19. júní


19. júní - 19.06.1996, Side 43

19. júní - 19.06.1996, Side 43
Kvenlýsi raunsæi Guðrún B. Sigurðardóttir Raunsæisstefna var ríkj- andi í skáldsögum fyrir slð- ustu aldamót og nokkuö fram á tuttugustu öldina. Vísindahyggja og uppgötv- anir nítjándu aldar breyttu lífsviðhorfum manna og daglegu lífi hraðar en fyrr hafði gerst og breytingun- um fylgdu kröfur um hlut- lægni í skáldskap. Nú dugði ekki að breiða rómantíska blæju yfir samskipti manna, það átti að segja satt og rétt frá aðstæðum í samfé- laginu, afhjúpa ranglæti og hræsni og rétta hlut hinna veikari. Barátta fyrir rétt- indum kvenna var einn þátt- ur hinnar nýju stefnu. Meö raunsæinu kom fjörkippur í íslenska skáldsagnagerö og helstu höfundar henn- ar voru Gestur Pálsson, Þorgils Gjallandi, Jón Trausti, Einar Hjörleifsson og Guömundur Friö- jónsson, í mörgum sögum þeirra voru konur aöal- persónur og oft i hlutverki smælingjans sem er brotinn á bak aftur af þeim sem valdiö hafa í krafti auös eöa embætta. Barátta kvennanna viö hiö andstæöa vald ogfordóma er oftast megin þemaö. Höfundar leggja áherslu á aö mannúö og hrein- skiptni séu frumskilyrði þess aö menn fái notiö gæfu jafnt í samfélaginu sem í ástinni milli karls og konu og þeir ráöast aö hræsni og yfirdrepsskap í skáldsögum sínum. Flestar sögurnar eru ástar- sögur og höfundarnir flestir karlmenn sem reyna eftir mætti að setja sig í spor kvenna og sýna hvernig umhverfi þeim er búiö og hversu vel eöa illa hæfileikar þeirra nái aö þroskast. Gestur Pálsson ritaði í sögu sinni KÆRLEIKS- HEIMILINU, sem kom út áriö 1882, um unga og umkomulausa stúlku sem verður píslarvottur ástar sinnar vegna haröýögi og hroka. Húsmóöirin á „kærleiksheimilinu" hefur tögl og hagldir og hún fyrirbýður syni sínum að eiga unnustu sína sem er vinnukona og því undir hans stétt. Hún rekur stúlk- una svo umsvifalaust burt þegar þaö vitnast aö hún er barnshafandi og hún rænir frá henni barn- inu nýfæddu. Á brúðkaupsdegi fyrrverandi unnusta síns fyrirfer stúlkan sér í ánni en á kærleiksheimil- inu á enginn I basli með aö sætta sig við þær málalyktir. Einar Hjörleifsson - síöar Kvaran - var einn af frumkvöðlum raunsæis líkt og Gestur Pálsson. 1 sögu hans VONUM, sem kom út 1890, er þoland- inn hrekklaus ungur maöur en gerandinn útsmog- inn kvenmaöur sem nær piltinum á sitt vald en aö- eins til aö hafa hann aö féþúfu. Söguhetjan fær hins vegar ofurást á stúlkunni og þegar honum verða svik hennar Ijós og vonir hans eru að engu gerðar tæmist hugur hans og hann hverfur úr heimi. Mannskilningur og ritsnilld Einars Hjörleifs- sonar njóta sín hvaö best í þessari harmsögu um hræsni og græögi og einkum I þeirri sorg sem af slíku leiöir. Þorgils Gjallandi var einna mestur uppreisnar- maöur 1 raunsæinu upp úr aldamótum. Hann deildi á kirkju og klerka og á sjálft hjónabandið í sögu sinni UPP VIÐ FOSSA sem kom út árið 1902. Þar segir af Gróu og Geirmundi og ástarsambandi þeirra. Gróa haföi ung gifst vel stæöum bónda til aö ná sæmilegri stööu en ástin var ekki meö I leiknum af hennar hálfu. Hins vegar leggur hún of- urást á Geirmund og eru tilfinningar hennar teknar til nákvæmnar skoöunar svo þeirra tlma lesendum þótti nóg um. Þegar aö þvl kemur aö velja endan- lega á milli eiginmanns og ástmanns skortir Gróu hugrekki til aö láta ástina ráöa og hún verður eftir I ástlausu hjónabandi. Þroski hennar stöövast og eöliskostir hennar fara forgöröum I gleðisnauöu lífi, gremja og afbrýöi veröa eitur sem smitar frá sér. Heilindi Gróu voru fljótlega dregin I efa en nokkrar málsbætur eru hve mikla fátækt hún haföi búiö við í æsku. Þorgils Gjallandi var talsmaöur frjálsra ásta. Lík Gróu er Halla I Heiöarbýlissögum Jóns Trausta sem komu út á árunum 1906 til 1911. Þar er ólíkt tekið á flestum málum og höfundur er ekki uppreisnarmaður 1 líkingu viö Þorgils Gjallanda. Halla kynnist ungum presti sem dregur hana á tál- ar og hún verður barnshafandi. Hún leggur heita ást á prestinn og treystir honum afdráttarlaust en þar kemur aö hann viöurkennir aö hann sé þegar giftur maöur og faðir. Halla lætur hann þá vita aö hún sé barnshafandi en hann sér aðeins eigin vandræöi og svo fer að Halla lofar aö bjarga mann- oröi hans og fá annan til að gangast viö barninu. Hún giftist svo vonbiöli sínum og segir honum allt af létta. Höfundur leiðir Höllu I miklar mannraunir og hún lærir og þroskast af mótlæti sínu en oft er mjótt á munum. Hún endurmetur líf sitt og snýr kærleiks- þörf sinni út til samfélagsins og gerist bjargvættur þeirra sem til hennar leita. Halla er lengi einskonar útlagi úr mannlegu félagi en meö afstöðu sinni og sjálfsvirðingu verður hún ósigrandi. Hún snýr vopnunum I höndum andstæöinga sinna og bjargar óvinum sínum jafnt sem vinum. I lokin er sigur unninn, hún hefur göfgað tilfinningar sínar I annarra þágu og hætturnar eru aö baki. Ólöf frá Hlööum segir I MÓÐUR SNILLINGSINS, sem kom út áriö 1910, frá konu sem eignast barn án þess aö láta föðurins aö neinu getið. Sagan segir frá kjarkmikilli konu sem er brotin á bak aftur og endar I óviti og gefið er I skyn aö ekki tjói aö brjóta á náttúrunni. Hér skrifar höfundur sem gjör- þekkir viöfangsefnið. Raunsæisskáldin töldu þaö ætlunarverk bók- mennta aö efla mannúð og sú hugsjón þeirra krist- allast í orðum Gests Pálssonar I l.tbl.SUÐRA 1883: „Þaö er llfskoöun vor, aö mannúðin sé sá grundvöllur, sem allt satt, rétt og gott byggist á, og ekkert sé satt, rétt og gott, nema þaö hvíli á þess- um grundvelli." Látiö ekki lifandi Ijós kveikja í heimilunum. ! BRUNAMÁLASTOFNUN 41 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.