19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1991, Qupperneq 55

19. júní - 19.06.1991, Qupperneq 55
Lára Júliusdóttir lögtræðingur. ingaráðs, en í afriti af dómnum sem féll í málinu þann 21. desember 1990 - og Lára afhenti blaðamanni - koma fram allir málavextir: Lögfræðingur Tryggingaráðs mælti í greinargerð með því að fæðingaror- lofsgreiðslur yrðu samþykktar í máli Láru, en meirihluti Tryggingaráðs hafnaði untsókn hennar á þeirri for- sendu að ekki væri tímabært að breyta gildandi starfsreglum Tryggingstofn- unar um greiðslu fæðingarorlofs. Lára sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og sagði meðal annars að ekki væru nein- ar upplýsingar fyrir hendi hjá Trygg- ingaráði um það hversu mörgum hafí verið synjað um greiðslur í fæðingar- orlofi vegna þessara „gildandi starfs- reglna“ ráðsins, enda hafi í umsókn- inni um fæðingarorlof hvorki hún né aðrir umsækjendur verið spurðir um launagreiðslur. Lára taldi einnig að við endurskoðun laga um fæðingaror- lof árið 1986 og 1987 hefði ýmislegt bent til þess að nefndarmenn hefðu skilið lögin þannig að þau ættu að tryggja konum rétt til að semja um viðbótargreiðslur frá atvinnurekend- um, auk þess sem ekkert væri í ákvæð- um laganna um fæðingarorlof sem bannaði atvinnurekanda að sýna starfsmanni sínum slíkan velvilja. Lára benti síðan á að óljóst væri í hverju gildandi starfsreglur Trygg- ingastofnunar væru fólgnar, því að stofnunin greiddi bankamönnum at- hugasemdalaust fæðingarorlof þrátt fyrir viðbótargreiðslu frá atvinnurek- anda. Samkvæmt samningum banka- manna greiðir atvinnurekandi óskert laun fyrstu þrjá mánuðina og síðan taka greiðslur frá Tryggingastofnun við, en á móti tekjumissinum kemur 25.000 króna eingreiðsla sem viðkont- andi fær greidda áður en farið er í fæðingarorlofið. Að auki benti Lára á að í kjarasamningum ASÍ/VSÍ hefði verið samið um óskertar greiðslur á desemberuppbót og orlofsuppbót til foreldra í fæðingarorlofi og spurði þá hvort þessar greiðslur rnyndu koma í veg fyrir rétt foreldranna til að fá fæðingarorlof sitt greitt frá Trygg- ingastofnun. Það sem næst gerðist í ntálinu var að Lára höfðaði mál fyrir bæjarþingi í Reykjavík gegn Tryggingastofnun ríkisins til greiðslu fæðingarorlofs að upphæð 232.382 kr. að viðbættum dráttarvöxtum og eins og fyrr segir lyktaði málinu á þann veg að Lára vann það; Tryggingastofnun var gert að greiða henni fæðingarorlofið, dráttarvextina og málskostnað. Adam ekki lengi í Paradís Þetta var ekki eingöngu sætur sig- ur fyrir Láru, heldur allar konur í sömu stöðu, því að þessi barátta hennar hafði leitt af sér að nú var opinberlega viðurkennt að Trygg- ingastofnun væri óheimilt að neita að greiða konum fæðingarorlof, þó að vinnuveitandi væri svo vinsamlegur að bæta starfsmanni sínum upp þann tekjumissi er hann yrði fyrir í fæðing- arorlofi. Þetta var mikið gleðiefni fyr- ir konur, en Adarn var ekki lengi í Paradís. Lára sagði að Trygginga- stofnun hefði ekki viljað una dómnum og í mars, þegar samtal okkar átti sér stað, hafði henni ekki enn verið greitt fæðingarorlofið og hún sagðist allt eins búast við að Tryggingastofnun myndi áfrýja málinu til Hæstaréttar. Og það fór sem Láru grunaði; um miðjan mars birtist frétt í dagblöðun- urn þess efnis að Tryggingastofnun ríkisins hefði ákveðið að áfrýja úr- skurði Borgardóms Reykjavíkur í málinu. í fréttinni kom fram að málið yrði þingfest í Hæstarétti þann 3. apríl, en að það gæti liðið langur tími - allt upp í tvö ár - þar til málið yrði tekið fyrir og á meðan fær Lára fæð- ingarorlofið ekki greitt! 1 fréttinni kom ennfremur fram að í fyrravor hefði dagað uppi á Alþingi frumvarp urn breytingar á almanntryggingalög- um þess efnis að fæðingarstyrkur fáist greiddur þó að samið sé við launa- greiðanda um greiðslu mismunar á fullum launum og fæðingarstyrk. Frumvarpið var aftur lagt fyrir þingið í vor, en afgreiðslu þess ekki lokið fyrir þinglok. -Hvernig heldurðu svo að málið þitt fari í Hæstarétti? „Ég er bjartsýn.” Nýtt keríl sem nær til allra stétta En eins og fyrr segir sat Lára í nefnd sem skipuð var til að end- urskoða fæðingarorlofslögin frá 1986. Nefndin lauk störfum í apríl í fyrra og gerir hún ráð fyrir gagngerum breytingum, en tillögurnar hafa ekki verið lagðar fyrir þingið ennþá. En hverjar eru helstu breytingarnar? „í tillögum nefndarinnar er gengið út frá því að fæðingarorlofið verði tekjutengt og að lögin nái til allra; að engin sérlög séu fyrir opinbera starfs- menn, bankamenn eða aðra. Greiðsl- ur fæðingarorlofs færu í gegnunt 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.