19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 41
Kvennarannsóknir að þola. Ofbeldinu er beint gegn kynferði meyjar- innar, sítt háriö klippt og brjóst hennar skorin af. í þessu sambandi má minnast á aö í frönskum helgisögum frá 13. öld kemur fram aö konur voru látnar klæðast karlmannafötum. Feöur, sem allt vald höfðu, geröu dætur sínar aö klæöskiptingum til að hylja ómótstæöilega líkama þeirra. Lærifeður miðaldakirkjunnar héldu þvl á lofti aö þetta væri ákjósanlegur kostur fyrir konur til aö verja meydóm sinn. Klæöaskiptin áttu aö sýna hvernig konan gat orðið llkari karlmanninum, þ.e. hinu æöra kyni, og um leiö nálgast þá fullkomnun aö geta líkst Kristi. Hieronimus kirkjufaöir sagöi að svo lengi sem kon- an vill eignast börn og stunda veraldlegt llferni sé hún eins ólík karlmanninum og hugsast getur en um leið og hún leggur sig alla fram um að þjóna Kristi og afneita veraldlegu hlutverki sínu þá hættir hún aö vera kona og veröur kölluð karlmaöur. Hinar helgu meyjar afneita llfshlutverki slnu, neita aö framfylgja þeim skyldum og þeirri trú sem feöraveldiö leggur á þær og gera uppreisn til aö halda meydómi sínum. Um leiö feta þær I fótspor Maríu meyjar, fyrirmyndar sinnar, sem túlkuö hefur veriö sem brúöur og móöir hins þríeina guös. Af skrifum kirkjufeöranna Ambrósíusar, Agústínusar og Hieronimusar má ráða, að velþókn- un Guös á skírlífi manna (jafnvel eftir giftingu) felist I túlkun þeirra á meyfæðingu Krists. Þeir sögöu Maríu hafa brotið fjötra bölvunarinnar (erfðasyndar- innar) sem Eva færöi yfir mannkyn og því væri hreinlífið gjöf konum til handa. Beittu þeir brott- rekstri Adams og Evu úr Paradís sem eins konar hræösluáróöri og líkaminn varö saurugur og mátti ekki sjást. Þessi harka I boðskap kennimanna miöaldakirkj- unnar veröur til þess aö táknmynd Marlu, sem nærandi, himneskrar móöur, breytist á 16. öld og er fariö aö nota hana til aö sýna dæmi um hiö sér- staka lítillæti hennar og undirgefni. Hún missir aö hluta tign sína og er stundum máluö berfætt, sitj- andi á jöröinni. Samhliða þessu spretta upp sam- félagslegir fordómar sem leiöa til þess aö brjósta- gjöf þykir fyrirlitleg og niöurlægjandi. Um hórur og hreinar meyjar Hin einhleypa, sjálfstæöa kona sem hvorki er hrein meyja né skækja er ekki til I kristnu miðalda- samfélagi. I kaþólskum löndum var ógifta konan, sú sem ekki haföi gengið I klaustur, höfö aö aö- hlátursefni og nefnd „zitella" eöa þiþarjónka. Fram- tíö hennar þótti takmörkuö því faöirinn gat ekki séö fyrir henni ævilangt. Til eru Itölsk sönglög sem henda gaman aö örlögum piparmeyjunnar. Þannig viröist kaþólska miöaldakirkjan einungis nefna tvenns konar kvengeröir, fyrir utan giftu kon- una. Annars vegar hina óspjölluðu meyju sem af- neitar heföbundnum venjum samfélagsins, neitar aö giftast vonbiðli sínum og kýs að helga líf sitt guöi og hins vegar skækjuna sem lifir I synd og tælirvarnarlausa karlmenn til lags viö sig. Maria Magdalena er sögð bersyndug vegna þess aö hún drýgir þá synd er þykir verst allra; hún er ekki skírlíf. Þannig eru konur alltaf skilgreindar sem kynverur, ekki vitsmunaverur, og merktar eftir llffræöilegum skilyrðum, þ.e. hvort meyjarhaftiö sé rofiö eöur ei. Syndir þeirra eru alltaf veraldlegar og sérstaklega holdlegar. Þess vegna er syndug kona, samkvæmt skilgreiningum lærifeöra miöalda, hóra en ekki þjófur eöa lygari. Heilagra manna sögur spretta I umhverfi sem er andhverft konum. Eins og fram kemur þurfa þær að afneita eðli sínu og kynferði, þ.e. líkjast karlin- um, til að öölast „kvenlega fullkomnun". Þannig náöu konur aldrei þessari „fullkomnun" á eigin for- sendum heldur þurftu aö breyta sér til aö öölast viröingu I kaþólsku miðaldaþjóöfélagi. Um slíkar konur eru heilagra meyja sögur. Heimildir Cazelles, Brigitte. 