19. júní


19. júní - 19.06.1996, Síða 22

19. júní - 19.06.1996, Síða 22
J a f n r é 11 i á v i n n u t ö ö u m „Kynjahlutföllin í stjórnunarstöðu m hjá fyrirtækinu hafa verið að breytast á undanförnum árum, “ segir Hjördís. Konur sækja síður um segir Hjördís Ásberg hjá Eimskipafélaginu Markmið um að fjölga konum í stjórn- unarstöðum og hefðbundnum karla- störfum innan Eimskipafélagsins hafa undanfarin ár verið sett fram í markmiða- áætlun fyrirtækisins. Hjördís Ásberg, starfs- mannastjóri Eimskipafélagsins, segir forsvars- menn fyrirtækisins leita eftir konum til starfa og leggja sig fram við að hjóða konum, sem starfað hafa hjá þeim og staðið sig vel, góð störf. Hjördís segir að fyrir 5 til 10 árum hafi það sjónarmið oft heyrst að viðskiptavinum fyrirtækisins, sem í mikium meirihluta eru karlar, þætti erfiðara að eiga viðskipti við kon- ur en karla. „Þessar raddir þögnuðu um leið og konur fóru að gegna sölumannsstörfum. Konurnar hafa upp til hópa staðið sig framúr- skarandi vel.“ „Kynjahlutföllin í stjórnunarstöðum hjá fyr- irtækinu hafa verið að breytast á undanförn- um árum,“ segir Hjördís. „Einkum hefur kvendeildarstjórum fjölgað. Reyndar eru kon- ur farnar að stýra deildum sem fram til þessa hafa verið þekktar fyrir að vera mikil karla- veldi,“ segir hún. Hjördís segir ástæðuna fyrir skökkum kynjahlutföllum augljósa. „Konur sækja síður um störf hjá Eimskipum en karlar. Um það bil 1 kona sækir um starf á móti 15 körlum og karlar eru duglegri við að svara auglýsingum," segir hún. Oft hefur komið fyr- ir að um 50 karlmenn hafi svarað auglýsingu um stjórnunarstöðu hjá fyrirtækinu en ekki ein kona. Hjördís ítrekar að þrátt fyrir markvissa leit að konum séu þær aðeins ráðnar á þeim forsend- um að vera hæfustu einstaklingarnir í störfin. „Sæki karlmaður um starf sem er hæfari en konan sem einnig sótti um ráðum við auðvitað karlmanninn. Meginmarkmið okkar er að finna rétta aðilann í starfið, óháð því hvort hann er karl eða kona. Konurnar eru hvattar til að sækja um störfin með það fyrir augum að auka líkur okkar á að finna hæfasta einstaklinginn. Vissu- lega reynist hann oft einmitt vera konan,“ segir hún. Hjördís segist telja að hluti skýringarinnar á því að konur sæki síður um störf hjá Eimskip sé hinn tæknilegi grunnur fyrirtækisins. „Það skýrir þó málið ekki að fullu því margar deild- ir innan fyrirtækisins, eins og markaðs- og söludeild, ættu ekki að virka fráhrindandi á konur." Mikið vinnuálag virðist einnig vega þungt, að mati Hjördísar. „Mjög hæfar konur sem starfa hjá okkur í sumarafleysingum og eftir að þær ljúka námi, eru oft ekki tilbúnar þegar þeim er boðið að taka að sér ábyrgðar- meiri störf og krefjandi. Þetta kemur hins veg- ar aldrei fyrir þegar karlmenn eru annars veg- ar. Eflaust kemur þetta til af því að enn ríkir störfin" ekki jafnrétti inni á heimilunum og konurnar treysta sér því ekki til að burðast með tvöfalt vinnuálag á herðunum," segir hún. Allt virð- ist þetta þó vera að fikra sig í rétta átt, að mati Hjördísar. „Yngri karlmenn eru t.d. greinilega farnir að taka þátt á heimilum þegar börnin veikjast. Það þekkist ekki hjá þeim sem eldri eru.“ Hún segir það ekki litið öðrum augum þegar karlmenn fari úr vinnu vegna veikinga barna en þegar konur fari. Hjördís segir konur meira á varðbergi en áður gagnvart Iaunamismunun. Innan fyrir- tækisins er einstaklingsbundið launakerfi. „Þó svo að konurnar séu meira vakandi yfir launum en áður og hafi á stundum ívíð betur en karlarnir, stöndum við enn frammi fyrir þeirri staðreynd að konurnar eru yfirleitt ekki eins ýtnar og karlarnir. Þær vilja síður vinna yfirvinnu og laun innan fyrirtækisins byggja töluvert á miklu vinnuframlagi. Þá eru karl- menn í yfirmannsstöðum duglegri við að leita eftir ýmis konar hlunnindum," segir hún. „Meginniðurstaðan er þó sú,“ segir Hjördís, „að konur eiga mun meiri möguleika á störf- um, starfsframa og hærri launum en þær eru að uppskera. Allt er þetta undir okkur sjálfum komið." 20 19.júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.