt í vandræðum með að halda í þér?“ „Já“, sagði hún og bætti við: „Ég verð oft fyrir því að ég næ ekki á kló- settið ef mér er mikið mál.“ ;,Nú, þú ert þá svona slæm“, sagði sjúkraþjálfarinn. „Ég mun ekkert skoða þig en áður en við byrjum á œfingunum ætla ég að sýna þér mynd- lr af þessu svæði og vöðvunum sem bú átt að læra að þjálfa.“ Hún dró fram nokkrar bækur og teikningar og sýndi konunni hvar vöðvarnir væru og útskýrði að grind- arbotninn samanstæði af vöðvum sem lokuðu mjaðmagrindinni að neðan og mynduðu jafnframt op fyrir þvag- rás, leggöng og endaþarm. Vöðva- platan væri stinn þegar allt væri í lagi og gæfi góðan stuðning við grindar- holslíffærin og mætti þá líkja vöðvun- um við strekkt hengirúm, en eftir því sem þeir slöppuðust þá sigi „hengi- rúmið“ og um leið líffærin og þá færi að kárna gamanið. En konur gætu varnað því að vöðvarnir slöppuðust með því að þjálfa þá eins og aðra vöðva. Og ef þær gerðu það þá gætu þær jafnvel komið í veg fyrir að fá blöðrusig þegar þær væru orðnar gamlar og losnað þar með við öll vandræði með þvagleka og þess hátt- ar. Endaþarmur Gðlilcgur grindarbotn Dúandi strætis vagnar í Svíþjóð y,Svo er annað“, bætti sjúkra- þjálfarinn við. „Það getur haft bæt- andi áhrif á kynlífið að þjálfa þessa vöðva, enda eru þeir stundum kallað- ir „ástarvöðvar“. Það er t.d. sagt að sænskar konur séu mjög meðvitaðar um þessa þjálfun og noti hvert tæki- færi sem gefst. í gamni hefur verið sagt að allir strætisvagnar í Svíþjóð dúi vegna þess að konurnar sem eru í vögnunum noti tímann á meðan þær ferðast til grindarbotnsþjálfunar. Því að sjáðu til: grindarbotnsvöðvarnir umlykja og styðja miðhluta leggang- anna og ef þau eru slöpp, hvort sem er vegna barnsburðar, öldrunar eða þjálfunarleysis, þá verður það smám saman til þess að leggöngin styttast og víkka. Leggöngin geta þá hvorki dregist saman né þanist út og því ekki haldið við getnaðarlim við samf- arir. Konur kvarta þá oft um skort á tilfinningu í leggöngunum við samfar- ir og karlmenn um að limurinn týnist inni í konunni. Auðvitað veitir kynlif- ið þá hvorki konunni né rekkjunaut hennar nógu mikla ánægju.“ Þegar hér var komið sögu, hófust æfingarnar. Konan lagðist upp á bekk og sjúkraþjálfarinn sagði henni til: „Þú verður að einbeita þér algjörlega að því að finna réttu vöðvana og herpa þá saman. Þú átt ekki að kreista rasskinnarnar og ekki heldur innan- lærisvöðvana, heldur vöðvana innan í þér. Finnurðu þá?“ Nei. Konan fann alls enga vöðva fyrir utan þessa sem hún átti ekki að herpa saman. Slakur grindarbotn „Jæja. Við látum þetta gott heita svona í fyrsta sinn“, sagði sjúkraþjálf- arinn. „Élestir eiga erfitt með þetta í fyrstu en þegar lengra er komið þá geta konur þjálfað vöðvana hvar og hvenær sem er. En þú skalt halda áfram að reyna að finna fyrir vöðvun- um heima og góð leið til að byrja er að reyna að stoppa bununa í miðjum klíðum þegar þú ert að pissa. Þá ertu að minnsta kosti á réttum slóðum. Önnur leið er að fara með tvo fingur upp í leggöngin, t.d. þegar þú ert í sturtu, og herða að. Þá ertu búin að finna rétta vöðva. Þú reynir þetta og svo sjáum við hvernig gengur í næsta tíma, en þangað til ætla ég að biðja þig um að muna að ef þú þarft að hósta, hnerra eða taka upp eitthvað þungt að halda á móti með því að herpa saman vöðvana að neðan. Því 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.