19. júní - 19.06.1996, Qupperneq 38
framhald af bls. 35
takast megi að uppræta fordóma og venjur sem
byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofur-
mátt annars hvors kynsins eða á viðteknum
hlutverkum kynjanna. Ég mun gera þau
ákvæði sem hér hafa verið nefnd sérstaklega
að umtalsefni nú en samningurinn kveður á
um fjölda annarra atriða, m.a. um jafnrétti til
náms, heilsugæslu og félagslegrar þjónustu,
svo eitthvað sé nefnt.
Dómar falla konum í óhag
Á síðasta ári féllu margir dómar hér á landi
er snerta konur og kvenfrelsisbaráttu er urðu
tilefni mikillar umræðu. Má hér nefna dóma í
málum vegna örorkubóta stúlkna þar sem
stúlkum voru dæmdar bætur á grundvelli kyn-
ferðis síns, þrátt fyrir ótvíræð ákvæði jafnrétt-
islaga og alþjóðlegra skuldbindinga sem leggja
bann við mismunun á grundvelli kynferðis.
Svo virðist sem iagatúlkun í umræddum dóm-
um hafi leitt til niðurstöðu sem ekki tók tillit
til umræddra ákvæða um bann við mismunun
á grundvelli kynferðis en ef til vill er hluta
skýringarinnar að leita í því að málin hafi ver-
ið lögð þannig upp af verjandum stúlknanna
að niðurstöðurnar hafi orðið þeim í óhag. Þá
hafa fleiri dómar fallið sem mörgum þykja
endurspegla fordóma og þröngsýni í garð
kvenna og nægir þar að vitna til harðorðrar
greinar í 1. tbl. Vogarinnar árið 1996, en þar er
fjallað um dóma sem fallið hafa í málum sem
höfðuð hafa verið af kærunefnd jafnréttismála.
Þegar greinin var skrifuð höfðu fjórir dómar
fallið í slíkum málum en síðan þá hefur enn
einn bæst við. Niðurstaðan er alltaf á einn veg
dómarnir hafa fallið konunum í óhag. í grein
Vogarinnar er spurt þeirrar spurningar í lokin
hvort dómarar landsins séu í stakk búnir til að
takast á við ný réttarsvið (eins og jafnréttislög-
gjöf) sem ekki hefur verið fjallað mikið um
innan lögfræðinnar hér á landi. Spurningin á
fyllilega rétt á sér, því staðreyndin er sú að
áhersla á löggjöf og alþjóðasamninga um rétt-
indi kvenna hefur ekki verið mikil í lagadeild
Háskóla Islands, fræðimusteri íslenskra lög-
fræðinga. Og þá er til lítils unnið að fullgilda
alþjóðasamninga og setja lög um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla, ef lagatúlkunin
leiðir jafnan til þess að fram hjá þessum
ákvæðum verður auðveldlega komist í dóms-
niðurstöðum, þrátt fyrir skýrt ákvæði CEDAW-
sáttmálans um að stjórnvöld skuli tryggja fyrir
dómstólum landsins, og hjá öðrum opinberum
stofnunum raunverulega vernd til handa kon-
um gegn hvers konar misrétti og að þau skuli
breyta eða afnema gildandi lög, reglugerðir,
36
AIþ j ó ö a Qa m
venjur og starfshætti er fela í sér mismunun
gagnvart konum.
íslensk lagatúlkun á villi-
götum?
íslenskt réttarkerfi hefur byggt á því sem
kallað er tvíeðli réttarins en í því felst m.a. sú
grundvallarregla að þjóðréttarsamningar fá
ekki sjálfkrafa lagagildi við fullgildingu þeirra
heldur þarf að taka efni þeirra upp í íslensk lög
eigi þeir að gilda sjálfkrafa fyrir íslenskum
dómstólum. Dómstólar, stjórnvöld og þegnar
ríkisins eiga að fara eftir landslögum þar til
þeim hefur verið breytt með lögformlegum
hætti í þá veru sem viðkomandi alþjóðasamn-
ingur kveður á um. Því hefur í auknum mæli
verið haldið fram af fræðimönnum á síðari
árum að kenningin um tvíeðli réttarins verði æ
erfiðari í framkvæmd og að ákvæði íslenskra
laga beri að skýra til samræmis við mannrétt-
indasáttmála sem fullgiltir hafa verið af ís-
lands hálfu. Sumir íslenskir fræðimenn hafa
gengið svo langt að fullyrða að ákvæði alþjóð-
legra mannréttindasamninga séu nú hluti
landsréttar og að ákvæði landslaga sem eru
ósamþýðanleg mannréttindaákvæðum slíkra
samninga verði að víkja. Þannig sé íslenskum
dómstólum skylt að beita reglum slíkra samn-
inga sem gildur landsréttur væri. Ekki verður
lagt mat á það hér hvort slíkar kenningar séu
réttar, þótt óneitanlega virðist til lítils að full-
gilda alþjóðlega samninga ef ekki er ætlunin
að beita þeim í raun við lagatúlkun og úrlausn-
ir dómstóla. Það má líka velta því fyrir sér
hvort ástæða sé til að lögleiða ákvæði CEDAW-
sáttmálans í því skyni að tryggja frekari fram-
gang efnis hans fyrir íslenskum dómstólum,
en sú leið var farin með ákvæði Mannrétt-
indsáttmála Evrópu, með lögum frá árinu
1994.
