19. júní


19. júní - 19.06.1996, Side 16

19. júní - 19.06.1996, Side 16
Brynhildur Þórcirinsdóttir Kamilla Rún Jóhannsdóttir Kolfinna Baldvinsdóttir Feministar eru fámennur hópur kvenna sem veður yfir karlþjóöina meö frekju. Þær eru aöeins 5% af kvenþjóö- inni, en þrátt fyrir þaö haidnar þeim mis- skilningi aö allar konur vilji vera eins og þær. Feministar eru haldnir því eðli sem þeir saka karla um aö hafa, að vilja kúga og drottna. Þeir vilja drottna yfir þeim helmingi þjóðarinnar sem samanstendur af of beldissinnuðum og vanþroska nauðgurum. Þessi fámenni hópur kvenna hefur afar góöan skeggvöxt, hefur aldrei fengiö þaö ærlega og er allan daginn nöldrandi yfir smávægilegum hlutum eins og klámmyndum í blöðum. Er þetta hin rétta mynd? Þetta er sú lýsing sem oft má heyra þeg- ar talið berst að feministum. Þaö er skrýtið en svona er litiö á réttindabar- áttu kvenna. Getur það verið aö fóik sem hefur gott hjartalag, býr við kristilegt siðferði og mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna (hina nýju Bibiíu nútím- afólks) beiti sér ekki fyrir því að réttlæti sé viðhaft í þjóðfélaginu? Sættir fólk sig við að konur séu beittar rangindum og óréttlæti? Hver vill ekki leiðrétta þau mannréttindabrot sem framín eru í þjóð- félaginu? Allir þeir sem viðurkenna aö brotinn sé réttur á kon- um geta kallað sig fem- inista Því heyrist einnig oft fleygt að kvennabarátt- an sé gengin út í öfgar. Af Mósebók má ráöa aö kona skuli metin til 60% á við karl. Nú, 3000 árum síðar, eru konur metnar til 70% á við karla. Með þessu áframhaldi mun draumur feministans um jafnrétti rætast eftir 9000 ár eða árið 10996. Við höfum til einhvers að hlakka. Eru þetta öfgar? Jú, vissulega. En hverjar eru öfgar kvennabaráttunnar? Aðferðir feminista hafa verið sagðar kolrangar og löngu kominn tími tií að breyta þeim 14 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.