19. júní - 19.06.1996, Side 47
Hjólhýsið sem Sólveig bjó í. Gegnum gluggann sést í tölvuna sem handbókin um rústabjörgun var skrifuð á.
inberlega, fyrr en ég hef kynnt mér málin vel
með þeim sem þau tengjast. Síðan þarf að raða
hlutum í forgangsröð og setja tímaáætlanir á
verkefnin - og þá er hægt að leggja af stað á
brattann. Breytingar kosta alltaf átak, jafnve)
þótt allir sóu þeim fylgjandi. Svo eru alltaf ein-
hverjir sem eru á móti alveg sama hversu góð
hugmyndin er - t.d. flykktust bændur á Austur-
völl til þess að mótmæla lagningu símans á sín-
um tíma. Þetta verður mikil vinna, en vinna
sem mér líkar best að vinna. Þetta er eins og að
klífa fjall eða stökkva úr flugvél, það er ekkert
spennandi nema að maður þurfi að taka eitt-
hvað á.
En það er náttúrulega augljóst að vegna
reynslu minnar á sviði björgunarmála kem ég til
með að fylgjast vel með og hafa ákveðin áhrif á
þjálfun björgunarmanna. Ég vil taka virkan þátl
í stefnumótuninni, og þá kannski helst á svið-
um sem ég þekki vel til, til dæmis rústabjörgun
sem er nýtt svið í heiminum, þ.e.a.s þessi
tæknilega rústahjörgun eins og hún þekkist í
dag, en að sjálfssögðu vil ég sjá þróun á öllum
sviðum björgunarmála. Það verða stökkbreyt-
ingar í þekkingu á þessum sviðum við stórslys,
eins og Oklahoma-slysið og við eigum að nýta
okkur þær. Bandaríkjamenn hafa lagt mikla
áherslu og um leið rnikla peninga í þetta svið en
það er einnig rnikið að gerast í Evrópu sem við
getum lært af. Lengi vel voru Englendingar og
Frakkar framarlega í björgunarmálum, þar sem
menn lærðu margt af stríðinu.
Ég vil sjá ákveðna þróun á þessum málum,
mun hraðari en verið hefur,
Ég hef ágætis tengsl við björgunarfólk til
dæmis í Bandaríkjunum, og einnig í Evrópu,
sem ég vil nýta í starfinu hór. Við höfum þegar
fengið að senda Islendinga til Oklahoma á nám-
skeið um hvernig eigi að annast fólk sem er fast
í, eða hefur verið í húsarústum. Menn þurfa að
þekkja sjúkdómseinkennin, t.d. myndast of-
boðslegt ryk í rústunum og því eru sár í öndun-
arvegi algeng, eins geta eiturefni myndast i lík-
amanum þegar fólk hefur legið lengi undir
þungi fargi og því þarf að huga að áður en farg-
inu er lyft af.
framhald á bls. 46
45 19 .jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS