19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 58
að biðja þig að fá Nonna til að samþykkja það. Honum
finnst svo ágætt að hafa þetta svona en ég er nú eiginlega
með samviskubit. Þú ert alltaf búin að brjóta allt saman
og strauja þegar ég kem að taka af snúrunum og þú
hefur nú alveg í nógu að snúast, ha? Jæja, það er fínt.
Segjum það þá. Já, bless, bless.
Siggd, sæl! Já, þetta er ég.
Heyrðu, ég fékk Nonna loks til að samþykkja að kaupa
þvottavél, en hugsaðu þér, hann kunni ekki á hana,
sagðist ekki geta lært á alla takkana! Og hann sem er
svo klár að gera við bílinn. Veistu, ég var orðin svo hund-
leið á þessu að ég hætti bara að þvo af honum. Já, hætti
bara! Henti Öllum fötunum hans í körfu og þvoði bara
af mér. Þú hefðir átt að sjá svipinn á drengnum þegar
hann áttaði sig og fór fram í þvottahús með leiðarvísinn
eftir tvær vikur!
Ég skil þetta samt ekki með hann Nonna. Tengdam-
amma er á kafi í alls konar félagsstörfum, voða meðvituð
og allt. En Nonni er bara litla barnið hennar ennþá. Þú
ættir að heyra í henni þegar við förum í mat upp eftir
um helgar. Talar við hann eins og smábarn, ég get svo
svarið það! Hún er kannski að komast á þetta breytingar-
skeið, þú veist. Þá fara konur allt í einu að fatta að börn-
in eru flogin úr hreiðrinu og gera allt sem þær geta til
að halda í þau. Gera sig ómissandi með því að vera allt-
af að gera eitthvað fyrir þau, bjóða í mat og svoleiðis.
Annars er hún nú ekkert svo gömul, hún er alltaf að
tala um þessa frægu 68-kynslóð sína.
En ég má nú ekki bara kvarta. Nonni þvær stundum
upp, já, já. Gallinn er bara sá að hann skilur allt leirtau-
ið eftir í grindinni og gleymir að þvo pottana. Svo þarf
ég alltaf að fara fram og þurrka af borðunum og skola
úr borðtuskunni. Heyrðu, hann er að koma inn, ég þarf
að hlaupa. Bless, bless.
Mamma? Sæl, þetta er ég.
Bara allt ágætt. Af hverju heldurðu að það sé alltaf
eitthvað að þegar ég hringi? Láttu ekki svona,
mamma. Nei, það er bara smávesen hjá okkur Nonna.
Ekkert sem við getum ekki leyst sjálf. Nei, það er bara
þetta með matinn. Sko, ég er alltaf búin að vinna klukk-
an fimm en hann klukkan sex. Ég fer auðvitað í tiltektina
þegar ég kem heim, tíni af borðinu, tek saman blöðin,
vökva blómin og það allt. Tek saman föt og sting í
þvottavélina. Svo elda ég alltaf matinn. Alltaf, ég get
svarið það. Drengurinn kann ekki neitt í eldhúsinu. Jú,
jú, mér finnst allt í lagi að elda. Bara ekki alltaf.
Svo er ég svo mikið að hugsa um hvernig þetta verður
allt núna þegar tvíburarnir fæðast eftir nokkrar vikur og
ég fer að vera heima allan daginn. Já, ég veit. Þetta tekur
allt tíma. Já, ég veit að pabbi er svona líka en þú hefur
alltaf sagt að það sé af því að hann sé miðaldra og hafi
aldrei þekkt neitt annað. Nonni er ekki nema 24 ára.
Af hverju léstu mig eiginlega halda að í dag væru allir
karlmenn svo mjúkir og voðalega jafnréttissinnaðir? Það
hefði verið í den sem karlrembusvínin voru uppi? Kræst!
