19. júní


19. júní - 19.06.1996, Page 62

19. júní - 19.06.1996, Page 62
Kynferdisleg areitm spurning um öld og xrirðingu u/ Stefanía Traustadóttir Á liðnum mánuðum hefur umræðan um kynferðislega áreitni verið mjög áberandi. Því miður var og er sú umræða um of lituð vanþekkingu og þá ekki síður fordómum gagnvart þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi. Setningar eins og „á nú að banna fólki að daðra“ eða „maður þorir ekki lengur að sýna konu að maður hefur áhuga á að kynnast henni nánar“ heyrast og karlar hrista haus og ræða hvort jafnréttisbaráttan sé ekki á villigötum. Hér á eftir verður fjallað um fyrirbærið kynferðislega áreitni og þá eingöngu út frá því hvernig það birtist í samskiptum kynjanna á vinnumarkaðinum. Það er ekki þar með sagt að kynferðisleg áreitni eigi sér ekki stað á öðrum sviðum samfélagsins, eins og t.d. innan skólakerfisins eða á öðrum þeim stöðum þar sem konur og karlar mætast og eiga í samskiptum hvert við annað. Efnahagslegt sjálfstæði er mikilvægt öllum. Það að hafa aðgang að eigin aflafé skiptir ekki bara máli hvað varðar slíkt sjálfstæði. Það hefur líka áhrif á möguleika okkar til þátt- töku, áhrifa og valda, bæði heima og heiman. Launavinna hefur þá stöðu að hún aflar okkur ekki einungis peninga til að kaupa salt í grautinn heldur leggur hún oftar en ekki grunninn að eig- in sjálfsmati og sjálfsvirðingu og því hvernig við metum möguleika okkar t.d. til áhrifa og valda. Þetta á ekki síður við um konur en karla. Þó að allt að 78% íslenskra kvenna séu virkar í at- vinnulífinu og um það bil helmingur þeirra í fullu starfi þá er staða þeirra slík - í samanburði við karla - að það er ekki hægt að tala um þátt- töku ,,jafningja“ sem eiga sambærilega mögu- leika, t.d. til launa og efnahagslegs sjálfstæðis. Kynferðisleg áreitni er framkoma gagnvart kon- um sém hefur viðgengist á vinnumarkaðinum hér á landi, sem og annars staðar, um langan tíma og af sumum verið talin ^eðlilegur" fórnar- kostnaðar sem konur þurfi að greiða. Hvað er áreitni? Til að skilja betur hvað átt er við með hug- takinu kynferðisleg áreitni er gagnlegt að átta sig á fyrirbærinu áreitni. Það eru til margar skil- greiningar - mismunandi nákvæmar eða yfir- gripsmiklar - en hér er stuðst við skilgreiningu þar sem fyrst og fremst er átt við áreitni sem verður til í samskiptum á vinnustað og þau ein- kennast af: • Misnotkun á valdi eða stöðu. • Andlegri kúgun og árás á sjálfsvirðingu og sjálfsmynd einstaklingsins. • Framkomu sem ætlað er að knýja einstak- linga tii undirgefni, gera lítið úr þeim og getur haft afdrifarík áhrif á framtíð þeirra hvað varðar vinnu. • Areitnin endurtekur sig, þ.e. hún á sér stað aftur og aftur. • Áreitnin er alltaf niðurlægjandi fyrir þann sem fyrir henni verður og hefur neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu hans. • Það sem aðgreinir slíka framkomu frá daðri, vinahótum eða stríðni er að hún er ekki vel- komin, ekki gagnkvæm og aldrei á jafnréttis- grundvelli. Einstaklingar af báðum kynjum geta og hafa orðið fyrir slíkri áreitni - en meirihluti „þolenda" hafa hingað til verið konur. Það er auðvelt að sjá félagslegar og efnahagslegar skýr- ingar þess. Annars vegar hefðbundnar skilgrein- ingar á ,,eðli“ og hlutverki kvenna, hugmynda- fræði kynhyggjunnar sem skilgreinir konur fyrst og fremst sem kynverur sem meina ,,já“ þegar þær segja ,,nei“ o.s.frv. og hins vegar efnahags- og pólitískt valdaleysi kvenna almennt og stöðu þeiria á vinnumarkaðinum sem gerir þær að auðveldri ,,bráð“. Vegna þessarar stöðu kvenna fær áreitnin (eins og lýst er hér að ofan) á sig ein- kenni kynferðislegrar kúgunar. Hvað er þá kynferðisleg áreitni? Kúgun kvenna á sér mörg birtingarform, m.a. líkamlega valdbeitingu, það að gera lítið úr getu og gáfum kvenna, líkamlegum kröftum þeirra og sýna þeim opið virðingarleysi. Kynferðislega áreitni er hægt að skoða í þessu ljósi. Hún „verður til“ í dag- legum samskiptum tveggja eða fleiri einstaklinga sem vinna á sama vinnustað. Almennt má segja að hugtakið sé skilgreint nokkuð opið og lögð áhersla á rétt einstaklingsins til að ákveða sjálfur hvað hann telur kynferðislega áreitni. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðssambanda hefur skilgreint kyn- ferðislega áreitni út frá tveimur jafngildum sjónar- miðum. Annars vegar er öll líkamleg áreitni, káf, þukl og önnur snerting sem þeim sem iyrir verða er á móti skapi. Líkamleg áreitni felur einnig í sér nauðgunartilraunir. Hins vegar er munnleg áreitni. Undir slíka áreitni falla kynferðislega nið- urlægjandi athugasemdir, klámbrandarar og önn- ur urnmæli sem beinlínis er beint gegn einum eða fleiri starfsmönnum vegna kyns þeirra, svo sem kröfur um samræði í krafti yfirmannsstöðu. Þá er jafnframt lögð áhersla á að slík áreitni sá endurtek- in og þeim sem fyrir verður á móti skapi. Daður sem báðir aðilar eru sammála um er ekki kynferð- isleg áreitni. Árið 1990 samþykkti Ráðherraráð ES stefnumarkandi ályktun (resolution nr. EFT 90/C157/02) um vernd sjálfsvirðingar kvenna og 60 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.