19. júní


19. júní - 19.06.1996, Side 49

19. júní - 19.06.1996, Side 49
ast um aö ganga á fjöll í brjáluðu veðri. Það er ekkert alltaf gaman. Maður heyrir því oft fleygt að björgunarsveitirnar séu eintómir ferðaklúbbar en ég held að það væru ekki margir í slíkum klúbb- um tilbúnir að rífa sig upp um miðjar nætur í brjáluðu veðri til að leita að fólki. Björgunarsveitarfólk er á bakvakt 365 daga á ári. 011 hjálparsveitin er alltaf til taks en það er ekkert sem segir hvenær hver er á vakt. Það æxlast einfaldlega þannig að það næst alltaf í nógu marga. Sem björgunarsveitarmaður vill maður vera þar sem hlutirnir eru að gerast. Það er miklu verra fyrir björgunarmann að þurfa að fylgjast með í útvarpi eða sjónvarpi og geta ekkert gert til að hjálpa. Þegar Súðavíkurflóðið varð fannst mér mjög erfitt að vera í Bandaríkjunum og vita ekki hvað var að gerast. A Flateyri var ég með, vissi hvað var að gerast, þá líður björgunarmanni best. Maður vill hjálpa og vera þar sem maður getur lagt sitt af mörkunum." Er þetta aldrei það óhugnanlegt að þú hugsar-ég hefði aldrei átt aðfara út íþetta? „Nei aldrei, það er frekar öfugt. Ég hugsa frekar: - Ég verð að æfa mig betur, læra meira og leggja mig betur fram. Það er mjög gefandi að vera í björgunarsveil, mór finnst það forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þeim útköllum sem ég hef verið í, að hafa fengið að hjálpa. En ég hef aldrei á ævinni fundið fyrir eins rniklu þakklæti og í Oklahoma, fólk var að koma til okkar úti á götu og þakka okkur fyrir. Þarna var aðstaðan frábær fyrir björgunarliðið; allt frítt og ekki bara matur, heldur vinnuföt, lyf, nudd, heitir pottar, hárskerar, allt sem björgunarfólk gæti þurft á að halda og auðveldað gæti því störfin. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fann fyrir svona miklu þakklæti fyrir björgunarstarf. Okkur var tekið eins og stríðshetjum þegar við komum heim til Kaliforníu, geng- um inn á íþróttaleikvanga í halfleik, fórum í fínar veislur - sveit- armeðlimir á austurströndinni tóku allir í höndina á Clinton Bandaríkjaforseta, en hann „gat ekki“ komið á vesturströndina, við fengum einnig alls konar veggspjöld, manni var bara farið að þykja nóg um. Við fundum líka fyrir sérstakri hlýju á götum LA- borgar eftir Northridge-skjálftann 94. Maður fókk hálfgert sam- viskubit því okkar hópur bjargaði engum út úr rústum í LA. En fólki finnst gott að geta þakkað nafnlausum björgunarmönnum. Hérna heirna mætti alveg sýna björgunarfólki meira þakklæti, og þá meina ég ekki bara við hátiðleg tækifæri, sem er auðvitað gert. Þjóðin ætti að vera þakklát fyrir það starf sem unnið er og það sem menn eru tilbúnir að leggja á sig. Það er kannski núna fyrst eftir snjóflóðin að rnenn eru farnir að átta sig á því hvað björgun- arsveitarstarf gengur í raun út á. Bara eitt að lokum, þú gengur með tvo krossa um hálsinn. Erfallhlífarstökkvarinn trúaður? „Ég hef reynt ýmislegt sem veldur því að óg er farin að trúa því að það sé meira í heiminum en við sjáum. Það kemur kannski á óvart því nú er ég tæknilega sinnuð, hef lært eðlisfræði og stærðfræði og trúði því lengi vel að hægt væri að útskýra allt með tölum og líkönum. Ég er hins vegar orðin alveg sannfærð um að það eru til öfl í heiminum sem við þekkjum ekki og maðurinn hefur ekki útskýringar á í dag. En þessir krossar eru tilkomnir upphaflega fyrir tilviljun, og svo finnst mér bara gaman, og stundum nauðsynlegt, að vera svo- lítið öðruvísi heldur en gengur og gerist. Varex er lyf við veirusýkingu sem vinnur gegn frunsumyndun með virka efninu acíklóvír. Mikilvægt er að byrja að nota kremið um leið og fyrstu einkenni koma í Ijós, þ.e.a.s. strax og þú finnur sting, fiðring eða kláða. Berið kremið á sýkt svæði fimm sinnum á dag í 5 daga. Varex, krem 2 g, fæst í apótekum án lyfseðils. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.