Segðu mér annars, ertu búin að kenna Bróa á þvottavél-
ina? Nei, ég bara spyr. Hann er nú að verða tvítugur og
ætti að geta lært á leiðarvísi. Mér finnst bara að þú ættir
að kenna Bróa á þvottavél alveg eins og þú kenndir mér
þegar ég bjó heima. Þú gætir til dæmis sagt honum að
hann hafi miklu meiri séns ef hann er klár á tækniatriðun-
um á heimilinu. Þeir eru örugglega ekki margir á markað-
inum sem geta grobbað sig af því!
Heyrðu, Nonni er að kalla á mig, hann finnur ekki
sokkana. Ég tala við þig seinna, mamma mín. Já, bless.
Tengdó? Sæl, þetta er ég.
Já, ég var að koma heim í gær með strákana. Þeir
sofa voða mikið, þannig að þetta gengur ágætlega.
Nonni er í vinnunni, ekki veitir af núna. Jú, ég er viss
um að fötin sem þú prjónaðir passa ágætlega. Ég er bara
ekki búin að máta þau á þá ennþá. Þau eru sko blaut,
eða þannig.
Já, Nonni tók sig til á meðan ég lá á sænginni og þvoði
allt sem var óhreint af okkur og öll barnafötin eins og
ég bað hann um. Þegar ég kom heim í gær þá labbaði
minn maður eins og herforingi inn í þvottahús og sýndi
mér hvað hann var búinn að vera duglegur. Já, finnst
þér ekki? Það eina sem ég þurfti að gera var að hengja
upp þvottinn. Jú, svolítið, svona tveggja metra hár stafli.
Nei, það er satt hjá þér, það var auðvitað erfítt fyrir
hann að vera einn heima. En hann var nú í mat hjá þér.
Nei, nei, ég er ekkert að kvarta, nei, alls ekki. Heyrðu,
strákarnir voru að vakna. Ég hringi aftur seinna. Já, þeg-
ar ég er búin að taka af snúrunum og brjóta saman. Já,
bless, bless.
Sigga? Hæ, takk fyrir síóast!
Já, æðislega gaman, fannst þér ekki? Ég var hreinlega
búin að gleyma hvernig er að fara á ball karlmanns-
laus. Skrítið, ég bara leit ekki á karlmann þarna á laugar-
daginn. Nei, ekki endilega út af Nonna. Nei, veistu, ég
held að ég sé bara farin að hugsa öðruvísi um stráka.
Veistu hvað ég sagði við þennan dökkhærða sem var allt-
af að sniglast í kringum borðið hjá okkur? Ég spurði
hann hvort hann hefði sjálfur straujað skyrtuna sína!
Upplitið á greyinu. Hann vissi ekkert hvernig hann átti
að taka þessu og forðaði sér á hlaupum. Hann hefur
haldið að hann væri kominn í klærnar á einhverri aga-
legri rauðsokku!
Jú, þetta var ágætt. Verst að vakna klukkan sjö á sunnu-
dagsmorguninn við strákana. Þeir vildu auðvitað ekki sjá
að sofna aftur. Nonni alveg hrútfúll og abbó af því að
ég heimtaði að fara ein út með þér. Hann sem hittir sína
félaga tvisvar í viku í líkamsræktinni. „En það er auðvit-
að ekki það sama“, segir hann. Hvað sagði Palli? Fannst
honum þetta gott fyrir þig? Já, svoleiðis. Sagði hann
það? Já, við ættum kannski að stofna svona saumaklúbb
eða eitthvað. Jæja, gaman að heyra í þér. Já, bless, bless.
Sigga? Hæ, þetta er ég.
Veistu, ég var að gerast áskrifandi að kvennablaðinu,
þú veist. Já, ég er orðin svo meðvituð! Það er mjög
margt sniðugt í þessu blaði. Heilmikið um launamál og
svoleiðis. Líka um hvernig konur á framabraut eiga að
bera sig. Þær eru víst svo pirraðar yfir því að karlarnir
vilja ekki viðurkenna kvennasjónarmið. Og að fá ekki
stöðuhækkanir og þannig. Svo eru margar sem eru svo
reiðar af því að það er aldrei talað við þær í blöðunum,
bara karlana.
Og hefurðu tekið eftir því að allir brandararnir í blöðun-
58
J