19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1991, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.1991, Qupperneq 33
vernda fiskistofnana okkar og byggja þá upp í tvö ár - fjárfesta í okkar eigin auðlind. Það myndi bera sig. En svona uppástunga hljómar mjög framandi fyrir fólki. Við erum enn þá svo upptekin af neyslufylleríinu sem við duttum í eftir stríðið-og svo upptekin af því sem kallað er þróun. Ogaf hagvexti. í rauninni er verið að beita hræðsluáróðri þegar því er haldið fram fullum fetum að ef við aukum ekki hagvöxtinn verði ísland að „volæðislandi" um aldamótin. Fatækt er umhverfisvandi Þridja atríðið sem lögð er áhersla á i Brundtland-skýrlsunni er ójöfnuður- mn í heiminum sem ein orsök umhverf- isvandans. Þar segir t.d.: „Þessi tenging milli fátæktar, ójöfnuðar og eyðileggingar umhverfisins var þungamiðjan ígrein- mgu okkar á vandamálinu og þeim til- lögum sem við vildumgera tilúrbóta Já, þetta er nokkuð sem ég held að fólk almennt geri sérekki grein fyrir. t*að var nú lengi talað um bilið á milli austurs og vesturs en nú er talað um norður- suður. í suðrinu er gífur- legur mannfjöldi og mikil mannfjölg- un og fátæktin er voðaleg. Þessar þjóðir eiga enga mögulcika. Þær ná uldrei okkar velferðarstigi. En við höfum náð okkar velferðarstigi á þeirra kostnað-gengið á auðæfin í °kkar eigin þágu. í tilraunum sínum l'l að bæta stöðu sína ganga þær á eigin auðlindir. Hins vegarsitjum við, þjóðir norðursins, á öllum peningun- um. Ef velferðin og neyslan ætti að na sama stigi hjá hinum - ef hver cin- usti Kínverji eignast bíl og ísskáp - fja, þá er þetta bara búið! En kröfurn- areru uppi ogátök framundan. Það Sem þarf að gerast er jöfnun lífsgæð- anna - við verðum að draga úr okkar neyslu til að þessar þjóðir geti aukið ^ið sína. Það þarf líka að draga úr ninni gífurlegu fólksfjölgun - með ‘ræðslu og leiðbeiningum. Eitt afþví sem skýrslan kemur inn á 'þessu samhengi eru hin margvislegu hugsmunasamtök þjóðanna, tolla- undalög, efnahags- og viðskipta- "Undalög afýmsu tagi. Égfæ ekki ctUr séð en verið sé að hvetja til alls- lerjar uppstokkunar á því kerfi öllu...? Já, einmitt. Staðreyndin er sú að þróunarlöndin eiga ekki möguleika á |*ð rækta sitt land og lifa af vegna þess að þau eru ekki samkcppnishæf í verði vegna niðurgreiðslna og tolla- múra. Ef þau vilja standast sam- keppnina, þurfa þau að rækta þvílíkt magn að þrautpína þarf jarðveginn og þar með ganga af honum dauðum. Það sama má reyndar segja um bænd- ur í t.d. Hollandi og Þýskalandi þar sem varan er niðurgrcidd. Þcir eru á hraðri leið með að eyðileggja jarðveg- inn með eitri og tilbúnum áburði til þess að magnið verði sem mest. Hér heima framleiðum við ómengað kjöt en það stenst ekki samanburð í verði við verksmiðjuframleidda kjötið í Evrópu. Magnið skiptir svo miklu máli og allt of mikið er lagt undir til að ná því-jafnvel jörðin. Matvæla- framleiðslan er þannig ekki í neinu jafnvægi við náttúruna heldur stjórn- ast hún af viðskiptabandalögum, sem ekkert tillit taka til umhverfisþátta. Brundtland-skýrslan hvetur til þess að landbúnaðarframleiðsla þróunar- landanna verði styrkt og að verslunar- skilyrðum verði breytt til hagsbóta fyrir smábændur. Samhliða þurfa iðn- aðarlöndin þá að draga úr sínum nið- urgrciddu forðabúrum. Sem sagt- hvatt er til lífrænna og heilnæmra ræktunaraðferða og mælt gegn fjölda- framleiðslu í verksmiðjum af því tagi sem stunduð er í Evrópu og Banda- ríkjunum. Þetta er auðvitað mjög umhugsunarvert markmið út frá sjón- armiði okkar sem matvælaframleið- enda með auðlindir til lands og sjáv- ar. Trúboð vestrænna lífshátta Orðið „lífsmunstur “ kemur oftfyrir í skýrslunni. Svo ég nefni dænti: ,, Frumhyggjar og ýmsir þjóðjlok kar munu þurfa sérstaka athygli,því núver- andi efnahagskerfi sundrar lífsmunstri þeirra. Lífsmunstri sem nútíma þjóðfé- lag getur lært mikið afvarðandi stjórn- un og umgengni við auðlindirnar. “ Af þessu dæmi og öðru í skýrslunnifinnst mér sjást gagnrýni á nútímalifsmunst- ur,þ.e. vestrænt lífsmunstur, og að ver- ið sé að leggja til að við tökum okkur annað til fyrirmyndar... ? Já, enda er fólki alltaf að verða Ijós- ara að það trúboð vestrænna lífs- hátta, sem átt hefur sér stað , hefur haft skaðleg áhrif í lor með sér. Oðr- um lífsháttum hefur bókstafiega verið splundrað í nafni þess. Agætt dæmi eru Grænlendingar, sem hafa verið rifnir upp með rótum og allir geta séð hvaða afieiðingar það hefurhaft. Þareiga náttúruverndar- sinnar líka sök að máli og hafa sýnt mikið kunnáttuleysi. Grænlendingar lifðu í sátt við náttúruna en þcir gera það ekki lengur. Sjálfbær þróun Nefndin hvetur til sjálfhærrar þróunar —geturðu skýrt það hugtak svolítið? Sjálfbær þróun er einfaldlega þróun sem bcr sig sjálf, þróun sem ekki geng- ur á auðlindir og umhverfi þannig að tjónið verði óbætanlegt síðar. Hún tekur ekki meira en hún getur skilað til baka. í rauninni er um að ræða minni neyslu og nýtni, sparsemi. Mömmur okkar og ömmur röktu upp peysurnar og prjónuðu upp á nýtt, plastpokar- nir voru notaðir oftar en einu sinni fyrst þegar þeir komu á markaðinn. Þetta er bara spurning um að nota hlutina, velja sterka hluti og eiga þá og nota lengur. Þá þarf að hverfa frá því hugarfari að velja alltaf það fijót- legasta - t.d. pappadiska í afmælin af því það er svo þægilegt. Þægilegt fyrir hvern? Og af því að 19. júní kemur út ein- mitt á þeim tíma sem fólk er að vinna vorverkin í görðunum sínum má minna á að einmitt þá er allt ruslið tekið og sett í svarta poka. Svo er svörtu pokunum hent og innihaldið varðveitist í þeim til eilífðar. Og svo þcgar við erum búin að henda öllum þeim lífræna áburði, sem fór ofan í jörðina í svörtu pokunum, kaupum við tilbúinn áburð í plastpokum til að nota á garðinn! Það væri þáttur í þeirri sjálfbæru þróun, sem verið er að hvetja til, að endurnýta ruslið úr garðinum svo það verði aftur mold. Þá væri maður að taka þátt í hringrás náttúrunnar, skila aftur því sem tekið er. Og með þessari ágætu áhendingu til lesenda 19.júní Ijúkum við samtalinu við Auði Sveinsdóttur. Vert er aó henda á að úrdrátt Landverndar úr Brundt- land-skýrslunni máfá á skrifstofu Landverndar, Skólavörðustig 25, sírni 25242. Ath! Eftir að þetta viðtal var tekið hefur Umhverfisráðuneytið gefið út „Leiðsögn um sjálfbæra þróun" og má nálgast það rit í ráðuneytinu. L 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.