1991. The Lady as Saint. Uni- versity of Pensylvania Press, Philadelphia. íslensk bókmenntasaga I. 1992 Ritstjóri: Vésteinn Ólason. Mál og menning, Reykjavík. Warner, Marina. 1985 Alqne of all her Sex, The Myth and the Cult of the Virgin Mary. Pan Books, London. Hvað er svona merkilegt... Jón Yngvi Jóhannsson Fyrir nokkrum árum síðan opnaði undirritaður af rælni bók í bókabúð Máls og menningar sem hét, ef rétt er munað, Womens Respon- se to the Men’s Movement. í bókinni var leitað álits margra fremstu feminista austan hafs og vestan á hreyfingu breskra og banda- rískra karla sem þá hafði verið í sviðsljósinu um nokkra hríð. Viðbrögðin spönnuðu allt litrófiö, alltfrá: „Loks- ins, loksins!" yfir I ásakanir um aö nú væri karlveldiö enn komiö á ról og ætlaði aö þessu sinni, af sinni alkunnu slægö, að stela feminisman- um og snúa allri jafnréttis- og kynjaumræöu yfir á karla og þeirra þarfir. Mín viöbrögð viö þessari bók urðu hins vegar fyrst og fremst undrun: Hvaö I ósköpunum var karlahreyfing? Þarf einhverja hreyf- ingu utan um karlmenn? Er ekki karlmaðurinn löngu útreiknaö dæmi? Ég hélt að konan væri málið! Þessi bók varö hins vegar til þess aö forvitni mín vaknaöi og ég fór að sperra eyrun þegar ég heyrði minnst á karla I sömu andrá ogjafnrétti. Og þótt ekki hafi boriö mikiö á þeirri umræðu hér heima fyrr en meö tilkomu karlanefndar jafnréttisráðs og hún hafi lltiö rataö inn I Háskóla Islands ennþá að þvl er viröist, þá komst ég aö þvl að til eru karlahreyfingar og rannsóknir á körlum og ýmsum myndum karl- mennsku sem eru bæöi fjölbreyttar og spennandi. í vetur komst ég síöan I kynni við hóp háskóla- fólks á Noröurlöndunum sem á sér þaö sameigin- lega áhugamál aö rannsaka karla og karlmennsku I samfélagi, sögu og bókmenntum. Hópurinn starfar innan Norræna sumarháskólans en hann er vett- vangur fyrir rannsóknir og þverfaglega samvinnu á ýmsum sviöum vísinda og fræöa. Á hverju sumri er haldin einnar viku ráöstefna eöa sumarmót þar sem koma saman hópar fólks frá öllum Noröurlöndunum sem eiga sameiginleg áhugamál og stunda rann- sóknir eöa nám tengdum þeim. Síöasta sumarmót var haldiö I fyrrasumar á Nesjavöllum og þar voru meðal annars starfandi hópar um sálgreiningu, ald- arlok I Evrópu, sakamálasögur og ...um karl- mennskuhugtakiö. Til undirbúnings næsta sumar- móti sem haldiö veröur I Noregi um mánaöamótin júll/ágúst I sumar hafa svo veriö haldnar nokkrar minni ráðstefnur vlös vegar um Noröurlöndin I vetur. Ég var svo heppinn aö komast á eina slíka ráðstefnu I apríl I Lundi I Svlþjóö þar sem umræðuefnið var: karlmennska og karlar. Á því þingi var samankominn nokkur hóþur fólks, karlar og konur frá öllum Norðurlöndunum (þar af tveir íslendingar) sem hafa áhuga á aö rannsaka karla og karlmennsku. Flestir voru annaðhvort há- skólanemar I framhaldsnámi eða háskólakennarar og fræöimenn I yngri kantinum. Minni hópar hafa verið starfandi á hinum Noröurlöndunum I alian vet- ur, og margt af þessu fólki vinnur aö rannsóknum I félagsfræöi, mannfræði, bókmenntafræöi og kvik- myndafræöi sem hafa karlmennskuhugtakið aö meginefni. Eins og flestar rannsóknir I kynja- og kvennafræö- um nú til dags beinast rannsóknir á karlmennsku- hugtakinu aö „kynferöi" (e. gender) sem vísar ekki til líffræðilegs kyns heldur til kynferöis sem afuröar menningarlegra og sögulegra þátta. Kynferöi mótast af hugmyndum okkar og samfélagsins um það hvaö karlmennska er og hvaö kvenleiki er. Karlmennsku- hópurinn innan Norræna sumarháskólans stundar rannsóknir á kynferði á breiöum grunni. Meö aðferð- um félags- og mannvísindanna er reynt aö komast aö því hvaöa hugmyndir eru rlkjandi um karl- mennsku, hvernig þessar hugmyndir birtast I hegö- framhald á bls. 40 39 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.