19. júní


19. júní - 19.06.1996, Side 8

19. júní - 19.06.1996, Side 8
kvenna Jafnrétti baráttan barátta Fjölbreytileiki og kvenna- b rátta Dr. Stefanía Óskarsdóttir Ljósmynd: Lauren Piperno Mikill fjöldi kvenna um allan heim hefur lífsviðurværi af því að stunda kvennafræði og/eða kvennabaráttu. Kvennarannsóknir hafa víðast náð að skjóta rótum og hafa áhrif sem ná út fyrir hópa þeirra sem stunda eiginlegar kvennarannsóknir. A Is- landi hefur kvennafræðum hins vegar aldrei verið gert hátt undir höfði þó svo að kvenna- baráttan eigi sér langa og merka sögu hér. Astæðan er ekki síst sú að þjóðin hefur litið rannsóknir og fræðimennsku hornauga. Er það í samræmi við hinn forna málshátt að bókvit verði ekki í askana látið. En það er ekki hægt að aðskilja kvennabaráttu, þ.e. pólitíska bar- áttu kvenna fyrir jafnrétti, frá kvennafræðum. Kvennafræði og kvennabarátta haldast í hend- ur og byggja á sameiginlegum hugmyndafræði- legum grunni, feminisma. Feminismi er samheiti yfir aðferðafræði sem stöðugt beinir sjónum að konum og stöðu þeirra í samfélaginu. Feminismi, líkt og önnur aðferðafræði setur fram tilgátur um samhengi hlutanna. I tilviki feminismans eru þessar ein- ingar konur og karlar. Feministar ganga út frá því sem vísu að konur séu jafningjar karla. Þrátt fyrir þá staðreynd benda feministar á að konur standa körlum ekki jafnfætis í samfélag- inu. Þetta óréttlæti telja flestir feministar að eigi sér djúpar rætur í feðraveldinu. Ójafnrétt- ið er álitið innbyggt í samskipti kynjanna og er ekki afleiðing einstakra persónulegra tengsla karls og konu. Feministar hafa leitast við að rannsaka og beina athyglinni að því hvernig feðraveldinu hefur verið viðhaldið. Viðfangs- efni feminismans hefur einnig verið að meta hvað það þýði að vera kona og hvaða áhrif kyn- ferði hafi á öll samskipti og túlkanir, bæði á at- burðum og fyrirbærum. Þær vangaveltur tengj- ast rannsóknum á eðli persónulegrar vitundar. Að þessu sögðu er rétt að benda á að feministar tala ekki með einni röddu. Innan raða feminista eru skiptar skoðanir um orsakir kvennakúgunar sem og um leiðir til að afnema hana. Þennan skoðanaágreining má að miklu leyti rekja til mismunandi lífsvið- horfa kvenna. En hann endurómar jafnframt þau kynslóðaskipti sem orðið hafa í þróun feminismans á undanförnum áratugum, sér- staklega í Bandaríkjunum. Sú þróun er ná- tengd áherslubreytingum í ríkjandi aðferða- fræðikenningum í húmanískum fræðum. Þrjár kynslóðir feminisma Frá stríðslokum hefur feminisminn gengið í gegnum þrjár megin hugmyndafræðilegar kynslóðir. Fyrsta kynslóð feminismans er að stofninum til upprunnin í frjálslyndri hug- myndafræði - evrópskrar og bandarískrar borgararstéttar sem sóttist eftir pólitískum áhrifum á 18. og 19. öld. Með því að skírskota til þess að einstaklingar væru samkvæmt nátt- úrurétti jafnir gangnvart lögunum kröfðust borgarar þess að einveldi konunga yrði aflétt og að borgarastéttin fengi lýðræðisleg réttindi. Samkvæmt hugmyndafræðilegri hefð byggir frjálslyndur feminismi á því að konur jafnt sem karlar séu einstaklingar. Því beri konum að njóta sömu réttinda og karlar. Leiðin til að koma á jafnrétti milli kynjanna er talin felast í því að bæta réttarstöðu kvenna. Það er álitið unnt innan ríkjandi stofnana og án þess að um- bylta þurfi þjóðfélaginu. Kvennréttindafélag Islands er t.d. sprottið upp úr þessum hug- myndafræðilega jarðvegi. Og benda má á að hugmyndafræði Sjálfstæðra kvenna, hreyfing- ar kvenna sem nú starfar innan Sjálfstæðis- flokksins, á margt sameiginlegt með þessari tegund feminisma. í gegnum tíðina hefur frjálslyndur feminismi hins vegar sætt gagn- rýni fyrir að upphefja einstaklinginn og horfa framhjá því að einstaklingurinn stendur ekki einn og sér í samfólaginu. Einnig hefur frjáls- lyndur feminismi verið gagnrýndur fyrir að gleypa við forsendum karla um hvert sé hlut- verk og eðli einstaklingsins. Þá hefur því verið haldið fram af sumum þeim sem gagnrýnt hafa frjálslyndan feminisma að sérstaða kvenna og aldalöng kúgun þeirra hljóti að kalla á sórtæk- ar aðgerðir, s.s. jákvæða mismunun, sem miði að því að gera veg kvenna meiri. Lagalegt jafn- rétti dugi skammt til að brjóta feðraveldið á bak aftur. Þessi gagnrýni á frjálslyndan femin- isma endurspeglar grundvallarágreining með- 6 19. júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.