19. júní


19. júní - 19.06.1991, Page 75

19. júní - 19.06.1991, Page 75
Arsskýrsla stjórnar KRFI apríl. Starf þetta hefur Herdís Hall, framkvæmdastjóri, innt af liendi. Viðhald hefur verið sáralítið síðasta árið en nú er svo komið að taka verð- ur stórar ákvarðanir hvað það varðar og þolir það enga bið. Borgardómur hverfur úr húsinu um mitt árið 1992 svo lengra ná öruggar leigutekjur ekki. Erlend samskipti N.K.S. Fundur í Kaupmannahöfn. Dagana 20. og 21. apríl var haldinn fundur í Kaupmannahöfn í N.K.S., Nordisk Kvindesagsforeningers Sam- organisation, sem eru samtök norr- ænna kvenréttindafélaga, en starfið í þeim samtökum hefur verið lítið und- anfarin ár, fyrir utan sameiginlega dagskrá okkar á Nordisk Forum í Osló 1988 um konur og völd. Að frumkvæði formanns Dansk Kvinde- samfund, Lene Pind, var boðað til fundarins og sóttu hann fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum nema Sví- þjóð. Fyrir hönd KRFÍ fóru þær Herdís Hall framkvæmdastjóri og Jónína Margrét Guðnadóttir vara- formaður félagsins. A fundinum var farið yfir starf og stöðu aðildarfélaganna, og kom í ljós að KRFÍ stendur allvel að vígi um félagatölu og aðstöðu miðað við hin löndin og hvað virkni varðar getum við nokkuð vel við unað, en í útgáfu- málum virtust þær dönsku standa sig mun betur. Rætt var um að láta sam- starfið ekki falla niður aftur og var samþykkt að finnska félagið tæki að sér samskiptin næstu tvö árin, enda búa þær við langbesta tækjakostinn til þess. Jafnframt var ákveðið að reyna að gangast fyrir málefnaráð- stefnu, helst í samvinnu við 1AW. Fundurinn var vel skipulagður af hálfu dönsku kvennanna og árangurs- ríkur. IAW- Alþjóðasamtök kvenna Stjórnarfundur alþjóðasamtaka kvenna (International Alliance of Women) var haldinn að Hallveigar- stöðum dagana 27.-29. júní s.l. Fund- inn sátu 26 konur frá fjölmörgum löndum. Esther Guðmundsdóttir er fulltrúi Islands í stjórninni og vann hún ötullega að undirbúningi og um- sjón fundarins, sem tókst mjög vel. Formaður samtakanna er Alice Mar- angopoulos frá Grikklandi. Alþjóðaþing kvenna á íslandi Eins og fram hefur komið var Betty Friedan boðið hingað til lands í nafni Kvenréttindafélags íslands þegar haldið var upp á 75 ára afmæli kosn- ingaréttar íslenskra kvenna. í för með henna var hópur bandarískra kvenna sem áhuga höfðu á að kynnast stöðu íslenskra kvenna og þeirri sérstöðu að hafa konu í forsetastóli og sér- stakan stjórnmálaflokk kvenna. í skemmtiför nokkurra kvenna úr KRFÍ með hinum bandarísku gestum fæddist sú hugmynd að ísland væri Ný þjónusta: BLÓMAlfNAN Simi 91- 689 070 Alla fimmhidciga ld.17 - 21* Hinn velþekkti garðyrkjumeistari, Hafsteinn Hafliðason verður þá við símann í Blómavali. Hann ræðir við alla sem vilja leita ráða um hvaðeina sem lýtur að garðyrkju og blómarækt, úti sem inni. Hafið samband við Blómalínuna, vanti svör við spumingum t.d. um plöntuval, jarðveg, áburðargjöf, hvað sem er. Síminn er 91 -689 070. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu Blómavals.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.