19. júní


19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 10
Skömmu eftir að Sigríður afhcnti trúnaðarbrcf sitt í Svíþjóð afhcnti hún trúnaðarbrcf sitt, scm scndi- hcrra Islands i Finnlandi, Mauno Koivisto forscta Finnlands. til að skrifa undir samninga fyrir hönd Islands og hefur afskipti af öll- um málum er varða beina hagsmuna- gæslu Islendinga. Við kosningar til Alþingis stjórnar sendiherra utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslu og er það ærinn starfi í Svíþjóð með tilliti til þess að einn af hverjum þremur ís- lendingum, sem búsettir eru erlendis, er þar. Með nýlegri rýmkun kosn- ingalaga er íslendingum, sem búið hafa erlendis í átta ár eða lengur, heimilt að kjósa sem óneitanlega eyk- ur fjölda þeirra sem nýta sér kosn- ingarétt sinn á erlendri grund. Auk þess að undirbúa komu íslenskra ráðamanna til Svíþjóðar fylgir sendi- herrann íslenski sænskum og finnsk- um þjóðhöfðingjum og ráðamönnum er þeir heimsækja ísland. Ef til vill er skyldum Sigríðar Snævarr best lýst með því að segja að hún sé brú- in milli íslands og umboðssvæðis síns sem er aðallega Svíþjóð og Finnland. Á Norðurlöndunum njóta Norð- urlandabúar félagslegra réttinda í hverju landi um sig og með tilliti til hinna sérstöku tengsla Norðurland- anna mætti hugsa sér að starf ís- lensku sendiráðanna þar sé nokkuð öðruvísi en starf þeirra í öðrum lönd- um. íslenska sendiráðið í Stokkhólmi er ekki stórt frekar en önnur sendiráð okkar því þar eru aðeins sendiherr- ann, sendiráðsritari og tveir ritarar. Það er skemmtileg tilviljun að starfs- fólk sendiráðsins er allt konur að bílstjóranum undanskildum! Skiptir heiminum ekki í konur og karla kki reyndist unnt að fá blaða- viðtal við Sigríði en á grund- velli gamallar vináttu sam- þykkti hún að svara örfáum spurn- ingum blaðamanns í síma á heimili sínu í Stokkhólmi. Aðspurð hvort hún verði vör við undrun þegar ís- lenski sendiherrann er kynntur og í ljós kemur ung og glæsileg kona, skellir hún uppúr og segir að svo sé ekki. "Ég skipti ekki heiminum í konur og karla og ætlast til að aðrir geri það ekki heldur. Staða sendi- herra er slík að honum er sýnd til- hlýðileg virðing sem tilheyrir slíkri stöðu þó alltaf megi segja að per- sónuleiki einstaklingsins ráði ætíð mestu um viðhorf fólks og framkomu gagnvart viðkomandi. Eitt sinn var sagt um Jóhannes Nordal í grein að menn hafi vald í krafti stöðu sinnar en áhrifavald í krafti persónuleika síns. Þessi setning er mér mjög minnisstæð." Sigríður bendir réttilega á að því miður sé það ekki bara á íslandi að fáar konur eru í stjórnunarstörfum en sem betur fer sé þetta aðeins að breytast þótt hægt fari. í hnotskurn megi segja að á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða utanríkisþjón- ustuna eða önnur störf, verði menn að undirbúa sig vel og "reyndar að vinna endalaust að þeim markmiðum sem maður setur sér". Fyrsti sendi- herrann í íslensku utanríkisþjón- ustunni var skipaður í ágúst árið 1920 og sjötíu ár líða áður en fyrsta konan er skipuð sendiherra. "Auðvit- að er þetta nokkuð langur tími en ég vil hins vegar nefna að mér flnnst þær íjölmörgu konur, sem starfað hafa í utanríkisþjónustu okkar, hafi oft gleymst," segir Sigríður. "Það hafa alltaf verið konur starfandi í sendiráðunum og einnig eiginkon- urnar sem hafa hreinlega þurft að reka gistihús og veitingahús á heimil- unum. Ritararnir eru jafnframt í stjórnunarstörfum og miklar kröfur eru gerðar til þeirra. Þær eru lífæðin í þjónustu þar sem embættismenn eru meira eða minna út og suður vegna eðlis starfs þeirra." Þess má geta að fjöldi kvenna í embættisstörfum í ís- lensku utanríkisþjónustunni hefur aukist hin síðari ár og eru þær nú fimm að Sigríði meðtaldri. Utanríkisþjónustan kallar á fórnir Sðli starfsins vegna krefst ut- anríkisþjónustan mikils af starfsmönnum sínum og heilu fjölskyldurnar þurfa að flytjast búferlum frá íslandi með regulegu millibili og síðan á milli landa erlend- is. Þetta kallar á skólavist barnanna í erlendum skólum og á stundum langan aðskilnað við ættingja og vini á íslandi. Þess eru jafnframt dæmi, reyndar í auknum mæli á íslandi og erlendis, að hjón dveljist langdvölum aðskilin. „Utanríkisþjónustan kallar á miklar fórnir og maður verður að gera það upp við sig að mikið skal til mikils vinna," segir Sigríður lok- um. "Eðli utanríkisþjónustu er þann- ig að það snertir alla fjölskylduna og segja má að það sé meiri ákvörð- un fyrir mann persónulega að hefja störf í utanríkisþjónustunni með öllu sem því fylgir heldur en þegar maður ákveður að vinna til dæmis í Reykja- vík. Starfíð er ákaflega áhugavert en hæpið er að nokkur, sem í slíkt starf fer, geri það án þess að gera sér grein fyrir því í upphafi að aðskilnaður við fjölskyldu og vini sé óhjákvæmilegur fylgifiskur þess." 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.