19. júní


19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 51

19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 51
ALDRAÐRA tugt (fertugt!) hafi kynferðislegar til- finningar, hvað þá að það fullnægi þeim stundum. Rétt er að með hækk- andi aldri verða ýmsar breytingar á kynlífsþörf fólks. Tíðni samfara minnkar nokkuð, en getan til kynlífs helst. Eldri karlmenn mega búast við því, að samfarir lengist, færri endi með fullnægingu og lengri tími líði þar til þeir eru tilbúnir á nýjan leik. Oft þurfa þeir nú beina snertingu þar sem áður dugði hugsunin ein. Margar konur eru hræddar um, að löngun þeirra og geta til samfara dvíni við tíðarhvörf. Oþarfi er að óttast þetta. Hclstu breytingar kvenna eru að lengri tíma tekur þær að verða til- búnar til samfara en áður. Vegna minnkaðrar hormónaframleiðslu þynnist slímhúð legganga þannig að valdið getur óþægindum. Þetta má koma í veg fyrir með hormónagjöf í formi taflna, plástra, krems eða stíla, sem heimilislæknirinn getur skrifað upp á. Talið er að reglubundið kynlíf hækki magn kynhormóna í blóði kvenna, og má því ætla, að þær konur haldi sér bctur sem eiga gott kynlíf. Talið er að æskilegast sé að halda kynlífi við, því að oft getur verið erf- 'tt að hefja það að nýju eftir langt hlé. Á það bæði við um konur og karla. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir þeim breytingum, sem verða á kynhvöt og kyngetu, og viti að þær eru eðlilegt fyrirbæri sem á engan hátt boðar endalok kynlífsins. Áður fyrr var hvorki talað um kynlíf né þau vandamál, sem kunna að fylgja því. Öll umræða er nú opinskárri en þó reynist mörgum, e.t.v. fremur eldra fólki en yngra, erfitt að tjá sig um þessi mál og veigra sér við að leita aðstoðar við lausn vandans. Oft getur verið á ferðinni auðleyst mál, hugsan- lega eitthvað, sem hægt er að lagfæra séu hlutirnir ræddir, en stundunr getur verið gagnlegt að leita ráða hjá lækni sínum. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á ástarlífi aldraðra. Sýna þær að stór hluti 75 ára og eldri stundar kynlíf og að þeir, sem hafa hætt hafa látið af því vegna líkamlegs heilsubrests en ekki vegna getuleysis eða kynkulda. Vissulega trufla ýmsir sjúkdómar eðli- legt kynlíf, t.d. lömun ýmiss konar, gigtsjúkdómar, hjartasjúkdómar, syk- ursýki, legsig og sjúkdómar í blöðru- hálskirtli. Ekki má gleyma því, að ýmis lyf, fyrst og frenrst róandi lyf og svefnlyf, geta dregið úr getunni, einnig geta miklar reykingar haft þessi áhrif svo og ofneysla áfengis. Offita og ofát geta einnig dregið úr kyn- hvöt, sömuleiðis þreyta og áhyggjur. Kynlíf eldra fólks getur í raun orðið betra en það var á yngri árum þess. Sé um að ræða gömul hjón, sem lengi hafa átt gott kynlíf, má búast við að nú þekki þau hvors annars óskir, von- ir og þrár. Þau eru laus við fyrri höml- ur, þekkja líkama sinn og ástvinarins og kunna að gefa og þiggja. Stórkost- leg frammistaða skiptir þá líka minna máli en áður en í stað þess lögð meiri áhersla á nærveru og blíðuatlot. Dr Alex Comfort líkir kynlífi á skemmti- legan hátt við það að hjóla á tvíhjóli. Segir hann að það, sem komi fólki til að láta af kynlífi, sé það sama og veldur því að það hættir að hjóla, þ.e.a.s. slæmt heilsufar, ekkert hjól eða að það er hrætt um að það líti asnalega út á hjóli! Utanaðkomandi aðilar hafa senni- lega sjaldnast veruleg áhrif á samlíf eldra fólks, sem verið hefur í föstu sambandi um langt skeið og heilsufar leyfir áframhaldandi sambúð. Öðru máli kann að gegna þegar heilsu ann- ars eða beggja aðila hnignar. Mikil- vægt er að gömul hjón fái að dveljast sem lengst saman, helst á heimili sínu, en þurfi þau á stofnanavistun að halda verði þau áfram saman, þrátt fyrir misjafna færni. Lengst af hafa stofnanir, t.d. elliheimili, ekki virt þörfina fyrir einkalíf. Ekki má heldur gleyma þeim, sem eru einstæðir og leita sér félagsskapar ástvinar á svip- uðu reki á elliárunum. Afstaða að- standenda til samdráttar aldraðs fólks skiptir oft miklu máli. Þeim kann að finnast þetta hálfgert rugl og óþarfi hjá gömlu fólki og reyna jafnvel að koma í veg fyrir slíkt; arfsvonin kynni að bregðast! Við megum ekki gleyma að gamla fólkið hefur enn þörf fyrir að elska, veita ást og umhyggju og vera einhverjum einhvers virði. Þá er gott að eiga vin, sem heldur í gamla lúna hönd, veitir hlýju og öryggi og gefur lífinu gildi. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.