19. júní


19. júní - 19.06.1996, Page 21

19. júní - 19.06.1996, Page 21
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 28/1991, setja atvinnurekendum og stétt- arfélögum þau markmið að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurek- endur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyr- irtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. / bæklingi, sem fjármálaráðuneytid gaf út slðasta vetur, eru vinnuveitendur hvattir til að gæta jafns réttar karla og kvenna, meðal annars með því að: * Sjá til þess að ávallt séu viðhöfð vönduð hlutlæg vinnubrögð viö ráðningar starfsmanna. * Tryggja að skýrt liggi fyrir hvaða reglur sé stuðst við þegar teknar eru ákvaröanir um laun. Reglurnar þurfa að vera almennar. * Huga að sveigjanleika, einkum sveigjanlegum vinnutíma, til aö gera starfsmönnum betur kleift aö sam- ræma fjölskylduáþyrgö og þátttöku í atvinnulífi. * Kanna hvort rétt sé að nota starfsmat á vinnustaðnum, enda liggi fyrir víðtækur stuöningur við mælikvaröana sem starfs- matið byggir á og samstaða um markmiö matsins. * Sjá til þess að starfslýsingar séu skilmerkilegar og frammistööumat sé lagt til grundvallar starfsframa. * Velja ávallt hæfasta einstaklinginn, þegar ráöiö er í störf, án tillits til kynferðis. * Gæta þess að bæði konur og karlar eigi setu í nefndum og ráöum á vegum stofnunarinnar. * Sjá til þess að gerð sé sérstök áætlun á sviöi jafnréttismála í fyrirtækinu, með þaö aö leiðarljósi aö vekja fólk til umhugsunar og samstarfs um þessi mál. 1 9 19.júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.