19. júní - 19.06.1991, Síða 10
Skömmu eftir að Sigríður afhcnti trúnaðarbrcf sitt í Svíþjóð afhcnti hún trúnaðarbrcf sitt, scm scndi-
hcrra Islands i Finnlandi, Mauno Koivisto forscta Finnlands.
til að skrifa undir samninga fyrir
hönd Islands og hefur afskipti af öll-
um málum er varða beina hagsmuna-
gæslu Islendinga. Við kosningar til
Alþingis stjórnar sendiherra utan-
kjörstaðaatkvæðagreiðslu og er það
ærinn starfi í Svíþjóð með tilliti til
þess að einn af hverjum þremur ís-
lendingum, sem búsettir eru erlendis,
er þar. Með nýlegri rýmkun kosn-
ingalaga er íslendingum, sem búið
hafa erlendis í átta ár eða lengur,
heimilt að kjósa sem óneitanlega eyk-
ur fjölda þeirra sem nýta sér kosn-
ingarétt sinn á erlendri grund. Auk
þess að undirbúa komu íslenskra
ráðamanna til Svíþjóðar fylgir sendi-
herrann íslenski sænskum og finnsk-
um þjóðhöfðingjum og ráðamönnum
er þeir heimsækja ísland. Ef til vill
er skyldum Sigríðar Snævarr best
lýst með því að segja að hún sé brú-
in milli íslands og umboðssvæðis síns
sem er aðallega Svíþjóð og Finnland.
Á Norðurlöndunum njóta Norð-
urlandabúar félagslegra réttinda í
hverju landi um sig og með tilliti til
hinna sérstöku tengsla Norðurland-
anna mætti hugsa sér að starf ís-
lensku sendiráðanna þar sé nokkuð
öðruvísi en starf þeirra í öðrum lönd-
um. íslenska sendiráðið í Stokkhólmi
er ekki stórt frekar en önnur sendiráð
okkar því þar eru aðeins sendiherr-
ann, sendiráðsritari og tveir ritarar.
Það er skemmtileg tilviljun að starfs-
fólk sendiráðsins er allt konur að
bílstjóranum undanskildum!
Skiptir heiminum ekki
í konur og karla
kki reyndist unnt að fá blaða-
viðtal við Sigríði en á grund-
velli gamallar vináttu sam-
þykkti hún að svara örfáum spurn-
ingum blaðamanns í síma á heimili
sínu í Stokkhólmi. Aðspurð hvort
hún verði vör við undrun þegar ís-
lenski sendiherrann er kynntur og í
ljós kemur ung og glæsileg kona,
skellir hún uppúr og segir að svo sé
ekki. "Ég skipti ekki heiminum í
konur og karla og ætlast til að aðrir
geri það ekki heldur. Staða sendi-
herra er slík að honum er sýnd til-
hlýðileg virðing sem tilheyrir slíkri
stöðu þó alltaf megi segja að per-
sónuleiki einstaklingsins ráði ætíð
mestu um viðhorf fólks og framkomu
gagnvart viðkomandi. Eitt sinn var
sagt um Jóhannes Nordal í grein að
menn hafi vald í krafti stöðu sinnar
en áhrifavald í krafti persónuleika
síns. Þessi setning er mér mjög
minnisstæð."
Sigríður bendir réttilega á að því
miður sé það ekki bara á íslandi að
fáar konur eru í stjórnunarstörfum
en sem betur fer sé þetta aðeins að
breytast þótt hægt fari. í hnotskurn
megi segja að á öllum sviðum, hvort
sem um er að ræða utanríkisþjón-
ustuna eða önnur störf, verði menn
að undirbúa sig vel og "reyndar að
vinna endalaust að þeim markmiðum
sem maður setur sér". Fyrsti sendi-
herrann í íslensku utanríkisþjón-
ustunni var skipaður í ágúst árið
1920 og sjötíu ár líða áður en fyrsta
konan er skipuð sendiherra. "Auðvit-
að er þetta nokkuð langur tími en
ég vil hins vegar nefna að mér flnnst
þær íjölmörgu konur, sem starfað
hafa í utanríkisþjónustu okkar, hafi
oft gleymst," segir Sigríður. "Það
hafa alltaf verið konur starfandi í
sendiráðunum og einnig eiginkon-
urnar sem hafa hreinlega þurft að
reka gistihús og veitingahús á heimil-
unum. Ritararnir eru jafnframt í
stjórnunarstörfum og miklar kröfur
eru gerðar til þeirra. Þær eru lífæðin
í þjónustu þar sem embættismenn eru
meira eða minna út og suður vegna
eðlis starfs þeirra." Þess má geta að
fjöldi kvenna í embættisstörfum í ís-
lensku utanríkisþjónustunni hefur
aukist hin síðari ár og eru þær nú
fimm að Sigríði meðtaldri.
Utanríkisþjónustan
kallar á fórnir
Sðli starfsins vegna krefst ut-
anríkisþjónustan mikils af
starfsmönnum sínum og
heilu fjölskyldurnar þurfa að flytjast
búferlum frá íslandi með regulegu
millibili og síðan á milli landa erlend-
is. Þetta kallar á skólavist barnanna
í erlendum skólum og á stundum
langan aðskilnað við ættingja og vini
á íslandi. Þess eru jafnframt dæmi,
reyndar í auknum mæli á íslandi og
erlendis, að hjón dveljist langdvölum
aðskilin.
„Utanríkisþjónustan kallar á
miklar fórnir og maður verður að
gera það upp við sig að mikið skal
til mikils vinna," segir Sigríður lok-
um. "Eðli utanríkisþjónustu er þann-
ig að það snertir alla fjölskylduna
og segja má að það sé meiri ákvörð-
un fyrir mann persónulega að hefja
störf í utanríkisþjónustunni með öllu
sem því fylgir heldur en þegar maður
ákveður að vinna til dæmis í Reykja-
vík. Starfíð er ákaflega áhugavert en
hæpið er að nokkur, sem í slíkt starf
fer, geri það án þess að gera sér grein
fyrir því í upphafi að aðskilnaður við
fjölskyldu og vini sé óhjákvæmilegur
fylgifiskur þess."
10