Tilmæli CEDAW-nefndarinn-
ar til íslenskra stjórnvalda
I byrjun ársins 1996 komu íslensk stjórn-
völd fyrir nefnd SÞ sem hefur eftirlit með sátt-
málanum um afnám allrar mismununar gagn-
vart konum og gerði nefndin nokkrar athuga-
semdir við framkvæmd Islands á sáttmálanum
í formi tillagna og tilmæla. Meðal annars er
þar lagt til að stjórnvöld geri ráðstafanir til að
tryggja að grundvallaratriði sáttmálans séu að
fullu felld inn í íslensk lög og að íslenskir
dómstólar geti framfylgt þeim. í því skyni er
lagt til að framkvæmdar séu sérstakar aðgerðir
til að kynna íslenskum dómstólum áætlun um
upplýsingadreifingu og fræðslu varðandi sátt-
n i n g a r
málann og að hann verði kynntur sérstaklega
innan dómskerfisins. Þá leggur nefndin til að
íslensk stjórnvöld byggi upp skipulagða
fræðslustarfsemi sem ynni gegn hefðbundnum
hugmyndum um hlutverk kynjanna og beind-
ist að því að opna augu barna og fullorðinna
um jafnréttismál. Sérstaklega er að því vikið að
ríkisstjórnin láti fella niðurstöður kvenna-
rannsókna inn í endurskoðað námsefni í skól-
um og hið sama verði gert í menntun og þjálf-
un kennara til þess að auðveldara verði að út-
rýma rótgrónum hugmyndum um hlutverk
karla og kvenna. Fjölmörg fleiri atriði eru
nefnd í athugasemdum nefndarinnar en hér
hafa þau helstu verið rakin er snúa beinlínis
að hinni margumtöluðu viðhorfsbreytingu og
aðgerðarskyldu stjórnvalda til að breyta ríkj-
andi ástandi í málefnum kvenna.
Hlutverk óháöra félaga-
samtaka
I nágrannaríkjum okkar, einkum Dan-
mörku, hafa óháð félagasamtök er starfa í þágu
kvenna, leikið lykilhlutverk varðandi eftirlit
með sáttmálanum um afnám allrar mismunun-
ar gagnvart konum. Dönsk systursamtök Kven-
réttindafélags Islands, Dansk kvindesamfund,
hafa látið gera sérstakan upplýsingapakka um
samninginn og staðið fyrir kynningu á honum.
Kvenréttindafélag íslands hyggst nú láta kveða
meira að sér en verið hefur á þessu sviði og á
þessu ári er ætlunin að hefja sérstakt átak í
þeim efnum. Landsfundur félagsins sem hald-
inn verður í haust mun m.a. fjalla um samn-
inginn og ætlunin er að standa fyrir sérstakri
kynningu á honum ef unnt verður að tryggja
fjármuni til þeirra hluta, en verkið er kostnað-
arsamt. Væntir félagið þess að stjórnvöld sjái
sér fært að styrkja framtakið svo unnt verði að
uppfylla betur þær skyldur sem íslenska ríkið
hefur tekist á hendur með fullgildingu sátt-
málans. Nú þegar hefur félagið staðið fyrir
fundi um jafnréttisfræðslu þar sem beinlínis
var komið inn á hluta samningsskyldnanna en
CEDAW-nefndin lýsir því einmitt yfir að efla
þurfi almenna og sérstaka fræðslu um það svið
er sáttmálinn nær yfir. Þá mun fulltrúi félags-
ins sækja ráðstefnu Evrópuráðsins í sumar um
hlutverk óháðra félagasamtaka í jafnréttisbar-
áttunni og þar eru líkur á að reynsla systur-
samtaka okkar í öðrum löndum geti kennt okk-
ur nýjar áherslur og mögulegar leiðir til að ná
fram markmiðunum.
19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS